24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 15
Bók Guðna Ágústssonar ogSigmundar Ernis Rúnars-sonar hefur
að vonum vakið
mikla athygli. Til
dæmis virðist Össur
Skarphéðinsson
varla halda vatni
eftir lestur bók-
arinnar og bloggar um hana af
miklum móð á heimasíðu sinni.
Össur hlýtur reyndar að hafa ver-
ið andvaka eftir lesturinn því
bloggið skrifar hann kl. hálffjögur
að nóttu. Guðni hefur einmitt
sagt að Össur breytist í stjórn-
arandstæðing á nóttunni þegar
hann bloggar af kappi. Reyndar er
áhyggjuefni hversu Össur fer seint
í rúmið og velta því margir fyrir
sér hvort hann eigi við einhverja
svefnörðugleika að etja.
En úr Framsóknarflokknumheyrast raddir þess efnis aðbók Guðna hafi í raun ver-
ið rangt tímasett. Guðni hafi ver-
ið búinn að ákveða
að hætta í stjórn-
málum eftir síðustu
kosningar og því
talið réttan tíma til
að koma út ævisögu
sinni fyrir jólin. Síð-
an breyttist allt landslag í pólitík-
inni og Guðni ákvað að halda
áfram, enda Halldór farinn. Þrátt
fyrir það ákvað framsóknarmað-
urinn að láta slag standa og gefa
bókina út sem sannarlega hefur
vakið athygli. Óstaðfestar heim-
ildir herma að Halldór Ásgríms-
son hafi kviðið mjög útgáfu bók-
arinnar og ekkert liðið sérlega vel
dagana fyrir útkomuna. Honum
mun þó hafa verið létt eftir lest-
urinn.
Og meira af bloggi og Öss-uri því Geir H. Haardeforsætisráðherra sagði í
glænýjum sjónvarpsfréttum á
mbl.is aðspurður
um harðorðan pistil
sem Össur Skarp-
héðinsson iðn-
aðarráðherra skrif-
aði um helgina að
menn verði að gæta
sín þegar þeir tjá skoðanir sínar á
netinu. „Menn eiga að gæta sín á
stóryrðunum þegar þeir eru að
blogga,“ sagði forsætisráðherra en
bætti við að hann hefði ekki rætt
þetta við iðnaðarráðherra. Í við-
talinu vísaði Geir því líka á bug að
innanflokksátök eigi sér nú stað í
Sjálfstæðisflokknum líkt og fram
kemur í pistli Össurar.
elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Árið 1993 samþykkti Alþingi lög
um Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Þar með varð Ísland hluti af innri
markaði Evrópusambandsins (ESB)
sem felur m.a. í sér hið fjórþætta frelsi
á sviði fólksflutninga, fjármagnsflæðis,
vöru- og þjónustuviðskipta innan
EES-svæðisins. EES-samningurinn
nær til tveggja þátta, þ.e. til samræm-
ingar á löggjöf sem nær til innri mark-
aðar og til þátttöku í ýmsum sam-
starfsáætlunum eins og á sviði
rannsókna og þróunar. Markmið EES-
samningsins er að efla efnahagsleg
tengsl aðildarþjóðanna og mynda
einsleitt evrópskt efnahagssvæði með
sameiginlegum reglum og sömu sam-
keppnisskilyrðum. Ríki ESB eru mik-
ilvægustu viðskiptalönd Íslands en
u.þ.b. tveir þriðju hlutar inn- og út-
flutningsviðskipta okkar undanfarinn
áratug hafa verið við ríki sem eiga að-
ild að ESB. Samvinna við ESB skiptir
því miklu máli og vert er að hafa vak-
andi auga með þróun mála í framtíð-
inni.
Lög frá ESB
Því hefur verið haldið fram að við
tækjum upp í okkar löggjöf um 80
prósent af lagasetningu ESB. Það
hlutfall stenst hins vegar ekki skoð-
un. Hlutfallið er að vísu enn hærra
ef miðað er við löggjöf á sviði innri
markaða, enda nær EES-samning-
urinn til þess. Samkvæmt Eftirlits-
stofnun EFTA (ESA) höfðu um 99
prósent þeirra tilskipana ESB, sem
ná til innri markaðarins,verið tekn-
ar inn í EES-samninginn árið 2006.
Ljóst er að forsendur útreikninga
skipta öllu máli þegar fjallað er um
hlutfallstölur. Aðeins 6,5 prósent
allra tilskipana og reglugerða ESB
voru teknar inn í EES-samninginn
fyrsta áratuginn sem hann var í
gildi, enda nær samningurinn ekki
til fjölmargra málaflokka ESB og má
þar nefna fiskveiðimál, landbúnað-
armál, skattamál og myntbandalag-
ið. Þá er vert að skoða hversu stórt
hlutfall þeirra laga, sem samþykkt
hafa verið á Alþingi, eiga uppruna
sinn að rekja til EES-samningsins. Í
mars 2007 birti skrifstofa Alþingis
skýrslu um lög frá 1993-2006 sem
eru sprottin upp úr EES samningn-
um. Alls voru samþykkt 1.656 lög á
tímabilinu og mátti rekja fimmtung
þeirra (21 prósent) beint eða óbeint
til aðildar okkar að EES. EES-samn-
ingurinn hefur því umtalsverð áhrif
á lagasetningu hérlendis.
EFTA og ESB
EES-samningurinn endurspeglar
aðstæður árið 1992 þegar hann var í
undirbúningi. Þá voru EFTA-ríkin
sex að tölu og ESB-ríkin samtals 12.
Ári eftir undirritun EES-samnings-
ins gengu EFTA-ríkin Svíþjóð, Finn-
land og Austurríki í ESB. Nú eru
ESB-ríkin orðin 27 talsins, meðan
EFTA-aðildarríki EES-samningsins
eru einungis þrjú. Samningurinn
nær til 30 ríkja með um 500 millj-
ónir íbúa, en aðeins 1 prósent þeirra
býr í aðildarlöndum EFTA.
Það er álit flestra að EES-samn-
ingurinn hafi staðist tímans tönn,
verið nægilega sveigjanlegur og
þjónað íslenskum hagsmunum vel.
Þetta mat er vafalaust rétt þegar
horft er til baka, en þó vakna spurn-
ingar um framtíðina. Bent hefur
verið á að dregið hafi úr áhuga á
EES-samningum innan ESB enda
hefur sambandið stækkað og tekið
verulegum breytingum á allra síð-
ustu árum. Þannig hafa mörk lög-
gjafar á innri markaði og á öðrum
sviðum orðið óljósari og upp hafa
komið álitamál um hvort ESB-gerð-
ir eða tilskipanir séu tækar innan
EES-samstarfsins. Í kjölfarið hefur
myndast nokkurs konar grátt svæði
sem veldur því að erfiðara er að nota
EES-samninginn.
Við Íslendingar eigum mikilla hags-
muna að gæta í EES-samstarfinu og
þurfum að fylgjast vel með til að geta
tekið upplýstar ákvarðanir í málefnum
sem snerta Evrópusamstarf. Eins og
formaður utanríkismálanefndar hefur
bent á er brýnt að Alþingi hafi beina
aðkomu að þessum málaflokki og að
þinginu sé gert kleift að kynna sér
hann til hlítar.
Höfundur er alþingismaður
EES-samningurinn
og íslensk löggjöf
VIÐHORF aGuðfinna S. Bjarnadóttir
Við Íslend-
ingar eigum
mikilla hags-
muna að
gæta í EES-
samstarfinu
og þurfum að
fylgjast vel með til að
geta tekið upplýstar
ákvarðanir í málefnum
sem snerta Evrópusam-
starf.
Bermuda geislahitarinn er einn öflugasti
útihitarinn á markaðnum eða 3 KW.
Hitar allt að 16 fm svæði.
Hentar vel á pallinn eða á svalirnar.
Bermuda geislahitari
Auglýsingasíminn er
510 3744
stundir