24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 56

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Dóttir þeirra hjóna, Brooke, hefur undanfarið verið að reyna fyrir sér í tónlistariðnaðinum og hefur mark- aðssetning tónlistar hennar gert mikið út á kynþokka og það hefur ekki verið fjölskylduföðurnum að skapi. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Ég er eiginlega furðu lostinn. Þú komst mér algjörlega í opna skjöldu,“ var það eina sem fyrrum glímugoðið Terry Bollea, betur þekktur sem Hulk Hogan, hafði að segja við blaðamann St. Petersburg Times þegar hann var inntur eftir ummælum um þá staðreynd að eiginkona hans, Linda Bollea, hefði sótt um skilnað eftir 24 ára hjóna- band. Þar með hafa þau Hulk og Linda bæst í hóp þeirra stjarna sem hafa skilið í kjölfar raunveru- leikaþáttaraðar en þáttaröðin Hog- an Knows Best, þar sem fjölskylda þeirra er í aðalhlutverki, hefur ver- ið á dagskrá frá árinu 2005 og hafa þættirnir meðal annars verið sýnd- ir hér á landi. Ráðgjöf í sjónvarpsþætti Raunveruleikaþættirnir hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs enda er Hogan-fjölskyldan síður en svo hefðbundin. Áhorfendur þáttanna hafa í gegnum tíðina tek- ið vel eftir því að það hrikti í stoð- um hjónabandsins en á meðal efn- is sem kom reglulega fyrir í þáttunum voru reglubundnar heimsóknir hjónanna í hjóna- bandsráðgjöf þar sem þau reyndu að bjarga hjónabandi sínu. Sam- kvæmt þessum fregnum um skiln- aðarumsókn Lindu hefur sú ráð- gjöf verið lítið annað en peningasóun. Börnin orsök skilnaðar Í skilnaðarumsókn Lindu Bollea kemur lítið fram um orsök skiln- aðarins en vestanhafs telja menn líklegt að ágreiningur hjónanna um hvernig skuli ala upp börnin sé meginorsökin. Dóttir þeirra hjóna, Brooke, hefur undanfarið verið að reyna fyrir sér í tónlistariðnaðinum og hefur markaðssetning tónlistar hennar gert mikið út á kynþokka og það hefur ekki verið fjölskyldu- föðurnum að skapi. Einnig hefur ofsaakstur sonar þeirra, Nicks, dregið dilk á eftir sér en fyrr á árinu lenti hann í árekstri eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Sá árekstur olli farþega hans varanlegum heilaskaða ásamt því sem hann var í dái um mán- aðarbil. Hulk Hogan hafði ekki hugmynd um skilnaðinn Forviða og fráskilin fyrrum glímuhetja ➤ Var uppgötvaður í lyftingasalí Flórída árið 1976 og barðist í fyrsta sinn ári síðar. ➤ Áður en hann sló í gegn íglímunni þótti Hogan vera hæfileikaríkur bassaleikari. HULK HOGAN Fyrrum glímukappinn Hulk Hogan hafði ekki hugmynd um að eig- inkona hans hefði sótt um skilnað og það var ekki fyrr en fjölmiðlar fóru að leita eftir ummæl- um frá kappanum sem hann fékk hinar sorglegu fréttir. Hogan-fjölskyldan Það verður að teljast ólíklegt að raunveruleikaþætt- irnir Hogan Knows Best sjáist á ný. Ein af þeim myndum sem vekja hvað mestan spenning hjá aðdáendum teiknimyndasagna er Wolverine-myndin sem er um þessar mundir í bígerð. Sem fyrr mun Hugh Jackman fara með aðalhlutverkið en nú greinir vefsíðan IESB.net frá því að leikkonan Maggie Q komi til með að leika kærustu hans í myndinni. Kærastan mun heita hinu mjög svo algenga nafni Silver Fox og örlög hennar verða samtvinnuð örlögum Wolverine. Maggie Q ætti að vera kvikmyndagestum að góðu kunn því hún lék síðast í Die Hard 4.0. vij Ástfangin hasarhetja Alþjóðlega hljómsveitakeppnin „Global Battle of the Bands“ er svo vinsæl meðal íslenskra hljómsveita að bæta varð við undanúrslita- kvöldi. Keppnin er á Gauki á Stöng, en fyrra kvöldið er í kvöld, 27. nóv- ember og það síðara fimmtudaginn 29. nóvember. Næsta föstudag ráð- ast svo úrslitin og sigursveitin verður fulltrúi Íslands í London 4.-6. desember. Sigurvegarinn þar fær í verðlaun 6 milljón krónur ásamt tónleikaferð um heiminn. Hljómsveitirnar Cliff Clavin, Sky Reports, O.D. Avenue, Magnyl, Kao- soak og Thinktak keppa í kvöld og Endless Dark, Ask the Slave, My Cryptic Project, Narfur, Tab 22 og Storyteller á fimmtudag. Öll kvöldin hefjast klukkan 20 og kostar 500 krónur inn. re Aukakvöld í undanúrslitum Sky Reports Er meðal þeirra hljómsveita sem keppa. RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 R ekstra Góðar hugmyndir Hagkvæmarvistvænar mannvænarheildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.