24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 43

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 43
Láttu okkur hlýja þér í vetur Mikið ú rval af p rjónavö rum okk ar til sö lu í HANDP RJÓNA SAMBA NDINU SKÓLAV ÖRÐUST ÍG 19 Opið vir ka daga 9–18, u m helga r 9–16 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 43 Matjurtir er fjórða bókin í ritröðinni Við rækt- um, sem Sumarhúsið og garðurinn ehf. gefur út. Í bókinni er fjallað um matjurtir sem ræktaðar eru utanhúss hér á landi. Farið er yfir þær græn- metistegundir sem lengi hefur verið hefð fyrir að rækta til matar á Íslandi, svo sem kartöflur, rab- arbara og appelsínur norðursins, gulrófur. Þá er að auki fjallað um lítt reyndar matjurtir sem spennandi er að spreyta sig á svo sem fjólubláar gulrætur, fenníku, ertur og maís. Í bók- inni er jafnframt fjöldi uppskrifta, bæði af alþjóð- legum og hversdagslegum toga og þar má til að mynda finna uppskrift að úkraínskri rauðrófu- súpu, heimalöguðu rauðkáli og steiktu hnúðkáli. Heimalagað rauðkál 1 kg rauðkálshöfuð 50-75 g smjör 1 tsk. salt 3 negulnaglar 4 piparkorn 1/2 tsk. pipar 1 msk. rauðvínsedik 2 msk. rifsberjahlaup 1 dl hindberjasafi 1 epli 1/2 l vatn Skerið rauðkál og epli smátt og steikið upp úr smjörinu í stórum potti í nokkrar mínútur við með- alhita. Kryddið með pipar og bætið ediki, rifs- berjahlaupi, vatni og saft út í og hrærið. Setjið neg- ulnagla og piparkorn í grisju þannig að auðvelt verði að fjarlægja að suðu lokinni. Látið allt krauma undir loki í um 45 mínútur, eða þar til kálið er orðið mjúkt. Hrærið í öðru hverju. Bætið örlitlu vatni út í ef þarf. Uppskrift þessi er dönsk og passar einstaklega vel með hátíðarmatnum og þá sér í lagi góðri purusteik. Rauðkálið á jólaborðið úr haustuppskerunni Heimalagað rauðkál Squawkers heitir hann og hermir kostulega eftir þeim er hafa eitt- hvað við hann að segja. Páfagauk- urinn hefur vakið gríðarmikla lukku og vinsældirnar breiðast út um allan heim. Ef foreldrar þola hlátursköst barnanna og skrækan fuglinn alla jólahátíðina þá er verðið hjá Toys ’R’ Us á Íslandi 9.799 krónur en páfagaukurinn fékkst á 7.399 á tilboði í síðustu viku. Hjá Just 4 Kids eru gríðarvinsæl sýndardýrin Webkins. Mjúk dýr eins og kettir, hundar, ljón og tígrisdýr öðlast litríkt líf á netinu og börnin þurfa að hugsa um þarfir þeirra til að þau dafni. Dýrin kosta 1.595 krónur. Gaukar og sýndarbangsar VINSÆLAR JÓLAGJAFIR Þegar velja skal gjöf handa tengdamömmu er gott að hafa í huga töfraorðið kasmírull við kaupin. Kasmírullarsokkar, vett- lingar, treflar, peysa, sjal, teppi. Eiginlega er alveg sama hvað þú kaupir ef kasmírull er uppi- staðan. Ef þú bætir dökku súkku- laði í pakkann og fallega inn- rammaðri mynd af börnunum þá ertu örugglega kominn hálfleið- ina í þökk tengdamóður. Eiginkonur og kærustur taka líka nokkur aukaslög í hjartastað fái þær óvæntan aukapakka að morgni jóladags með tveimur pörum af drifhvítum, hlýjum kasmírullarsokkum í. Eitt parið handa henni sjálfri og hitt ætlað elskandi eiginmanni. Sokkar til að kúra í saman á köldum dög- um. Töfraorðið kasmírull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.