24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 20

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir                                           !"      #!" $%    &  ' ( &' ) &    & * & +      !"#$ Jólin eru um margt dularfullur tími; þá eru dýr sögð tala og álfar og huldufólk fara á stjá og flytjast búferlum. Ýmiss konar hjátrú er tengd jólunum, en gömul trú segir t.d. að sé tunglið vaxandi á jólum verði næsta ár gott en sé þessu öfugt farið og tunglið sé þverrandi megi búast við slæmu ári. Hjátrú í kringum jólin einskorð- ast ekki við Ísland heldur er þekkt um allan heim. Í Wales er það t.d. talið boða ógæfu ef fyrsti gesturinn sem ber að dyrum á nýju ári er rauðhærður en hins vegar boðar það mikla gæfu ef ókunnugur, dökkhærður maður bankar upp á. Þá er einnig talið óheillaráð að lána nokkurn hlut á nýársdag, alveg sama þótt það sé bara bolli af sykri. Ekki skó í jólapakkann Í Englandi gaf hjátrúarfullt fólk aldrei vinum sínum skó í jólagjöf þar sem það var talið geta orðið til þess að slitnaði upp úr vináttunni. Þá var einnig talið boða ógæfu að klæðast nýjum skóm á jóladag. Sama var hins vegar ekki upp á teningnum þegar kom að fátæku fólki en það var talið boða gæfu að gefa því skópar í það minnsta einu sinni á ári. Eins þótti mikið óheillaráð að klæðast nýjum skóm á jóladag. Þá áttu ógiftar stúlkur að geta komist að því hvort þær myndu giftast á árinu með því að fleygja skó yfir öxlina og í áttina að útidyra- hurðinni. Lenti skórinn þannig að táin beindist að hurðinni myndin stúlkan giftast en annars ekki. Á Grikklandi er svipaða sögu að segja en þar brenndi fólk gamla skó yfir jólahátíðina til að forðast óhöpp á komandi ári. Ekki skal ákveðið hér hvort slíkt beri árangur heldur verður hver að trúa sem vill. Hjátrú á jólum þekkt um víðan heim Skóbrenna talin boða gæfu Skór Ekki vinsælir í jólapakkann samkvæmt enskri hjátrú og betra að brenna þá til að forðast óhöpp. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona segist verða meira og meira jóla- barn með aldrinum. Hún segist ekki vera mikið fyrir hefðir um jól- in, en hún og eiginmaðurinn borði þó ætíð hjá tengdaforeldrunum á aðfangadag. Jól í kössum „Það skiptir mestu að hafa það sem notalegast um jólin. Núna verðum við reyndar á fullu að flytja og mestur tíminn mun fara í það. Því er ég í raun lítið farin að hugsa um jólin núna þar sem hug- urinn er við flutningana. Ég skreyti ekkert sérlega mikið með jóla- skrauti en hef frekar kerti um allt og finnst líka kósí að hengja upp seríur. Síðan keyptum við okkur hvítt gervijólatré ein jólin sem er tilbúið að fara inn í stofu og það er mjög þægilegt. Ég er lítið fyrir kjöt og því er yfirleitt eldaður fyrir mig humar á aðfangadagskvöld. Síðan fær maður sér konfekt og nýtur allra kræsinganna sem eru í boði yfir hátíðarnar. Ég held mikið upp á þennan tíma og nota hann vel til að hitta vini og ættingja. Það er hefð að haldið er jólaboð í móð- urfjölskyldunni á jóladag og síðan hittir maður vinina, spilar og hefur það gott. Þá finnst mér óneit- anlegra jólalegra að hafa snjó,“ seg- ir Elma Lísa. Æfingar fram að jólum Elma Lísa segir að þó hún ætli sér alltaf að vera skipulagðari um næstu jól þá sé hún bara þannig að hún endi yfirleitt á því að vera á síðustu stundu og kaupi síðustu jólagjafirnar á Þorláksmessu. „Ég verð ekki að frumsýna yfir jólin en verð að æfa til 20. desember í Bað- stofunni eftir Hugleik Dagsson. Síðan verð ég að leika áfram í des- ember í þeim verkum sem ég hef verið að leika í undanfarið, Óhappi, Hér og nú og Legi. Pásk- arnir eru yfirleitt betri fyrir leikara því þá eiga þeir lögbundið viku frí,“ segir Elma Lísa. Persónulegar gjafir Ekki er hægt að ljúka jólaspjalli án þess að spyrja viðmælandann hvað hann vilji helst fá í jólapakk- ann og það stendur ekki á svörum hjá Elmu Lísu: „Mig vantar svo sem ekkert en mér finnst voðalega kósí að fá bók og náttföt. Síðan finnst mér gaman að fá persónu- legar gjafir. Dóttir Reynis, manns- ins míns, gefur okkur t.d. alltaf eitthvað sem hún býr til og það finnst mér mjög skemmtilegt,“ segir Elma Lísa að lokum. Meira jólabarn með aldrinum ➤ Finnst skemmtilegast að fápersónulegar jólagjafir. ➤ Verður að æfa í Baðstofunnieftir Hugleik Dagsson fram að jólum. ➤ Segir óneitanlega jólalegraað hafa snjó um jólin. ➤ Gæðir sér á humri á að-fangadagskvöldi. ➤ Er lítið fyrir hefðir en borðarþó ætíð hjá tengdaforeldr- unum á aðfangadag og fer í jólaboð á jóladag. ELMA LÍSA Elma Lísa Gunnarsdóttir skreytir með kertum og seríum um jólin Jólin eru tíminn til að hafa það gott og njóta lífsins í faðmi fjölskyldu og vina. Sumir eru út um allt í boðum á meðan aðr- ir eru í rólegheitunum heima við en öll eigum við það sameiginlegt að vilja gera vel við okkur á þessum tíma. Jólasnjór Elmu Lísu finnst óneitanlega jólalegra að hafa jólasnjó á þessum tíma. Á Indlandi er á þrettándanum sérstök hátíð sem heitir pindi perunaal eftir innsta hluta bananatrésins. Kvöldið áður er pindi-drumbur reistur fyrir utan hús og í hann stungið kókoshnetulaufum sem eru vafin í klút vættan í olíu. Kveikt er á laufunum til að vísa vitringunum þremur veg- inn. Nú á dögum eru einnig notaðir litlir leirlampar. Saga jólanna eftir Árna Björnsson. Indversk þrettándahátíð Að vísa vitring- unum veginn Alla þessa daga varð fólk fyrir áreitni af púkum sem kallaðir eru kalikantsari og taldi sig heyra í þeim læti og fyrirgang. Fólk losaði sig við þá á þrett- ándanum með því að kasta pylsum og kjöti upp á húsþök því þeir vildu mat. Saga jólanna, Árni Björnsson. Púkar á Kýpur Svangir og með læti Á aðfangadag er jólatréð skreytt og um kvöldið er borð- uð fiskisúpa, steiktur vatna- karfi í raspi með kartöflusalati og eplakaka á eftir. Eftir það er kveikt á jólatrénu, sungin jóla- lög og útbýtt gjöfum sem oftast eru sagðar vera frá Jesú- barninu. Sumir sækja messu um miðnættið. Á jóladag koma stórfjölskyldur oft saman. Saga jólanna eftir Árna Björnsson. Jól í Tékklandi Vatnakarfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.