24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 28

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@24stundir.is Stöðug aðventudagskrá verður fram að jólum í Mývatnssveit. Næstu vikurnar verður hægt að fara á jólamarkað í versluninni Seli, hitta jólasveina á hverjum degi frá 1. desember í Dimmu- borgum, læra að búa til laufabrauð og fara á spilakvöld og tónleika svo eitthvað sé nefnt. Jóna Matthíasdóttir, verkefn- isstjóri Snow Magic, segir að fólk ferðist oft langa leið til að koma á hátíðina. ,,Mætingin hefur verið mjög góð öll þrjú árin sem hátíðin hefur ver- ið haldin. Á hátíðinni er fólk frá Norður- og Austurlandi í meiri- hluta en við höfum líka fengið gesti úr Reykjavík og erlendis frá. Ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á sérstök gistitilboð fyrir fjölskyld- una þannig að það er hægt að koma hvenær sem er á aðventunni og njóta þess að vera saman. Andi jólanna er hjá okkur í Mývatns- sveit. Það er ekki hægt að segja annað.“ Sögur og ævintýri Aðventuhátíðin í Mývatnssveit er ein af afurðum Snow Magic- þróunarverkefnisins. Þátttakendur verkefnisins koma frá þremur löndum; Íslandi, Svíþjóð og Finn- landi. Verkefnishugmyndin var mótuð í umsókn um fjárhags- stuðning í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP). Er þeirri áætlun ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum meðal svæða á norðlægum slóðum í Evrópu. Í íslenska hluta verkefnisins fer Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga með verkefnisstjórn í samvinnu við Mývatnssveit. Jóna segir að áherslur verkefnisins á Íslandi liggja meðal annars í því að hjálpa atvinnulífinu á svæðinu, efla ferða- þjónustu að vetrarlagi og leita leiða til þess að nýta vetrartímann á áhugaverðan hátt. ,,Veðurfarsaðstæður á Íslandi eru auðvitað mjög breytilegar þannig að við höfum til dæmis ekki alltaf getað unnið með snjó og ís eins og félagar okkar úti gera. Því höfum við verið meira að vinna með sögur og ævintýri.“ Arctic Images / RagnarTh Aðventudagskrá Mývatnssveitar í ár Töfraland jólanna í Mývatnssveit ➤ Íbúar eru um 470 talsins, þaraf búa rúmlega 200 í þéttbýl- inu Reykjahlíð. ➤ Dimmuborgir eru skammt fráHverfjalli. Þær eru sundur- tættar hraunborgir með kjarri og gróðri. MÝVATNSSVEITAðventudagskrá Mý- vatnssveitar hófst síðast- liðinn laugardag með heimboði jólasveinanna í Dimmuborgir og kaffi- samsæti í Skjólbrekku. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin en hún er einn liður í þróun- arverkefninu Snow Ma- gic. Hægt verður að heimsækja jólasveinana í Dimmuborgir á hverjum degi frá 1. desember. Falleg þroskaleikföng, tilvalin í jólapakkann Full búð af glæsilegum jólafatnaði frá Emile et Rose Blue Lagoon gjafakort Bláa lónið Húðvörur Spa meðferðir Veitingar Gisting Upplýsingar í síma 420-8832 eða á bluelagoon@bluelagoon.is Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.