24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 11

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 11 Félag áfengis- og vímuefna- ráðgjafa leggst eindregið gegn frumvarpi um áfengi í mat- vöruverslunum. „Fyrir okkur snýst þetta ekki um frelsi því þetta frelsi kost- ar peninga og það kostar hörmungar,“ segir Magnús Einarsson, ritari félagsins. Hann segir þá forvörn sem dugar best gegn ofneyslu áfengis vera hert aðgengi að því. Verði frumvarpið að lög- um muni neyslan færast í yngri aldurshópa því það hafi sýnt sig í rannsóknum erlend- is að börn eigi auðveldara með að kaupa vín í stórmörkuðum en áfengisverslunum. aak Ný undirbúningsnefnd um byggingu Landspítala við Hringbraut gerir nú heildar- úttekt á undirbúningi. Þótt stefnu um að byggja við Hringbraut hafi ekki verið breytt getur margt orðið öðruvísu en ætlað var. Í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi, segir hann að ætlunin sé að skoða hvort unnt sé að reisa sjúkrahúsið með hagkvæmari hætti en núverandi áætlanir miðast við. Eftir úttekt nefnd- arinnar verði kannað hvort ástæða sé til að breyta fyrri áætlunum. bee Flugfélagið Ernir hefur ákveð- ið að bæta við flugi á fimmtu- dagsmorgnum til Sauðárkróks frá og með 1. desember. Segir félagið að þetta sé gert vegna mikillar aukningar á flugi á Sauðárkrók og muni þessi aukaferð að öllum líkindum haldast út veturinn. Félagið segir að það sem af er nóvember sé sætanýtingin á Sauðárkrók rúmlega 75%. Farþegum þangað hafi sífellt verið að fjölga frá því Ernir hóf að fljúga á Sauðárkrók ef marka má tölur frá árunum 2005 og 2006. mbl.is Áfengisfrumvarpið Frelsið kostar hörmungar Bygging í endurskoðun Hagkvæmari hátæknispítali Flugfélagið Ernir Fleiri ferðir til Sauðárkróks Meira jafnrétti er á meðal yngra fólks en þeirra eldri, sem bendir til þess að jákvæðar breytingar séu að eiga sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kom fram í máli Hrafn- hildar Stefánsdóttur, yfirlögfræðings Samtaka atvinnulífsins, á fundi Landssambands sjálf- stæðiskvenna í gær. Hrafnhildur telur óljóst að frumvarp félags- málaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna muni breyta einhverju um hlutfallslega stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Sú breyting sé þegar farin af stað. Hrafnhildur vísaði meðal annars til könnun- ar Lögmannablaðsins sem sýndi að konur sæktu á í stétt lögfræðinga. „Það er auðvitað mjög jákvætt að konum er að fjölga í hefðbundnum karlastéttum, en þær eru líka með lægstu launin,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, sem sat fyrir hönd Vinstri grænna í nefndinni sem undirbjó frumvarpið að jafnrétt- islögum. Valgerður undrast ekki þá gagnrýni sem Sam- tök atvinnulífsins hafa sett fram á frumvarpið. „Nefndin fékk bæði formlega aðila og fagaðila á fundi. Það voru auðvitað skiptar skoðanir um ýmsa hluti, en sjónarmið SA var svo algjörlega á skjön við sjónarmið allra hinna, að það er auð- vitað ekki hægt í slíku tilviki að taka eitthvert megintillit til þeirra.Við tókum hins vegar tillit til allra. Ef ég þyrfti að vega og meta hagsmuni jafn- réttis annars vegar og markaðar hins vegar er ég ekkert í vafa um hvort ég vel,“ segir Valgerður. „Það er samfélaginu til bóta að þar ríki jafnrétti og fólk fái störf sín metin að verðleikum, hvort sem það eru karlar eða konur.“ andres@24stundir.is Samtök atvinnulífsins telja jákvæðar breytingar eiga sér stað á vinnumarkaðnum Jafnrétti meira meðal yngra fólks Ungar konur Í sókn á vinnumarkaði. THM Iceland ehf - Toyota vörulausnir Vesturvör 30B 200 Kópavogur S: 563 4500 tmh@tmh.is tmh.is LIPUR Toyota Traigo er einstakur rafmagnslyftari sem hannaður hefur verið til að athafna sig við mjög þröngar aðstæður. Þetta er smár, lipur og öflugur þriggja hjóla lyftari sem fæst í þremur útfærslum með lyftigetu upp að 1500 kílóum. Toyota Traigo er raunhæfur kostur sem hjálpar þér að fullnýta lagerrými þitt. Hafðu samband við okkur og við munum með ánægju veita þér nánari upplýsingar um Toyota Traigo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.