24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 10
Þú færð nánari upplýsingar um
Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir
Heimamenn eru uggandi vegna
ástandsins á stuttum kafla Haga-
brautar við Pulutjörn í nágrenni
Hvolsvallar, þar sem vantar pílu-
merkingar til skiptingar fimm
blindhæða. Þeir settu sig í samband
við Vegagerðina síðla sumars, en
enn bólar ekkert á merkingum á
kolla hæðanna.
Svanur G. Bjarna-
son, svæðisstjóri Vega-
gerðarinnar, segir menn þar
á bæ kannast við málið, en
mannekla hafi tafið verkið. „Þetta
er eitthvað sem er á dagskrá og stóð
til að gera í sumar en það er bara svo mikið að gera hjá
öllum að það gengur illa að fá
menn til að vinna.“ Ábendingar
um ástand vegarins hafi borist of
seint til að hægt væri að finna verk-
taka. „Nú er kominn vetur, þannig
að það er ekki víst að það verði fyrr
en í vor úr því sem komið er.“
Arndís Finnsson hjúkrunar-
fræðingur, sem býr á Hvolsvelli,
segir ökumenn
enga möguleika
hafa á að sjá hvort
þeir séu að mæta
ökutæki úr gagn-
stæðri átt og þeir
sem kunnugir séu
aðstæðum skríði upp
brekkurnar lengst úti í
kanti. Hún gefur lítið
fyrir útskýringar Vega-
gerðarinnar, enda hafi
vinnuhópar borið möl í veg-
inn í sumar.
Kristján Guðmundsson, lög-
reglumaður á Hvolsvelli, segir
ástandi vega í sveitinni oft ábóta-
vant. „Þessir sveitavegir fyrir utan
þjóðveginn eru yfirleitt í afleitu
ástandi nema rétt yfir hásumarið.
Við höfum oft komið beiðnum um
merkingar áfram til Vegagerðar, og
ég get ekki kvartað yfir samstarfinu
við þá.“ Hann kannast ekki við að
óhöpp séu sértaklega tíð á Haga-
brautinni. andresingi@24stundir.is
Skortur á verktökum í vegagerð
Góðæri
ógnar öryggi
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Viðbótarlaunagreiðslur til lægst
launuðu starfsmanna sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu eru gleði-
efni, en vekja spurningar um
grundvöll launanefndar sveitarfé-
laganna. Þetta segir Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðs-
félags Akraness, sem hyggst sækja
sambærilegar kjarabætur til bæjar-
ráðs Akraness. „Launanefnd sveit-
arfélaga hefur í raun haldið laun-
unum niðri. Sveitarstjórnir hafa
skýlt sér bak við það að launa-
nefndin sjái um kaup og kjör, en
nú virðist það vera brostið. Það
gefur sveitarfélögunum meira svig-
rúm til að gera enn betur við sitt
fólk og því ber að fagna,“ segir Vil-
hjálmur.
Skapar spennu
Akraneskaupstaður ákvað fyrr á
árinu að gera leiðréttingu á lægstu
launaflokkunum, þegar ljóst var að
þeir hefðu orðið fyrir skerðingu við
síðustu kjarasamninga, segir Gísli
S. Einarsson bæjarstjóri. „Í raun-
inni fórum við framhjá launanefnd
í þessum leiðréttingum, en hún
fékk að vita af þeim.“
Gísli segir ríkjandi vilja til að
gera eins vel og hægt er við lægstu
launaflokkana, en það geti skapað
spennu bæði á milli launaflokka og
sveitarfélaga. „Hækkanir á höfuð-
borgarsvæðinu setja okkur í býsna
snúna stöðu, því þetta er sam-
keppni um fólk. Til dæmis er aug-
lýst á Akranesi eftir fólki í leik-
skólana í Reykjavík. Við
viðurkennum alveg að við séum í
samkeppni um fólk við þessa aðila
og viljum gjarnan vera það, en þeir
verða að átta sig á því að ef þeir
taka einhver veruleg skref umfram,
þá fer skriðan af stað.“
Sérstakar markaðs-
aðstæður
Karl Björnsson,
sviðsstjóri kjarasviðs
Sambands íslenskra
sveitarfélaga, nefn-
ir aðstæður á
vinnumarkaði
sem ástæðu fyrir launabótunum.
„Launanefndin samþykkti í jan-
úar 2006 ákveðnar heimildir sem
bjuggu til farveg fyrir viðbótar-
greiðslur til þeirra lægst launuðu.
Þessar heimildir hafa flest sveitar-
félög verið að nýta sér, en þó í mis-
miklum mæli.“
Ár til samninga
Vilhjálmur fagnar bættum
kjörum þeirra lægst launuðu.
„En maður veltir fyrir sér
hvernig sé hægt að koma
með svona 16 þúsund
króna eingreiðslu, eins
og Hafnarfjarðarbær
gerði, án þess að það
snerti samninga.“
Vilja sömu kjarabót
Sveitarstjórnir geta ekki lengur skýlt sér bak við launanefnd sveitarfélaga, segir formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness Eingreiðslur á höfuðborgarsvæði hafa áhrif á samninga
Leikskólastarfsmenn
Auglýst á Akranesi eftir
starfsfólki í Reykjavík.
➤ Þau sveitarfélög sem hafafengið launanefnd til að
semja um kjör starfsmanna
sinna skuldbinda sig til að
fara eftir þeim kjarasamn-
ingum sem hún gerir.
LAUNANEFND
Reglunum sem takmarka þann
vökva sem flugfarþegar mega hafa
með sér inn fyrir öryggishlið verður
kannski aflétt innan tíðar. Þýskir
sérfræðingar prófa nú sérstakan
búnað sem skannar handfarangur
með örbylgjum þannig að hægt á að
vera að sjá samsetningu vökvans,
það er að segja hvort um er að ræða
sýru, sprengiefni eða til dæmis
venjulegan drykk. Flugumferðaryf-
irvöld innan Evrópusambandsins
fylgjast spennt með tilraununum,
að því er greint er frá á fréttavef
norska blaðsins Aftenposten.
,,Það er trúlegt að svona tæki
verði tekið í notkun hér. Menn hafa
verið að kappkosta að finna upp
svona tæki til að geta létt á reglum
um vökvana,“ segir Sigurbjörn
Hallsson, lögreglufulltrúi á Kefla-
víkurflugvelli.
Ekki má taka með inn fyrir ör-
yggishlið meiri vökva en sem rúm-
ast í 1 lítra poka og má engin eining
vera stærri en 100 ml. ibs
Handfarangur skannaður með örbylgjum
Reglum um poka
ef til vill aflétt
Í Leifsstöð Verið er að þróa nýjan
búnað til að skanna handfarangur.
BDP 50/2000RS
Bónvél
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Heildarlína í þrifum
...fyrir allar gerðir af gólfefnum
Puzzi 8/1 C
Teppahreinsivél
BR 60/95 RS kefli
BD 60/95 RS diskur
Gólfþvottavélar
BR 45/40 C kefli
BD 45/40 C diskur
Teppahreinsivélar
AB 84
Þurrkblásari
Nýtt
Gólfþvottavéll l
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Glæsilegt úrval
af kápum
iðunn
tískuverslun
Laugavegi 51, s. 561 1680
Kringlunni, s. 588 1680