24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 64
24stundir RitstjórnSími: 510 3700ritstjorn@24stundir.isAuglýsingarSími: 510 3700auglysingar@24stundir.is
Þrjár íslenskar torrent-síður hafa sprottið
upp á síðustu dögum, en dci.is var lokað í
gær. Þar var boðið upp á svipaða þjónustu og
á torrent.is sem var lokað í síðustu viku.
Fleiri torrent-síður
«62
MEÐELLÝ
Spurði Lóu Aldísardótturfréttamann út í fyrstu bókina
hennar, Sautjándann, sem Salka
gefur út. „Það er svona spennu-
ívaf í henni en enginn drepinn.
Það tók mig fjögur til fimm ár að
skrifa hana. Ég vann töluvert í
henni í færðingarorlofinu. Í stað
þess að hvíla mig á daginn þegar
drengurinn var sofnaður fór ég í
tölvuna. Já, bókin er hreinn skáld-
skapur. Fjórar vinkonur eru aðal-
persónur og þær eru samsettar úr
stórum hópi kvenna sem ég hef
kynnst í gegnum tíðina.“
Ég er að spila á tónleikum áDomo í kvöld klukkan níu með
Hrund Ósk Árnadóttur og fleir-
um,“ segir Pálmi Gunnarsson
þegar ég spyr hvað sé að frétta.
„Hrund er að svífa upp á stjörnu-
himininn. Hún vann Söngkeppni
framhaldsskólanna og var þá í MR
en þá heyrði ég strax að þar var
gríðarlegur barki á ferðinni. Þetta
er ein magnaðasta rödd sem hef-
ur komið fram lengi. Með Hrund
eru ég, Gulli Briem, Agnar Már
Magnússon og Kristján Edel-
stein. Þetta verður æðislega
gaman. Blús, djass og mjög per-
sónulegir tónleikar mundi ég ætla.
Það er verið að hlúa að gríðarlega
flottum söngvara.“
Don Bornstein, hugbún-
aðarverkfræðingurinn
hjá Google sem nefnd-
ihugbúnað í höfuðið á
Dalvík, hefur aldrei
komið til Íslands. Finn-
ur Breki Þórarinsson,
starfsmaður Google,
segir Dan hafa lesið sér
til um Dalvík, líkað vel
og þess vegna nefnt hug-
búnaðinn eft-
ir bænum.
Dan kom aldrei
«62
Með hornspangagleraugu upplifa bíógestir
myndina Bjólfskviðu. Þeir sjá spjótin fljúga
um bíósalinn. Kvikmyndagagnrýnandi 24
stunda gefur myndinni 3 1/2 stjörnu.
Starfræn snilld
«57
Lestu meira á mbl.is/svidsljos
Flott myndin af þér á nýju plöt-unni. Þú ert eins og álfadís,
segi ég við Birgittu Haukdal sem
gaf nýverið út diskinn Ein. „Ég var
með mynd í huganum um það
hvernig ég vildi hafa tilfinninguna
á plötuumslaginu. Langaði að
hafa svona pínu ævintýraálfa-
mynd. Mér fannst það bara passa
svo vel við lögin og stemninguna
á plötunni. Ég hafði svo frábært
fólk sem náði að gera umslagið.
Gassi ljósmyndari átti stóran þátt í
að gera umslagið svona flott svo
var Hjörtur hjá Kapital sem setti
punktinn yfir i-ið með hönnunina
og letrið. Það stendur svolítið utan
á plötunni skrifað með Lord of the
Rings-letri sem enginn skilur
nema bara ég og Hjörtur.“
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-15
Heilsurúm á jólatilboði
Stuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar
Hágæða sængur og heilsukoddar. Úrval af sængurfatnaði
og rúmteppum. Gjafavara í miklu úrvali frá þekktum
vörumerkjum. Handklæði, sloppar, baðmottur og baðvara.
Violino leðursófar
á jólatilboði
15% afsláttur Af sængum og heilsukoddum
15% afsláttur Af baðmottum og baðvörum
Úrval af
gjafavöru
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við