24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 59

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 59
NA UR                        ! "   # "$$%&"'  (      ") * + "      " ,## -- . /  0    24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 59 MYND Bæjarhraun 26, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljosmynd.is Pantið jólamyndatökurnar tímanlega Jólamyndatökur Draupningsgata 7,m 603 Akureyri S: 462 - 6600 polyak@simnet.is Ný vefsíða www.stjornuspeki.is Frí dagleg stjörnuspá. Hvernig eigum við saman? Fræga fólkið. Assassins Creed segir sögu tveggja manna, Desmond Miles sem er notaður við vísindarann- sóknir árið 2012, og síðan laun- morðingjans Altair sem er óstöðv- andi drápsvél á tíma þriðju krossferðarinnar árið 1191. Leikmenn stjórna báðum þess- um persónum en megnið af leikn- um gerist árið 1191 þar sem Altair þarf að flakka á milli þriggja borga; Jerúsalem, Acre og Damaskus til að taka af lífi menn sem eiga við fyrstu sýn lítið annað sameiginlegt en að vera illmenni og drullusokk- ar. Eftir því sem líður á leikinn fer Altair að gruna að ekki sé allt sem sýnist og þá fara hlutirnir að verða virkilega áhugaverðir. Ótalipur náungi Altair er einstaklega hæfi- leikaríkur piltur. Ásamt því að vera stórhættulegur launmorðingi er hann einnig mikill klifurköttur sem sést vel þegar menn þurfa að klifra upp í háa turna til að fá betra útsýni yfir borgirnar þrjár til að geta fundið verkefni eða fórn- arlömb. Altair getur hlaupið upp veggi, stokkið á milli húsþaka á auðveldan máta og eru hreyfingar hans í stíl við hina göfugu list parkour sem stunduð er nú til dags og má sjá í myndum á borð við Yamakasi og í upphafsatriði nýj- ustu Bond-myndarinnar, Casino Royale. Það er auðvelt að sjá hvar Altair getur klifrað og það er enn auðveldara að láta hann klifra, þökk sé hnitmiðuðu stjórnkerfi. Þessum hluta leiksins fylgir einstök frelsistilfinning sem undirrituðum finnst ómótstæðileg og án nokkurs vafa besti partur leiksins. Of auðveldir bardagar Bardagakerfi leiksins er einnig nokkuð hnitmiðað og eru menn fljótir að ná tökum á því og fyrr en varir eru menn farnir að berjast við heilu herdeildirnar án nokkurs vanda. Eftir því sem Altair leysir fleiri verkefni af hendi þá bætist við vopnabúrið hans en með tím- anum verða bardagarnir einum of léttir sem dregur aðeins úr skemmtanagildi leiksins. Gaddfreðinn leikur Assassins Creed er einstaklega svalur tölvuleikur og það er líklega þess vegna sem hann frýs oftar en 15 ára gömul PC-tölva. Þann vanda eru framleiðendur leiksins nú að reyna að leysa en svona vandamál á að leysa áður en leik- urinn er settur á markaðinn. Því ætti Ubisoft Montreal að skamm- ast sín. En burtséð frá því er leik- urinn hreint út sagt einstakur og er óhætt að fullyrða að leikurinn eigi engan sinn líka. Heillandi sögu- þráður, gott stjórnkerfi og frábærir fídusar í leiknum skapa heild- armynd sem jafnast á við hinn heilaga gral. Halelúja! Tölvuleikurinn Assassins Creed Einstök upplifun á tímum krossferða Hvítklæddur maður vafr- ar um götur Jerúsalem í leit að fórnarlambi sínu. Hann drepur hratt og hverfur á braut enn hrað- ar. Hann heitir Altair og hann er hetjan í tölvu- leiknum Assassins Creed. Ekki lofthræddur Altair nýtir sér háa turna borganna þriggja til að njósna um fórnarlömb sín. ASSASINS CREED PS3 18+ Viggó Ingimar Jónasson viggo@24stundir.is 91%= SPILUN: 96% ENDING: 87% GRAFÍK: 93% HLJÓÐ: 89% Borgarhús ehf. Minni-Borg, Grímsnesi www.borgarhus.is Stílhrein og vönduð frístundahús sniðin að óskum viðskiptavina Tökum einnig að okkur alla almenna smíða- og viðhaldsvinnu  486 4411 - teitur@borgarhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.