24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 16

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 16
SKRÁÐU ÞIG NÚNA Þú færð nánari upplýsingar um Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is WWW.GLITNIR.IS 16 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjörg@24stundir.is Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir samtökin ekki hafa sent frá sér ályktun um sið- ferði í viðskiptum, til dæm- is vegna barnaþrælkunar. „Við fylgjumst hins veg- ar vel með umræðu systursamtaka okkar í Noregi um þessi mál. Hér hefur hver og einn markað sína stefnu og ég veit að einstakir aðilar eru mjög áhugasamir um þetta.“ Hagkaup, sem láta framleiða fatnað í Asíu og Evrópu, eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem láta börn vinna fyrir sig, að því er Sigríður Gröndal inn- kaupastjóri segir. Fullyrt var í heimildarmynd í sænska ríkis- sjónvarpinu á sunnudagskvöld að sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz notaði bómull sem börn í Úsbekistan tína til fataframleiðslu. „Stefna okkar er mjög skýr. Við kaupum ekki af aðilum sem eru með börn í vinnu. Eftirlitið með því er mjög strangt þar sem við lát- um framleiða okkar fatnað. Við er- um hins vegar með mikið af dönsk- um vörumerkjum og við vitum ekki hvað er í þeim fötum,“ segir Sigríður. Á fréttavef sænska blaðsins Ex- pressen er það haft eftir blaðafull- trúa Hennes & Mauritz að það séu ekki nýjar fréttir að börn séu notuð við vefnaðarframleiðslu. Hins vegar sætti fyrirtækið sig ekki við barna- þrælkun hjá sínum birgjum. ,,Við reynum að hafa áhrif á aðra fram- leiðendur vegna þessa og höfum gert lengi ásamt öðrum fyrirtækj- um,“ segir blaðafulltrúinn. Á heimasíðu samtakanna Environmental Justice Foundation segir að á hverju hausti sé skólum í Úsbekistan lokað og nemendur sendir ásamt kennurum sínum út á bómullarakrana í nokkrar vikur til að tína bómull fyrir litla eða enga þóknun. Um er að ræða tugi þús- unda nemenda, allt niður í sjö ára. Kennarar eru sagðir fylgjast með því að börnin tíni ákveðið magn á hverjum degi og geri þau það ekki er þeim refsað og sagt að það komi niður á einkunnum þeirra. Neiti börnin eru þeim hótað brottrekstri úr skóla. Mestur hluti uppskerunn- ar er seldur til vefnaðarframleið- enda í Evrópu. Í heimildarþætti sænska sjón- varpsins var þess jafnframt getið að Borås Wäfveri, sem framleiðir fatn- að fyrir margar sænskar verslanir, notaði bómull frá Úsbekistan. Í kjölfar frétta um að börn fram- leiddu föt fyrir GAP fyrirtækið sögðu talsmenn norskra fyrirtækja að ekki væri hægt að fylgjast með öllu. Í Hagkaupum Strangt eftirlit er með framleiðslu eigin vöru- merkja verslunarinnar. Hagkaup með strangt eftirlit  Bómull sem börn tína í fötum frá Hennes & Mauritz  Inn- kaupastjóri Hagkaupa segir ekki keypt af aðilum með börn í vinnu ➤ Á heimasíðu samtakannaEnvironmental Justice Foundation segir að Úsbek- istan selji yfir 800 þúsund tonn af bómull á ári. ➤ Í stað þess að nota vélar viðtínsluna eru börn látin tína bómullina. BÓMULL MARKAÐURINN Í GÆR            ! ""#                                                                                                   !"#$ ! %%!!"$ ##%  #!!% ! %"$" %% ! % $ "%!$  "!$!% %  "%$ $%#  %$  %%##! "#!%#% !%!   ! " # &% &% %&# &# %&% "&# &! ! !& "#&  &% &! !#&$ &% & $!& !& &! & &% !& "& &!$ " & &" #& %&! &$ %& "#& #&  !& "#& & &"% !$&% &%" &" ! %& !!& &   & & !#& "&# & %#& "& & '()    !    !  ## !  $ % # "   %  $ *        #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  # ! #  #  # $#  #  #  #       +  , -. /  ), -. 01 -. '2, -. ,   -. .03 .45  67 , -. 8   -. 2   5   -. 3 / 9 '(9. -. :3-. ; -.    "-. +. 7-. + 7< 3<=' 0 /  ', -. '> :/ 67 7, -. ?-. @A-(-. <BC@ : 3 )  -. D  )  -.     ! E :+3 3E  /, -. 3 ( -. ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 2,6 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Føroya banka, eða 4,50%. Bréf Icelandair Group hækkuðu um 3,46% og bréf Eimskipafélagsins um 2,79%. ● Mesta lækkunin var á bréfum 365, eða 1,63%. Bréf FL Group lækkuðu um 0,95%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% í gær og stóð í 6.834 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 0,37% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan hækkaði um 0,73% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 1,3% og þýska DAX- vísitalan um 0,6%. Dúndur tilboð á daglinsum! Hagkaupshúsinu, Skeifunni • 2. hæð Kringlunnar • Spönginni, Grafarvogi (algengt verð 15.000,-) FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Stefna okkar er mjög skýr. Við kaup- um ekki af aðilum sem eru með börn í vinnu. Eftirlitið með því er mjög strangt þar sem við látum framleiða okkar fatnað. Iceland Express mun fjölga ferð- um í áætlunarflugi sínu milli Íslands og London um tvær á viku frá 26. febr- úar næstkomandi. Fé- lagið flýgur þá ellefu sinnum í viku á milli London og Keflavíkur. Í tilkynningu frá Iceland Ex- press er haft eftir Matthíasi Imsland for- stjóra að stöð- ug fjölgun fólks sem fer til London í viðskiptaer- indum spili þar inn í. „Nú geta farþegar farið fram og til baka samdægurs með Ice- land Express sem eykur sveigjanleika fólks í við- skiptaerindum til mikilla muna,“ segir Matthías. Fjölga ferðum til London Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.