24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 18

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 18
Sumir koma hingað ár eftir ár því skreytingarnar eru aldrei eins. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Það er líkt því að stíga inn í æv- intýraheim þegar komið er í jóla- verslun Hjördísar Gissurardóttur að Vallá á Kjalarnesi, svo glæsileg er hún. Enda segist Hjördís aðal- lega vera með fallegt og handgert jólaskraut. „Þetta eru jólavörur sem eru aðallega frá Belgíu, Þýska- landi, Ítalíu, Frakklandi og Sviss. Ég er með mjög lítið af hverju en mikið úrval af því mér leiðist ákaf- lega að sjá alltaf það sama þar sem ég kem í kringum jólin. Ég er ekki með lager heldur er lagerinn allur frammi í verslun. Það sem er í körfunum er það sem er til og þegar það er búið má fólk taka af trjánum.“ Jólaskreytingar auka jákvæðni Það eru hátt í fjórar vikur síðan Hjördís opnaði Engla og fólk að þessu sinni en þetta er í fjórða sinn sem hún er með jólaverslun heima hjá sér. „Fólk er ofboðslega hrifið þegar það kemur hingað enda má segja að þetta sé annar heimur. Fólk hefur gaman af að sjá jólin í sinni fallegustu mynd og kemst í jólastuð. Sumir koma hingað ár eftir ár því skreyting- arnar eru aldrei eins og ég breyti alltaf um uppstillingu í salnum,“ segir Hjördís og bætir við að vit- anlega sé mikil vinna á bak við verslunina. „Það er alltaf mikil vinna á bak við allt sem er fallegt. Ég hef gaman af að fegra og skreyta allt í kringum mig. Ég held að slíkt skapi meiri jákvæðni. Það segir sig sjálft að fólk skreytir ekki eða fegrar í kringum sig ef það er í vondu skapi þannig að ég telst ábyggilega vera mjög jákvæð manneskja. Það er geysileg vinna að koma þessu fyrir og maður nýtur þess eftir á. Svo þegar þetta er allt saman komið þá er maður eins og tendruð ljósapera, maður er svo ánægður og glaður.“ Jólaljósin njóta sín Englar og fólk er opin frá 18-22 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum en Hjördís segir að þá njóti jóla- ljósin sín best. „Það er svo mikil birta í sölunum á daginn að jóla- ljósin njóta sín ekki. Svo eru nátt- úrlega 90 prósent húsmæðra og -feðra að vinna allan daginn en fólk hefur þá kannski tíma til að sleppa sjónvarpinu og skella sér hingað með fjölskylduna til að sjá fallega jólastemningu. Utan hefð- bundins opnunartíma tek ég bók- aða hópa,“ segir Hjördís sem seg- ist ekki vita hve lengi hún reki Engla og fólk, hún taki ákvörðun um það frá jólum til jóla. „Ég er búin að vera í rekstri síðan ég var unglingur eða síðastliðin 40 ár og ég er náttúrlega farin að eldast. Ég reikna það út að ef ég er að nálgast sextugt núna þá eigi ég bara fjöru- tíu ár eftir og ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera við þessi fjörutíu ár. Mér finnst líka tilheyra lífinu svolítið að sitja ekki alltaf fastur á sama stólnum, mað- ur þarf alltaf að hafa útgönguleið og vera að skapa eitthvað og sjá eitthvað nýtt. Þetta er gaman og ég myndi aldrei vilja hætta í neinu fyrr en mér færi að finnast það leiðinlegt.“ Hjördís Gissurardóttir rekur jólaverslun sem kemur fólki í jólaskap Jólahátíðin í sinni fallegustu mynd ➤ Hjördís Gissurardóttir er gull-smiður að mennt. ➤ Hjördís opnaði fyrstu Benet-ton-verslunina sem opnuð var á Íslandi. ➤ Fyrir nokkrum árum fékkHjördís ítalska málara til að mála freskumyndir á loft og veggi en verslunin er einmitt rekin í þeim sölum. KONANJólaverslun Hjördísar Gissurardóttur á Kjal- arnesi, Englar og fólk, er líkt og ævintýraheimur enda segir hún að slík fegurð og skreytingar auki jákvæðni. Hjördís hefur rekið Engla og fólk í fjögur ár á heimili sínu. Englar og fólk Verslunin er opin frá 18-22 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Ævintýraheimur Fólk hefur gaman af að sjá jól- in í sinni fallegustu mynd. 24stundir/Brynjar Gauti Hjördís Gissurardóttir: Það er alltaf mikil vinna á bak við allt sem er fallegt. Ég hef gaman af að fegra og skreyta allt í kringum mig. Ég held að slíkt skapi meiri jákvæðni 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er kjörin jólagjöf fyrir fjölskylduna eða fyrirtækið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.