24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Ungmenni unnu mikil skemmdar-
verk á lögreglustöðvum, bensín-
stöðvum, lestarstöðvum, verslun-
um og bílum í tveimur úthverfum
Parísarborgar aðfaranótt gærdags-
ins. Óeirðirnar brutust út í kjölfar
þess að tveir táningar á bifhjóli lét-
ust eftir að hafa lent í árekstri við
lögreglubíl.
Talsmaður lögreglu segir að
unglingarnir sem létust, fimmtán
og sextán ára drengir, hafi ekið um
á stolnu, litlu bifhjóli, án hjálma.
Lögregla hafi ekki verið að elta
drengina þegar slysið átti sér stað. Í
kjölfarið gengu fleiri tugir ung-
menna berserksgang þar sem með-
al annars var kveikt í lögreglustöð-
inni í Villiers-le-Bel og mikil skemmdarverk unnin á annarri í
Arnouville.
Lögreglumenn sárir
Óeirðalögregla var send á vett-
vang, en reynt var að hindra för
hennar með því að kveikja í bílum.
Að sögn lögreglu særðist 21 lög-
reglumaður í átökum við óeirða-
seggina í úthverfunum Villiers-le-
Bel og Arnouville, norður af mið-
borg Parísar. Um tíu ungmenni
voru handtekin. Óeirðirnar stóðu í
rúmar sex klukkustundir og
minntu um margt á þær sem bloss-
uðu upp í úthverfum frönsku höf-
uðborgarinnar í lok árs 2005.
Rannsókn
Didier Vaillant, borgarstjóri Vil-
liers-le-Bel, hvatti fólk til stillingar
og sagðist ætla að sjá til þess að
óháð rannsókn færi fram á málinu
öllu.
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
Miklar óeirðir
á götum Parísar
Ungmenni unnu skemmdarverk í Villiers-le-Bel og Arnouville
➤ Óeirðir brutust út daglega íúthverfum Parísar um margra
daga skeið síðla árs 2005.
➤ Óeirðirnar voru mestar íhverfum þar sem margir inn-
flytjendur búa.
➤ Til átaka kom eftir að tveirunglingar létust þegar þeir
klifruðu upp á spennustöð.
ÓEIRÐIRNAR 2005
Götuóeirðir Átök lögreglu-
mannanna og óeirðaseggja
stóðu í rúmar sex stundir.
Um sex af hverjum tíu Tékkum
eru nú mótfallnir fyrirhugaðri
uppsetningu Bandaríkjahers á rat-
sjárstöðvum í landinu, samkvæmt
nýjustu skoðanakönnunum.
Síðasta vor naut ríkisstjórn
Tékklands stuðnings meirihluta
þjóðarinnar í málinu. Tafir á við-
ræðum við fulltrúa Bandaríkja-
stjórnar hafa hins vegar leitt til þess
að andstæðingar uppsetningar rat-
sjárstöðvanna á þingi, með vinstri-
menn í broddi fylkingar, hafa nú
náð meirihluta þjóðarinnar á sveif
með sér. Æ fleiri Tékkar segjast nú
óttast heilsufarsleg vandamál sem
kunna að fylgja stöðvunum og að
þær kunni að verða skotmark,
komi til átaka. Mótmæli hafa verið
á Vaclav-torgi í Prag þar sem þjóð-
aratkvæðagreiðslu um málið er
krafist. Forsætisráðherrann Mirek
Topolanek hefur útilokað að leggja
málið í dóm þjóðarinnar og segir
fyrirhugaðar ratsjárstöðvar í Tékk-
landi og eldflaugastöðvar í Póllandi
nauðsynlegar til að tryggja öryggi í
Evrópu. atlii@24stundir.is
Mótmæli vegna áforma um eldflaugavarnir
Tékkar andvígir
ratsjárstöðvum
STUTT
● Afsögn Búist er við að Pervez
Musharraf, forseti Pakistans,
láti af embætti yfirmanns hers-
ins á næstu dögum. Talsmaður
hans sagði í gær að forsetinn
myndi sverja nýjan embættis-
eið á fimmtudaginn, eftir að
hafa látið af yfirmannsstöðu
hersins.
● Slys Átta fótboltaáhuga-
menn létu lífið í Salvador í
Brasilíu á sunnudagskvöldið
þegar hluti af stúku á leik-
vangi hrundi saman.
● Friðarráðstefna Sameig-
inlegt skjal, þar sem lagðar eru
línurnar fyrir væntanlegar frið-
arviðræður Palestínumanna og
Ísraela, var lagt fram í gær. Al-
þjóðleg ráðstefna um málefni
Mið-Austurlanda hefst í Anna-
polis í Bandaríkjunum í dag.
36 ára
karlmaður
lést á
sjúkrahúsi
í Kanada á
laugardag-
inn eftir að
hafa orðið fyrir rafbyssuskoti lög-
reglumanns. Þetta er fjórða
dauðsfallið í Kanada á einum
mánuði sem rekja má til notk-
unar lögreglu á rafbyssunni Ta-
ser.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International hafa farið fram á að
hætt verði við notkun byssunnar,
en framleiðandi Taser-byssunnar
hefur vísað gagnrýninni á bug og
sakar fjölmiðla um að draga upp
ranga mynd af vopninu. aí
Lést eftir skot
úr rafbyssu
Landsins mesta úrval af
páfagaukaleikföngum -
yfir 200 gerðir!
Borgarholtsbraut 20, 200 Kóp
S: 581 1191 / 699 3344
Hágæða Proformance
hundafóðrið komið aftur
Lægsta verð miðað við gæði
Borgarholtsbraut 20, 200 Kóp
S: 581 1191 / 699 3344
Sérfræðingar
í saltfiski
466 1016
- Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu
- Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar
- Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur
- Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood
VIÐ LEGGJUM
AÐ FÓTUM ÞÉR
Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket.is
Í landsins stærsta sýningarsal á gólfefnum
höfum við hjá Harðviðarvali
sett upp glæsilega sýningu
á flísum og innihurðum,
að ógleymdu parketi og viðargólfefnum í ótrúlegu úrvali.
Þegar þú vilt móta umhverfi þitt að þér,
þá kemur þú í Harðviðarval
og möguleikarnir verða nær óendanlegir.
X
E
IN
N
H
A
07
1
1
00
3
Nýja flísadeildiní Harðviðarvali býður
SÉRTILBOÐ
Á FLÍSUM
Stjörnuspekistöðin
Gunnlaugur Guðmundsson
Allir velkomnir.
Síðumúli 29, sími 553 70 75
www.stjornuspeki.is
Suðurlandsbraut
Miklabraut
Fellsmúli
Háaleitisbraut
Ármúli
Skeifan
Síð
um
úli
Gr
en
sás
ve
gu
r
Sk
eif
an
Selm