24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 39

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 39
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Hin árlega jólasýning Árbæjar- safnsins fer fram dagana 2. og 9. desember þar sem gestir og gang- andi fá að kynnast því hvernig jól- in voru undirbúin og haldin hátíð- leg í gamla daga. Meðal annars verður boðið upp á guðsþjónustu í safnkirkjunni klukkan 14 og jóla- trésskemmtun á torginu klukkan 15, og að sjálfsögðu verða hrekkj- óttir, alíslenskir jólasveinar á vappi um svæðið. Í Árbænum ætla full- orðnir og börn að sitja með vasa- hnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti verður spunn- ið, prjónað og jólatré skreytt. Í Lækjargötu fá börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jóla- poka og sitthvað fleira. Jólahald heldra fólks við upphaf síðustu aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í Landakoti verður sögustund fyrir börn og hefst lesturinn klukkan 14. Boðið verður upp á nýsoðið ket í Hábæ og í hesthúsinu frá Garða- stræti er sýnt hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla daga. Að sögn Guðbrands Benedikts- sonar, deildarstjóra miðlunar í Ár- bæjarsafni, fá gestir að taka þátt í öllu jólastússinu á sýningunni nema kertagerðinni. „Það væri of áhættusamt enda ekki þægilegt að fá á sig brennheita tólgina. En að öðru leyti er fólki frjálst að föndra og smakka hangikjöt og laufabrauð og mæta í guðsþjónustuna og jóla- trésskemmtunina,“ segir hann. Á virkum dögum fá grunnskóla- nemendur fræðslu og leiðsögn um jólahald í gamla daga en hápunktar mánaðarins verða þessa tvo daga þegar sýningin er opin almenningi. Guðbrandur segir að miðað við fyrri ár megi búast við fjölmörgum gestum á sýninguna nú í ár. „Það fer náttúrlega mjög eftir veðri, en í fyrra var til dæmis mjög gott veður báða dagana og fjölmargir gestir,“ segir hann. Þá má þess geta að Dillonshús býður upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti báða dagana. Hin árlega jólasýning Árbæjarsafnsins Eins og í gamla daga Mynd/Árbæjarsafn Svona var það Laufabrauðsgerð er og hefur lengi verið hluti af aðventunni. Í desemberbyrjun geta Ís- lendingar fengið að kynnast því í Árbæjar- safninu hvernig jólin voru undirbúin og haldin hátíðleg í gamla daga. Þar verður jólatrés- skemmtun, jólaföndur, hrekkjóttir jólasveinar, guðsþjónusta og ýmiss konar föndur á fyrsta og annan í aðventu. MEISTARAR Í TERTUM          prooptik tilboð sem gleðja þig Þú velur vandaða umgjörð, fjöldi tegunda í boði, við mælum sjónina ef þarf og svo útbúum við vönduð lestrargleraugu með glampavörn til að tryggja að þú njótir jólabókanna. Þriggja mánaða skammtur af Dailies-daglinsum á mögnuðu tilboði. Algengt verð hjá samkeppnisaðilum er um 15.000,- krónur. Gegn framvísun endurgreiðsluforms frá augnlækni útbúum við gleraugu sem kosta ekki meira en endurgreiðslan hljómar upp á og því verður hlutur þinn 0,- krónur. 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.