24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 42

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir KYNNING Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á Glófa ehf., sem er nú stærsti framleiðandi landsins í prjónavörum. Glófi var stofnaður á Akureyri fyrir röskum tveimur áratugum og á sér því ríka sögu. Auk starfsstöðvarinnar við Hrísa- lund á Akureyri er Glófi einnig með framleiðslu á Hvolsvelli, en hönnunardeild, yfirstjórn og sölu- menn eru að Auðbrekku 21 í Kópavogi. Logi A. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Glófa, segir að á þessu ári hafi verið gerðar miklar breytingar í rekstri fyrirtækisins, sem m.a. fólust í því að sameina framleiðslu þriggja fyrirtækja und- ir nafni Glófa á Hvolsvelli. „Á Ak- ureyri er lögð hvað mest áhersla á framleiðslu hinna víðfrægu Varma-sokka, t.d. Varma- útivistarsokkanna og Varma- angórusokkanna, sem fyrir löngu hafa markað sér pláss á mark- aðnum og eru í dag mest seldu vetrarsokkar á Íslandi. Einnig er þar framleiðsla á smávörum eins og t.d. húfum, vettlingum, hár- böndum og sjölum. Lengi vel var einnig töluverð framleiðsla úr mokkaskinnum, en úr henni dró verulega með lokun Skinnaiðnaðar á Akureyri. Á Hvolsvelli eru framleiddar flíkur úr íslenskri ull – t.d. peysur og jakkar.“ Logi getur þess að töluvert sé um að Glófi framleiði efni fyrir íslenska hönnuði, sem sé mjög ánægjulegt og til marks um að ís- lensku ullarvörurnar séu vinsælar í tískuheiminum. Stærsti framleiðandi íslenskra prjónavara Ullarvörur vinsælar í tískuheiminum Glófi Logi A. Guðjónsson, Guðni Ágústsson í peysu úr nýrri vöru- línu og Páll Kr. Pálsson. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Mér fannst sem tilfinnanlega vantaði bækur fyrir yngsta aldurs- hópinn og fór því að leita á netinu. Ég keypti nokkrar slíkar bækur á Amazon, sem aftur vakti með mér þá hugmynd að líklega væri þörf fyrir þessar bækur í íslenskri útgáfu. Það hefur sannarlega verið raunin,“ segir Sara Hlín. Unga ástin mín er lítið fjöl- skyldufyrirtæki sem rekið er úr einu litlu herbergi á heimili í Galtalind í Kópavogi. „Við sjáum sjálf um að panta, þýða og dreifa bókunum,“ segir Sara Hlín. „Við keyptum ný- lega sendiferðabíl sem kemur sér vel þegar þarf að keyra út mörgum bókum. Sem betur fer erum við heppin að fá aðstoð þegar álagið er mikið, þá sérstaklega frá afa og ömmu sem eru 76 ára og búa í Vestmannaeyjum en koma reglu- lega í bæinn til að létta undir með okkur. Þetta hefst ekki nema með mikilli vinnu og stuðningi fjöl- skyldunnar.“ Þroskandi og skemmtilegar Bækurnar sem þau Sara Hlín og Davíð gefa út eru allar úr ranni bandarísks forlags sem sérhæfir sig í útgáfu bóka fyrir börn. „Í fyrra gáf- um við út sex bækur sem voru fyrst og fremst ætlaðar yngstu börn- unum. Nokkrar þeirra seldust upp og því fórum við í endurprentun fyrr á þessu ári. Þar sem viðtök- urnar hafa verið framar björtustu vonum ákváðum við að halda áfram og gefum nú út ellefu nýjar bækur, bæði fyrir yngstu börnin en einnig þau eldri, meðal annars þroskandi verkefnabækur fyrir börn sem eru að byrja eða eru nú þegar byrjuð í grunnskóla. Hugsun okkar var að koma með fjölbreyttar bækur fyrir breiðari aldurshóp sem örva rökhugsun, ímyndunarafl og fínhreyfingar og eru sömuleiðis skemmtilegar og litríkar.“ Bækurnar góðu þýðir Sara Hlín sjálf með aðstoð föður síns, Hálf- danar Ómars Hálfdanarsonar, sem starfar í Þýðingamiðstöð utanrík- isráðuneytisins. „Pabbi lagði mikla áherslu á það við mig sem barn að ég talaði rétt og fallegt íslenskt mál sem vonandi skilar sér í bókunum. Ég vil að texti bókanna minna sé á fallegri íslensku,“ segir Sara og bæt- ir við að synir þeirra Davíðs sem eru sjö mánaða og þriggja og hálfs árs, séu mikilvægir ráðgjafar við út- gáfuna. „Þegar við erum að meta hvaða bækur skuli gefa út notum við strákana stundum sem tilraunadýr ef svo má að orði komast. Ef sá eldri gleymdir sér yfir bókunum og verkefnunum í þeim gefur slíkt vís- bendingar um notagildið. Það er dýrmætt að fá slíka umsögn og að- stoð, að ekki sé minnst á hve gaman er að synirnir eigi þátt í því að byggja fyrirtækið upp með okkur þrátt fyrir ungan aldur.“ Þakkarbréf frá foreldrum Nafnið á útgáfufyrirtækinu, Unga ástin mín, er tilvitnun í ljóðið fræga eftir Jóhann Sigurjónsson. „Það hefur glatt mig mikið hve bækurnar okkar hafa fengið góðar viðtökur. Þakkarbréf í pósti frá ánægðum foreldrum eru ánægjuleg og nokkuð sem heldur mér við efn- ið.“ Gefur út fjölbreyttar bækur fyrir börn frá 0 til 7 ára: Allir eiga unga ást ➤ Fjölbreyttar bækur sem örvarökhugsun, ímyndunarafl og fínhreyfingar ➤ Alls gefur forlagið út 11 nýjarbækur fyrir þessi jól. UNGA ÁSTIN MÍN Fyrir þessi jól sendir bókaútgáfan Unga ástin mín frá sér ellefu nýjar þroskandi barnabækur sem ætlaðar eru börnum til sjö ára aldurs. Fyr- irtækið sem Sara Hlín Hálfdanardóttir og Davíð Guðjónsson settu á lagg- irnar á síðasta ári hefur dafnað vel og bækurnar fengið góðar viðtökur. Þroskandi bækur Með Söru er sonurinn Hávar Daníel, sem ásamt bróður sínum gegnir mikilvægu hlutverki í útgáfunni. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS MultiMaster Ný fjölnotavél slípar - sagar - skefur - raspar - brýnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.