24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 57

24 stundir - 27.11.2007, Blaðsíða 57
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 57 Stjórnendur Universal Pictures eru um þessar mundir önnum kafnir við að freista leikarans Russells Crowe til að taka við hlutverki Brads Pitt í myndinni State of Play. Pitt yfirgaf fram- leiðslu myndarinnar í síðustu viku vegna þess að hann var óánægður með handrit mynd- arinnar og hefur brottför hans sett framtíð myndarinnar í upp- nám. Hlutverkið sem um ræðir er hlut- verk Cal McCaffrey, fyrrum stjórnmálamanns sem hefur snú- ið við blaðinu og starfar nú sem blaðamaður. Eftir að hann hefur rannsókn á morðmáli kemur í ljós að málið tengist fyrrum flokksbróður hans sem Edward Norton leikur. Auk Nortons, og hugsanlega Crowe, leika Robin Wright Penn, Helen Mirren, Rachel McAdams og Jason í myndinni og er líklegt að einhver þeirra muni einnig yf- irgefa myndina ef ekki semst fljótlega við nýjan aðalleikara. Ákvörðunar Crowe er að vænta á næstu dögum en þangað til er framtíð myndarinnar State of Play í lausu lofti. viggo@24stundir.is Tekur Crowe við af Pitt? Hinu forna ljóði Bjólfskviðu eru í myndinni Beowulf gerð tíma- móta-skil. Notast er við nýja tölvu- teiknunartækni sem nýtur sín af- bragðsvel í fullkominni þrívíddarupplifun. Ekki er lengur stuðst við gömlu pappagleraugun með bláu og rauðu filmunni, held- ur setja áhorfendur upp sígild hornspangagleraugu með póler- uðum glerjum og í einni svipan svipar öllum í bíósalnum til Elvis Costello. Sökum þrívíddar- tækninnar tekur áhorfandinn nán- ast virkan þátt í sögunni og stóð ekki öllum á sama í bardagaatrið- unum, því á stundum virtist sem spjót stefndi beina leið í hausinn á segir hér klassíska sögu með ný- stárlegum hætti og tekst að sveipa Bjólfskviðu enn meiri dýrðarljóma en áður hefur verið gert. Þó hún sé ekki beint raunsæ hvað menning- arsögulegar staðreyndir varðar, tekst henni að halda áhorfand- anum við efnið allan tímann. Alan Silvestri gerir tónlistinni góð skil og „frammistaða“ aðalleikara er með mestu ágætum, enda forn- enska ekki á færi allra. Myndin er einskonar blanda af Lord of the Rings, Hrafninn flýgur, Braveheart og 300, sem verður að teljast ágæt- ur suðupottur. aratriðum tölvuteiknaðrar Angel- inu Jolie stóð, skal undirritaður éta lyklaborðið sitt. Sagan er klassísk og segir af hetjunni Bjólfi sem berst gegn óskapnaðarskrímslinu Grendli, en móðir hans er sann- kallað flagð undir fögru skinni sem hefnir dauða sonar síns með lymskufullum hætti. Framleið- endur styðjast við söguna til hins ýtrasta, en þar sem söguna skortir svör hafa þeir sjálfir útbúið lausnir. Eru þær lausnir eins góðar og hverjar aðrar og eftir stendur æsi- legt sjónarspil og afbragðsbíó- upplifun, sem ekki verður leikin eftir á ræningjaupptökum óprútt- inna netniðurhalara. Zemeckis manni. Og hafi ekki einhverjum unglingspiltum á gelgjuskeiðinu orðið heitt í hamsi meðan á nekt- Hetja Bjólfur er hetja af gamla skól- anum. Stafræn Bjólfskviða skartar allsberri Angelinu „Maður þraukar í skólanum þar til maður slær í gegn í rokkinu,“ segir Guðfinnur Sveinsson, gít- arleikari hljómsveitarinnar For a Minor Reflection, kankvís, spurð- ur hvort ekki sé erfitt að sameina skólann og hljómsveitarbransann. Út er komin fyrsta breiðskífa sveit- arinnar sem heitir Reistu þig við, sólin er komin á loft… Nú er tími útgáfutónleikanna og því halda piltarnir eina slíka í kvöld á Organ í Hafnarstræti. Húsið verður opn- að kl. 20 og hljómsveitin Rökkurró stígur fyrst á svið um hálftíma síð- ar. Meðlimir For a Minor Reflec- tion byrja klukkan 21.30 og flytja plötuna sína í heild. Platan hefur fengið mjög góðar viðtökur, prýði- lega gagnrýni og fína umfjöllun á Airwaves-hátíðinni. Sveitin gefur sjálf út og er það að sögn Guðfinns heilmikið mál. „Já, þetta er meira mál en við héldum, en á sama tíma skemmtileg áskor- un. Fyrsta sendingin sem við létum Skífuna fá kláraðist, en nú ætti platan aftur að vera til þar. Við prentuðum 400 eintök sem eru til sölu í Skífunni, 12 Tónum og Smekkleysu.“ heida@24stundir.is Bíður eftir frægðinni For a Minor Reflection Hljóm- sveitin kemur fram á útgáfu- tónleikum á Organ í kvöld. 28. NÓVEMBER STÓRI DAGURINN ER Á MORGUN                 Beowulf Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ Bíó: Sambíóin Kringlunni, Álfabakka, Akureyri og Keflavík Leik stjóri: Robert Zemeckis Að al hlut verk: Ray Winstone, Anthony Hopkins, Angelina Jolie og John Malkovich
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.