24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 14

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til breytinga á jafn- réttislögum er skýrt dæmi um þá algengu trú, að hægt sé að leysa flestan vanda með því að setja lög. Helzt eins flókin, stíf og íþyngjandi og kostur er á. Það er staðreynd að fullt jafnrétti ríkir ekki á Íslandi. Launamunur kynjanna er til dæmis til skammar. En full ástæða er til að efast um að ýmsar þær íþyngjandi kvaðir, sem félagsmálaráðherra vill leggja á atvinnurekstur í landinu, muni leysa úr þessum vanda. Það á til dæmis við um ákvæði frumvarpsins um að öll fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn skuli skila stjórnvöldum jafnréttisáætlun og að Jafnrétt- isstofa eigi að taka út hvort áætlunin sé „viðunandi“. Verði fyrirtæki ekki við fyrirmælum Jafnréttisstofu um breytingar á jafnréttisáætluninni má beita þau dagsektum, allt að 50.000 krónum! Hverjum dettur í hug að svona lagasetning muni virka? Fyrir utan skrif- finnskuna, sem hún kallar á hjá fyrirtækjunum, hlýtur fólk að spyrja hvar rík- isvaldið eigi að finna mannskap til að kalla eftir jafnréttisáætlunum 800 fyr- irtækja, fara yfir þær og meta hvort þær séu „viðunandi“. Það sama á við um þá fráleitu tillögu í frumvarpinu að umsækjandi um starf hjá fyrirtæki á almennum vinnumarkaði eigi kröfu á því að vinnuveit- andinn rökstyðji fyrir honum ráðningu annars umsækjanda af gagnstæðu kyni og útlisti hvernig sá hafi staðið honum framar hvað varðar menntun, starfsreynslu, sérþekkingu og aðra hæfileika. Það eru reglur af þessu tagi, settar af góðum hug en fullkomlega vanhugs- aðar, sem hafa hálfpartinn lamað vinnumarkaðinn í sumum nágrannalönd- um okkar. Ef vinnuveitandi má eiga von á að þurfa að standa í því að rökstyðja sérstaklega fyrir öðrum umsækjendum hvern hann ræð- ur í starf, gerist annað af tvennu. Hann lætur vera að ráða í starfið eða hann gerir það án þess að auglýsa. Og þá missir margt hæfileikafólk, sem ella hefði átt kost á starfinu, af tækifæri. Það er ekki líklegt til árangurs ef vinnuveitendur fara að líta á málaflokkinn jafnréttismál sem uppsprettu skrifræðis og flækja. Ef árangur á að nást í jafnréttisbar- áttunni þarf að sannfæra stjórnendur fyrirtækja um að þeir vannýti mannauðinn með því að borga konum lægri laun en körlum og velja þær síður til stjórnunar- og ábyrgðarstarfa. Atvinnurekendur þurfa að sjá að þeir græði peninga á því að gefa jafnréttismálum gaum; að þar liggi tækifæri, en ekki vandamál. Skrifræði í þágu jafnréttis? SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Guðni segir undanbragðalaust frá fullkomnum trúnaðarbresti formanns og varaformanns, rek- ur sleitulítið styrka stöðu sína í vinsældakönn- unum (og néri Halldóri upp úr henni á lokuðum einkafundum), lýsir því vafn- ingalítið að Hall- dór hafi verið tengslalaus við flokkinn, verið sí- fellt í útlöndum meðan flokk- urinn rak á reiða, lokað sig af, og ekki ráðfært sig við nokkurn mann. Guðni segir nánast berum orðum að Halldór sé ábyrgur fyr- ir fylgistapi flokksins. Þetta er svo grimmur kafli að blóðið lagar úr honum. Össur Skarphéðinsson eyjan.is/goto/ossur BLOGGARINN Grimmur kafli [F]innst mér ástæða til þess að benda Össuri Skarphéðinssyni, í fullri vinsemd á, að hann starfar ekki lengur í stjórnarandstöðu, heldur er hann iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Ís- lands. Ég tel að sem slíkur þurfi hann að gæta bet- ur að orðum sín- um og gerðum en honum var nauðsynlegt að gera meðan hann var óbreyttur stjórn- arandstöðuþingmaður og hafði uppi óábyrgan málflutning um allt milli himins og jarðar. Ég tel að iðnaðarráðherrann ætti að hafa það í huga að í núverandi rík- isstjórn á hann í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn ... Sigurður Kári Kristjánsson sigurdurkari.blog.is Óábyrgt tal Nú eru útrásarmennirnir okkar búnir að kaupa Kaupmannahöfn og hálfa London. Maður gengur ekki um þessar borgir lengur án þess að þenja brjóstið af þjóð- arstolti. Þeir búa í London, þar sem er helsti staður nýríkra, keyra á Bugatti og Bentley, skreppa heim í einkaþotum. Þetta er miklu veraldarvanara fólk en þeir Íslendingar sem ég ólst upp með – þar á meðal ég. Ég öfunda það eiginlega af þessu. Mig hefur alltaf langað að verða alvöru heimsborgari, en vegna uppruna míns held ég að ég nái því aldrei alveg. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils Heimsborgari Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Í laugardagsblaði 24 stunda var birt opið bréf til mín frá Herdísi Kristinsdóttur grunnskólakennara. Í því koma fram ákaflega vel rök- studdar ábendingar um að gera þurfi störfum grunn- skólakennara hærra undir höfði í samfélaginu. Í stuttu máli er ég hjartanlega sammála þeim sjón- armiðum Herdísar og annarra, að það er óviðunandi að starfsfólk sem sinnir grundvallarþjónustu, eins og menntun og umönnun, skuli búa við þannig kjör að stór hluti þess telur sig ekki hafa efni á að stunda þessi mikilvægu störf. Ég hef margsagt það á opinberum vettvangi að ég telji það vera eitt mikilvægasta verkefni hins nýja meirihluta í Reykjavík, að takast á við þann vanda sem mannekla í grunnskólum borgarinnar, sem og raunar á öðrum stofnunum hennar, hefur skapað. Þessi vandi varðar að sjálfsögðu launakjör. Hinn nýi meirihluti greip strax á fyrsta starfsdegi til aðgerða í starfsmannamálum. Þar er m.a. gert ráð fyr- ir um 200 milljóna potti sem rennur til stjórnenda – þ. á m. grunnskólanna – svo þeir fái svigrúm til að umbuna starfsfólki vegna aukins álags út af mann- eklu. Kjarasamningar við grunnskólakennara losna nú á vormánuðum. Það er kristaltært að í þeim samn- ingum þarf að stíga mun stærri skref. Reykjavík- urborg mun hins vegar væntanlega ekki standa ein að þeirri samningsgerð. Efnaminni sveitarfélög þurfa einnig að geta boðið betri kjör. Ríkisvaldið, sem fer með ákvörðunarvald um tekjustofna sveitarfélaganna, getur heldur ekki staðið aðgerðalaust hjá. Íslendingar þekkja líka þjóða best dæmin um það hvernig óraunsæir kjarasamningar geta brunnið upp í verð- lagsbreytingum. Það er því einlæg von mín að mynda megi þjóðarsátt um það milli ríkis, sveitarstjórna og atvinnulífsins, að hin mikilvægu störf grunnskólakenn- ara verði gerð mun samkeppnishæf- ari við önnur störf en nú er. Ég tek undir með Herdísi: Þetta mál er ein- staklega brýnt. Allir hlutaðeigandi aðilar þurfa að bretta upp ermar hið fyrsta. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur Þjóðarsátt um skólana ÁLIT Dagur B. Eggertsson borgarstjori @reykjavik.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.