24 stundir - 27.11.2007, Síða 57
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 57
Stjórnendur Universal Pictures
eru um þessar mundir önnum
kafnir við að freista leikarans
Russells Crowe til að taka við
hlutverki Brads Pitt í myndinni
State of Play. Pitt yfirgaf fram-
leiðslu myndarinnar í síðustu
viku vegna þess að hann var
óánægður með handrit mynd-
arinnar og hefur brottför hans
sett framtíð myndarinnar í upp-
nám.
Hlutverkið sem um ræðir er hlut-
verk Cal McCaffrey, fyrrum
stjórnmálamanns sem hefur snú-
ið við blaðinu og starfar nú sem
blaðamaður. Eftir að hann hefur
rannsókn á morðmáli kemur í
ljós að málið tengist fyrrum
flokksbróður hans sem Edward
Norton leikur.
Auk Nortons, og hugsanlega
Crowe, leika Robin Wright Penn,
Helen Mirren, Rachel McAdams
og Jason í myndinni og er líklegt
að einhver þeirra muni einnig yf-
irgefa myndina ef ekki semst
fljótlega við nýjan aðalleikara.
Ákvörðunar Crowe er að vænta á
næstu dögum en þangað til er
framtíð myndarinnar State of
Play í lausu lofti. viggo@24stundir.is
Tekur Crowe við af Pitt?
Hinu forna ljóði Bjólfskviðu eru
í myndinni Beowulf gerð tíma-
móta-skil. Notast er við nýja tölvu-
teiknunartækni sem nýtur sín af-
bragðsvel í fullkominni
þrívíddarupplifun. Ekki er lengur
stuðst við gömlu pappagleraugun
með bláu og rauðu filmunni, held-
ur setja áhorfendur upp sígild
hornspangagleraugu með póler-
uðum glerjum og í einni svipan
svipar öllum í bíósalnum til Elvis
Costello. Sökum þrívíddar-
tækninnar tekur áhorfandinn nán-
ast virkan þátt í sögunni og stóð
ekki öllum á sama í bardagaatrið-
unum, því á stundum virtist sem
spjót stefndi beina leið í hausinn á
segir hér klassíska sögu með ný-
stárlegum hætti og tekst að sveipa
Bjólfskviðu enn meiri dýrðarljóma
en áður hefur verið gert. Þó hún sé
ekki beint raunsæ hvað menning-
arsögulegar staðreyndir varðar,
tekst henni að halda áhorfand-
anum við efnið allan tímann. Alan
Silvestri gerir tónlistinni góð skil
og „frammistaða“ aðalleikara er
með mestu ágætum, enda forn-
enska ekki á færi allra. Myndin er
einskonar blanda af Lord of the
Rings, Hrafninn flýgur, Braveheart
og 300, sem verður að teljast ágæt-
ur suðupottur.
aratriðum tölvuteiknaðrar Angel-
inu Jolie stóð, skal undirritaður éta
lyklaborðið sitt. Sagan er klassísk
og segir af hetjunni Bjólfi sem
berst gegn óskapnaðarskrímslinu
Grendli, en móðir hans er sann-
kallað flagð undir fögru skinni sem
hefnir dauða sonar síns með
lymskufullum hætti. Framleið-
endur styðjast við söguna til hins
ýtrasta, en þar sem söguna skortir
svör hafa þeir sjálfir útbúið lausnir.
Eru þær lausnir eins góðar og
hverjar aðrar og eftir stendur æsi-
legt sjónarspil og afbragðsbíó-
upplifun, sem ekki verður leikin
eftir á ræningjaupptökum óprútt-
inna netniðurhalara. Zemeckis
manni. Og hafi ekki einhverjum
unglingspiltum á gelgjuskeiðinu
orðið heitt í hamsi meðan á nekt-
Hetja Bjólfur er hetja af gamla skól-
anum.
Stafræn Bjólfskviða skartar allsberri Angelinu
„Maður þraukar í skólanum þar
til maður slær í gegn í rokkinu,“
segir Guðfinnur Sveinsson, gít-
arleikari hljómsveitarinnar For a
Minor Reflection, kankvís, spurð-
ur hvort ekki sé erfitt að sameina
skólann og hljómsveitarbransann.
Út er komin fyrsta breiðskífa sveit-
arinnar sem heitir Reistu þig við,
sólin er komin á loft… Nú er tími
útgáfutónleikanna og því halda
piltarnir eina slíka í kvöld á Organ
í Hafnarstræti. Húsið verður opn-
að kl. 20 og hljómsveitin Rökkurró
stígur fyrst á svið um hálftíma síð-
ar. Meðlimir For a Minor Reflec-
tion byrja klukkan 21.30 og flytja
plötuna sína í heild. Platan hefur
fengið mjög góðar viðtökur, prýði-
lega gagnrýni og fína umfjöllun á
Airwaves-hátíðinni.
Sveitin gefur sjálf út og er það að
sögn Guðfinns heilmikið mál. „Já,
þetta er meira mál en við héldum,
en á sama tíma skemmtileg áskor-
un. Fyrsta sendingin sem við létum
Skífuna fá kláraðist, en nú ætti
platan aftur að vera til þar. Við
prentuðum 400 eintök sem eru til
sölu í Skífunni, 12 Tónum og
Smekkleysu.“ heida@24stundir.is
Bíður eftir frægðinni
For a Minor Reflection Hljóm-
sveitin kemur fram á útgáfu-
tónleikum á Organ í kvöld.
28. NÓVEMBER
STÓRI DAGURINN ER Á MORGUN
Beowulf
Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
BÍÓ
Bíó: Sambíóin Kringlunni,
Álfabakka, Akureyri og
Keflavík
Leik stjóri: Robert
Zemeckis
Að al hlut verk:
Ray Winstone,
Anthony Hopkins,
Angelina Jolie og
John Malkovich