24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 34

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heidabjork@24stundir.is Frá og með fyrstu helginni í des- ember gefst fólki kostur á að höggva sín eigin jólatré. Fjöldi skógræktarfélaga um allt land mun bjóða fólki upp á þessa þjónustu í ár. ,,Það var byrjað að bjóða upp á þetta fyrir nokkrum árum og verð- ur sífellt vinsælla hjá fjölskyldum,“ segir Jón Geir Pétursson, skóg- fræðingur hjá Skógræktarfélagi Ís- lands. ,,Það er að verða partur af jólastemningunni hjá mörgum fjölskyldum að fara saman út í skóg og ná sér í jólatré. Má segja að þetta sé svona frávik frá þessu hefðbundna jólastressi.“ Jón segir að í samráði við skóg- ræktarfélögin geti fólk náð sér í all- ar helstu íslensku jólatrjátegund- irnar; rauðgreni, sitkagreni, blágreni, rauðgreni og fjallaþin. Grenitegundirnar geta misst gren- ið ef þær ná að þorna og því mik- ilvægt að vökva þær vel. Stafafuran missir hins vegar ekki barrið þótt það komi fyrir að hún þorni. Vatn, vatn, vatn Til að jólatré haldist ferskt yfir jólin er bæði nauðsynlegt að huga vel að geymslu þess, áður en það er sett upp, og vökvun. Þegar komið er heim með tré þarf að setja það beint á kaldan stað og láta það standa þar fram að jólum. Gott er til dæmis að setja það út á svalir, í kaldan bílskúr eða geymslu. Mikilvægt er að það standi í vatni yfir þennan geymslu- tíma. Jón segir að áður en tréð er sett upp sé nauðsynlegt að saga um fimm sentimetra sneið af stofn- inum. Ágætt er að setja heitt vatn í fótinn sem heldur trénu í fyrsta skiptið því þá opnast betur æðar trésins og örvar það til vatns- upptöku. Mikilvægt er að það sé alltaf vatn á jólatrésfætinum. Fjölskyldur á aðventunni Höggva saman sitt eigið jólatré ➤ Rauðgreni. Er hið klassískajólatré í huga flestra. ➤ Sitkagreni. Algengt til notk-unar sem stórt úti- og torgtré. ➤ Blágreni. Heldur barrinu bet-ur en bæði sitka- og rauð- greni. ➤ Stafafura. Algengt að það séukönglar á henni. ➤ Fjallaþinur. Barrið er mjúktviðkomu. ALGENGUSTU TRÉNÁ hverju ári fjölgar í hópi þeirra sem fara út í skóg á aðventunni og höggva sjálfir sitt eigið jólatré. Hvort sem fólk heggur sjálft sitt tré eða kaupir það er nauðsynlegt að huga vel bæði að geymslu þess og vökvun til að það haldist ferskt yfir hátíðarnar. Eigið jólatré Frá og með fyrstu helginni í desem- ber gefst fólki kostur á að höggva sitt eigið jólatré. Fyrir utan að vera hátíð ljóss og friðar má segja að jólin séu hátíð samverustunda … og sykurs. Hér eru tvær ljúffengar uppskriftir að bitakökum úr marens. Lakkrískökubitar 3 eggjahvítur 200 g ljós púðursykur 1 lítill poki af Nóa-lakkrískurli 150 g saxað suðusúkkulaði Þeytið eggjahvíturnar og púð- ursykurinn vel saman. Setjið súkkulaði og lakkrískurl ofan í þeyttu eggjahvíturnar og blandið varlega saman við með sleif. Búið til litlar klessur úr marensinum með tveimur teskeiðum og setjið á bökunarpappír. Setjið inn í 150°C heitan ofn og bakið í um 20 mín- útur, eða þangað til þær eru orðnar ljósbrúnar og komnar smásprung- ur í þær. Kroppmyntutoppar 3 eggjahvítur 150 g flórsykur 100 g Nóa-kropp 2 stk. Pipp-súkkulaði Þeytið eggjahvíturnar og setjið flórsykurinn hægt út í. Merjið Nóakroppið og brytjið súkkulaðið. Setjið út í eggjablönduna og hrær- ið varlega saman með sleif. Búið til litla toppa úr marensinum með skeið og setjið á bökunarplötu. Bakið við 150°C í 50 mínútur. Ljúffengir munnbitar Bitakökur sem bráðna í munni Ljúffengar bitakökur úr marens lýsa allt að 30 daga samfleytt. sími 530 1700 / www.rp.is Á leiði í garðinn SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · WWW.RAFVER.IS gel-arnar ...enginn reykháfur Einnig til fyrir rafmagn! Viður eða gler Ýmsir litir í boði Auðveld uppsetning Hægt að staðsetja nánast hvar sem er Lyktarlaus bruni Ljósakróna kr. 9.995,- Veggljós kr. 6.995,- GLÓEY Glóey ehf. Ármúla 19, sími 568-1620 og www.gloey.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.