24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 38

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 38
Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Fólk stelur einna helst gjafa- tengdum vörum fyrir jólin,“ segir Trausti Harðarson, forstjóri Sec- uritas, „þannig að það er eflaust svo að einhverjir eru að stela jólagjöfunum. Fólk stelur til dæmis lúxusvörum og smádóti í bland en ég veit ekki hvernig það er með jólamatinn. Svo er það misjafnt eftir kyni hverju er stol- ið. Strákarnir hnupla geisla- diskum og smátækjum en stelp- urnar stela frekar snyrtivörum, svo eitthvað sé nefnt.“ Ákveðið hegðunarmynstur Að sögn Trausta verður ekki hlutfallsleg aukning á búðahnupli í kringum jólin. „Við höfum ekki orðið varir við að það sé neitt sérstaklega mikið í loftinu núna og reynsla okkar af jólatíðinni er sú að hlutfall búðahnupls er það sama, miðað við aukna verslun og aukið streymi fólks í verslanir. Annars er allur gangur á því hvaða hópar stela. Við höfum ekki flokkað fólk, þetta er bland- að og það hefur verið fólk á öll- um aldri.“ Ákveðið hegðunarmynstur við búðarhnuplið kemur oftast upp um fólk. „Þegar fólk fer að verða laumupúkalegt, læðist með horn- um og fer að snúast furðulega mikið í kringum ákveðna hluti, þá áttum við okkur oftast á því að ekki er allt með felldu. Það eru þessir þættir ásamt fleirum sem geta komið upp um menn.“ Aukin gæsla nauðsynleg „Við aukum öryggisgæsluna töluvert fyrir jólin,“ segir Trausti. „Í Kringlunni óska verslanir eftir meiri gæslu, þannig að það eru menn við innganga í flestum stærri verslunum og svo eru fleiri á ferðinni inni í Kringlunni sjálfri og einnig inni í versl- ununum. Í kringum jólatíðina gerum við líka gæsluna sýnilegri með því að fjölga öryggisvörðum, þeir eru meira á ferðinni og fólk áttar sig á því. Það er auðvitað mikil aukning í verslun á þessum tíma og mun fleiri sækja verslunarmiðstöðvar heim. Svo er líka fylgst með í gegnum myndavélakerfi hússins. Gæslan er alltaf gríðarlega mikil og góð en við viljum heldur ekki vera þrúgandi, fólk á ekki að upplifa of mikla öryggisgæslu nema á reyni, hún á ekki að trufla það við verslunina. Við erum nú þegar farnir að auka gæsluna, jólaverslunin er byrjuð og upp koma fleiri mál af því að það er mun fleira fólk á ferðinni. Annars er sveiflukennt hversu mörg þjófnaðarmál koma upp á hverju tímabili, það sveifl- ast ár frá ári.“ 24 stundir/Eggert Fólk á öllum aldri gerist fingralangt um jólin Ekki hlutfallsleg aukning á búðahnupli um jólin ➤ Úr íslenskum verslunum erstolið varningi fyrir um tvo og hálfan milljarð króna á hverju ári. ➤ Kostnaðurinn sem þessufylgir nemur rúmum þremur milljörðum króna. ➤ Búðahnupl fer minnkandi ámilli ára og minnkar það meira hér á landi en annars staðar. BÚÐAHNUPLAukin öryggisgæsla er greinileg í verslunum um jólin enda leggur fjöldi fólks leið sína í verslanir og verslunarmiðstöðvar og fleiri þjófnaðarmál koma upp. Sýnileiki og forvarnir draga úr hnupli. Búðahnupl Hlutfallsleg aukning þjófnaðar úr verslunum á sér ekki stað í kringum jólin þó að fleiri mál komi upp. Ástæðan er aukið streymi fólks í verslanir á þessum tíma. 38 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Það getur verið vandi að finna litla gjöf í jólasokkinn sem gleður á aðfangadagsmorgun. Þá getur ver- ið góð hugmynd að gefa gott krem sem nærir og styrkir húðina og fel- ur í sér svolítið dekur í leiðinni. Augnkremið Secret De Vie Yeux frá Lancôme gefur húðinni í kringum augun nýtt líf. Kremið dregur úr þrota og baugum, nærir og mýkir og er því kærkomið eftir streituna sem oft einkennir jólamánuðinn. Kremið inniheldur sex undraefni sem gera hina viðkvæmu húð í kringum augun ekki aðeins fallega og endurnærða heldur örvar það einnig endurnýjun húðarinnar. Laumað í jólasokkinn Dásamlegt augnkrem 3 egg 1 kaffijógúrt 220 g smjörlíki, brætt 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. lyftiduft 2 ½ bolli hveiti 150 g súkkulaðispænir Þeytið egg og sykur saman. Setjið síðan smjörlíki, jógúrt og vanilludropana út í. Hrærið þurr- efnunum varlega saman við. Bak- ið í 30 mínútur við 170°C með blæstri. Ljúffengar fyrir yngstu kynslóðina Súkkulaðimúffur 4 meðalstórar kartöflur 4 harðsoðin egg 1 lítill laukur, fínt saxaður 4-6 msk majónes ½ tsk. karrí ½ tsk. salt ½ tsk. paprikuduft ½ tsk. aromat-krydd 1 msk. sweet relish Blandið saman majónesi, kryddi, lauk og sweet relish. Setj- ið síðan kartöflur út í og kælið. Alvöru kartöflusalat á hvert borð Stökkt og gott 1 franskbrauð 1 soðin kartafla 2 bollar kjúklingasoð 1 laukur 3 stilkar sellerí 100 g sveppir 2 tsk. kjúklingakrydd malaður svartur pipar Steikið lauk, sellerí og sveppi saman á pönnu. Fjarlægið skorp- una af brauðinu og skerið það í teninga. Setjið brauðið út í hjá grænmetinu og þegar allt er farið að hnoðast saman bætið þá kjúk- lingasoði smám saman út í og kryddið. Ómissandi á jólunum Einföld kalkúnafylling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.