24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 41
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 41
Óðum styttist í komu hinna ís-
lensku jólasveina til byggða. En
það eru ekki aðeins íslensk börn
sem bíða spennt eftir Sveinka
heldur leggjast börn um allan
heim spennt á koddann í desem-
bermánuði.
Verndari barnanna
Uppruna jólasveinsins má rekja
til hollenska dýrlingsins Sinter
Klaas en hann var vanur að koma
færandi hendi hinn 6. desember ár
hvert og gefa börnum gjafir á mið-
öldum. Seinna fluttist jólasveinn-
inn til Ameríku með innflytj-
endum og hlaut nafnið Santa
Klaus. Jólasveinarnir tengjast einn-
ig hinum heilaga Nikulás frá Myra
en hann á að hafa dáið um 350
eftir Krist. Heilagur Nikulás varð
afar þekktur á miðöldum og hróð-
ur hans barst víða, en hann var
meðal annars talinn verndari
barna.
Jólasveinninn á norðurslóðum
Á Norðurlöndum skipa hjálp-
arhellur jólasveinsins einnig mik-
inn sess. Í Danmörku eru nissarnir
algengir en þeir eru stundum kall-
aðir búálfar. Í Finnlandi var þekkt-
ur jólabokkinn eða joulupukki
sem var barnafæla. Hann virðist
þó hafa mýkst með árunum og nú
er lögð áhersla á samskipti hans
við tröll sem eru góðlegar verur og
aðstoða við leikfangasmíðina.
Á Íslandi eru jólasveinarnir 13
talsins en í gamla daga voru þeir
taldir vera tröll að uppruna. Þeir
þóttu fingralangir og hrekkjóttir
og þekkt var að þeir áttu við alvar-
legt foreldravandamál að stríða en
samskipti þeirra við Grýlu og
Leppalúða hafa oft á tíðum þótt í
stirðara lagi.
Flestir jólasveinar klæðast nú
rauðu en áður þóttu þeir ekki
mjög móðins þar sem þeir klædd-
ust gömlum leppum í sauðalitum.
Hafa þeir nú tekið sig á og hafa
ekki eingöngu bætt hegðun sína
heldur einnig klæðaburð.
Uppruna jólasveinsins má rekja til dýrlinga
Eiga bræður um allan heim
24 stundir/Sigurður Jónsson
Jólasveinar Nú styttist í komu
jólasveinanna og bíða börn
spennt eftir að fá í skóinn.
Leyfðu steikinni að standa í 10-20
mínútur áður en hafist er handa
við skurð. Ágæt regla er að hafa
til sósuna meðan kjötið er látið
standa. Þetta á sérstaklega við ef
um er að ræða stóran kalkúna en
það að láta hann standa í 20 mín-
útur er hluti af eldunartíma sem
ekki má sleppa.
Settu steikina á stórt fat sem auð-
velt er að skera á. Fatið verður að
geta tekið við kjötsafa sem fer af
kjötinu við skurð. Notaðu langan
og beittan, vel brýndan hníf til
verksins og góðan kjötgaffal til að
halda steikinni stöðugri meðan
skorið er.
Listin að skera
hátíðarsteikina
1-1/4 bollar sigtað hveiti
1-1/3 bollar auk ½ bolli sykur
12 stífþeyttar eggjahvítur
1-1/4 Créme af tartar
1/4 teskeið af salti, fínu
1-1/2 teskeið vanilla
fersk jarðarber til að skreyta
með
Ofninn er hitaður í 220 gráður.
Hveiti og hálfur bolli af sykri
sigtað saman. Eggjahvítur stíf-
þeyttar með Créme af tartar, salti
og vanillu.
1-1/3 af sykri bætt út í eggin.
Litlu magni í einu. Þá er hveiti-
blöndunni blandað saman við.
Bakað í 35 til 40 mínútur. Leyft
að kólna. Skreytt með ferskum
jarðarberjum eða öðrum ferskum
ávöxtum, bláberjum og sól-
berjum.
Jólaleg og
mjúk englakaka