24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 24

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Þær konur sem almennt nýta sér athvarfið eru gjarnan hjá okkur um jólin, en í sumum tilvikum er það þannig að þeim er boðið eitthvað annað,“ segir Kristín Helga Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri í Konu- koti. „Jólin eru haldin í Konukoti eins og annars staðar og nú gerum við það annað árið í röð að fá úr- valskokk á staðinn til þess að elda fyrir gestina, en það er nú vegna þess að sá aðili bauðst til þess og kemur hingað sem sjálfboðaliði sem er virkilega ánægjulegt.“ Jólin misjafnlega erfið Í Konukoti er boðið upp á hefð- bundinn jólamat á aðfangadags- kvöld og jólatréð er skreytt nokkru fyrir jól. „Það var mjög aðventulegt allan desember mánuð í fyrra og það nýttu sér sumar stemninguna og voru að pakka inn og gera klárt í tíma. Við höfðum sérstakan fönd- urdag sem konur gátu nýtt sér, þó misjafnlega vel eftir ástandi. Þó að fólk sé í þessari aðstöðu þá langar það líka til þess að gefa sínum nán- ustu gjafir. Jólin koma hjá öllum en eru fólki auðvitað misjafnlega erfið. Með því að búa til svona jólastemningu og hafa það notalegt þá er líka hægt að búa til smátilhlökkun þó að tilfinn- ingarnar séu oftast blendnar. Jólin eru auðvitað fólki erfið sem ekki á fjölskyldu sína í kringum sig.“ Að sögn Kristínar eiga fæstar konurnar í Konukoti kost á því að vera með fjölskyldunni um jólin. „Og þó að þær fengju það þá er ekk- ert víst að þær myndu vilja það. Það fer allt eftir því hvernig ástandið er. Manneskja í þessum sporum á erfitt með að gera áætlanir og veit kannski ekkert hvar hún verður á aðfangadag. Svo vilja þær kannski ekki að fjölskyldan sjái sig í ómögu- legu ástandi þó að þær hafi jafnvel óskir og væntingar um að eyða jól- unum í faðmi sinna nánustu. Það er ekkert á vísan að róa með það þannig að við gerum okkur klárar til þess að geta tekið á móti átta konum svo kemur bara í ljós hversu margar mæta.“ Njóta samveru og stuðnings Í Konukoti er vaninn að gefa konunum sem þar dvelja um jólin gjafir. „Okkur finnst mikilvægt að geta gefið góðar gjafir. Þetta er kannski ekki mikið en við viljum gefa vandaðar gjafir eins og til dæmis góða bók og kannski Nóa konfekt með og eins er yfirleitt eitt- hvert fataplagg í pakkanum líka,“ segir Kristín. „Markmiðið er að konurnar geti notið samveru hver annarrar um jólin. Það á auðvitað enginn að vera aleinn um hátíðarnar. Konukot er ekki heimili en við reynum að skapa heimilislegan blæ og það gerum við með því að kveikja á messunni klukkan sex á aðfangadag og höfum borðið fallega dekkað. Síðan er hægt að leggjast upp í rúm með konfekt og góða bók.“ 24Stundir/Frikki Heimilislausar konur eyða jólunum saman í Konukoti Blendnar tilfinningar í garð jólanna ➤ Konukot er næturathvarf fyrirheimilislausar konur en um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Velferðarsviðs Reykavíkurborgar. ➤ Í Konukoti er opið frá klukkan17 til hádegis en frá og með Þorláksmessu fram til 2. jan- úar verður opið allan sólar- hringinn. KONUKOTÍ Konukoti eiga athvarf konur sem ekki eiga í nein hús að venda. Í des- ember er reynt að skapa heimilislega jólastemn- ingu fyrir þær sem þess vilja njóta. Kristín Helga Guðmundsdóttir Segir hátíðlegt í Konukoti um jólin en þangað eru velkomnar konur sem eiga ekki í nein hús að venda um hátíðarnar. Heimatilbúnar gjafir vefjast fyrir flestum um jólin enda getur verið erfitt að fá hugmyndir og ekki eru allir jafnhandlagnir. Skilaboðaskjóðan er einföld og sniðug hugmynd í jólapakkann fyrir þá sem vilja gefa sínum nán- ustu persónulega gjöf. Þessi gjöf kostar sáralítið en verður þeim sem fær hana sérstaklega minnisstæð. Persónuleg skilaboð Byrjið á því að kaupa fallega krukku, hvort sem það er leir- eða glerkrukka. Klippið svo út 50 litla miða úr fallegum pappír og skrifið persónuleg skilaboð á hvern og einn. Skilaboðin eiga að vera um þann sem krukkuna fær og þær já- kvæðu væntingar sem gefandinn hefur til viðkomandi. Rifjið upp samræður sem þið hafið átt í gegnum árin, hvað er ykkur minnisstætt, hvaða drauma og væntingar hefur verið rætt um. Á miðana skuluð þið einnig skrifa hvaða trú þið hafið á við- komandi og hvernig þið sjáið framtíð ykkar saman. Makann má gleðja með því að skrifa á miðana 50 ástæður fyrir því að hann á alla þína ást og þeir sem eru sérstaklega hugmyndaríkir geta haft enn fleiri miða í krukk- unni þannig að makinn geti dregið einn miða fyrir hvern dag ársins. Eins má gleðja bestu vinkonuna eða náinn ættingja með því að til- taka kosti hans og ástæður þess að viðkomandi skiptir þig svo miklu máli í lífinu. Komdu maka þínum á óvart með heimatilbúinni gjöf Hjartans gjafir handa þeim nánustu Skilaboðaskjóðan Gleddu þína nánustu með því að gefa þeim persónulega gjöf. Þessir flottu sem Oprah Winfrey mælir með og með náttúrulegri upplyftingu Útsölustaðir: Esar Húsavík, Snyrtivöruverslunin Nana Hólagarði, Heimahornið Stykkishólmi, Smart Vestmannaeyjum, Efnalaugin Vopnafirði, Pex Reyðarfirði www.ynja.is Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 Opnunartími - Mán–fös 11-18 -Lau 11-14 Verð 4.990.- www.fi.is Jólagjöfin í ár Árbækur FÍ              Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.80 M Plus Vinnuþrýstingur: 20-135 bör Vatnsmagn: 530 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði K 7.80 M Plus Vinnuþrýstingur 20-150 bör Stillanlegur úði Sápuskammtari K 7.85 M Plus Vinnuþrýstingur: 20-150 bör Vatnsmagn: 550 ltr/klst Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.80 M Plus Vinnuþrýstingur: 20-125 bör Vatnsmagn: 450 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úði Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir Snúningsdiskur Áramót í Básum Einstök upplifun Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.