24 stundir - 11.01.2008, Page 15

24 stundir - 11.01.2008, Page 15
24stundir FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 15 Það hefur víst ekki farið framhjá launamönnum aðkjarasamn- ingar eru lausir. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, gerir málið að um- talsefni á heimasíðu sinni og segir nauðsynlegt að raunhæfir kjarasamningar náist á vinnumarkaðnum: „Það er svo komið á daginn núna, vegna eyðslugleði stjórnarflokkanna í haust, að mjög takmarkaðir fjár- munir eru nú til skiptanna vegna aðkomu ríkisins að kjarasamn- ingum. Alþýðusamband Íslands er á gluggum forsætisráðuneyt- isins en þar er enginn heima. Geir er erlendis, Ingibjörg Sólrún er erlendis og ekkert heyrist frá ráð- herra atvinnumála, Jóhönnu Sig- urðardóttur. Samt hafa aðilar vinnumarkaðarins sagt að þessi vika ráði úrslitum í viðræðunum, ella verði deilunni skotið til rík- issáttasemjara. En höfuð ríkisstjórn- arinnar hafa yfirgef- ið landið, það eru trúlega önnur stærri og meira aðkallandi vandamál sem forsætis- og utanrík- isráðherrann eru að sinna þar. Er nema von að þessi ríkisstjórn sé nefnd máttlaus og daufgerð?“ segir Birkir Jón en launamenn eru ekki búnir að gleyma því að á meðan Framsóknarflokkurinn sat við stjórnvölinn hækkuðu laun og eftirlaun embættismanna ríkisins umtalsvert. Þeir spyrja: Voru það raunhæfar kjarabætur? Skessuhorn segir frá því aðþekktasti hrekkjalómur Ís-lands, Skagamaðurinn Víf- ill Atlason, sem varð landsfrægur á einni nóttu eftir að hafa pantað símaviðtal við George Bush, for- seta Bandaríkjanna, muni taka símann upp að nýju í kvöld því þá verður hann símavinur Skagaliðsins í spurningaþætt- inum Útsvari, en liðið mætir Ísa- firði í annarri umferð keppninnar sem sýnd verður í beinni útsend- ingu í Sjónvarpinu í kvöld. Í fyrstu umferð keppninnar var Máni Atlason, bróðir Vífils, símavinur. Hann mun hins vegar taka sæti í liði Skagans vegna breytinga á liðinu. Vonandi ætlar Vífill ekki að hrekkja keppendur í beinni. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Ég er á leiðinni til London. Þegar þú, lesandi góður, lest þessar línur er ég líkast til kom- inn út á flugbrautina á Keflavík- urflugvelli og um það bil að spenna sætisólarnar. Hundruð - ef ekki hreinlega þúsund - Ís- lendinga leggja leið sína til heimsborgarinnar á hverjum degi svo þetta er auðvitað ekkert merkilegt. Tekur því varla að nefna það. En samt. Ég hef á þessum vettvangi áður borið saman að vera Íslendingur í Kaupmannahöfn nú og þegar ég bjó þar fyrir áratug. Þá voru Ís- lendingar undirmálsfólk á félags- málabótum en nú eiga þeir líkast til bygginguna sem hýsir dönsk félagsmálayfirvöld. Og öll hin húsin líka. Það má líka draga svona samanburð við London, því íslenskir viðskiptamenn hafa einnig keypt allt sem hönd á festir í stórborginni og nú geng- ur Íslendingurinn rogginn um borgina og þykist eiga heiminn, - jafnvel þótt loftbólan í Kauphöll- inni heima á Íslandi sé sprungin og gengi helstu hlutafélaga sigið niður undir frostmark. En þetta var ekki alltaf svona. Ólöglegur áður … Þetta var í einhverju fram- haldsskólaverkfallinu fyrir um tuttugu árum. Þá voru alltaf verkföll í skólum. Árstíðirnar voru fjórar eins og nú, en þá voru þær; vetur-sumar-verkfall- haust. Við gáfumst upp á hangs- inu heima í Breiðholti og skellt- um okkur til London í leit að líf- inu. Þá vissi enginn hvað Ísland var, nema nokkrir unglingar í Soho sem höfðu hlustað á Syk- urmolana og fáeinir menning- arvitar í Hammersmith sem fíluðu Messoforte. Að öðru leyti var Ísland ekki til. Og við eig- inlega ekki heldur. Fengum þó á endanum vinnu sem þjónar á Pizza Hut við Oxford-stræti. Tókum himin höndum og hopp- uðum af fögnuði yfir framgangi okkar í lífinu. Að vísu vorum við kolólögleg- ir á þessum vinnustað því þá var ekkert EES. Við fundum þó leið framhjá þeim vanda. Í atvinnu- viðtalinu þóttumst við vera Dan- ir en danskir máttu vinna í Eng- landi á grundvelli Evrópusambandsins. Við vorum hins vegar alveg jafnólöglegt vinnuafl og rúmenskir munn- hörpuleikarar á Akureyri og Taí- lendingarnir sem skúra reykvísk heimili fyrir skít og ekki neitt í kaup á Íslandi í dag. En þar sem við vorum auðvitað alveg jafn fölbleikir í framan og meðal- Dani gekk þetta ágætlega. Á hverjum degi gleymdum við svo samviskusamlega danska vega- bréfinu okkar heima, eða allt þar til vinnuveitandinn hætti að spyrja um það. Okkur tókst meira að segja að blekkja útlend- ingaeftirlitið eitt sinn þegar eft- irlitsmaður kom óvænt í heim- sókn. Einu sinni lentum við þó í slæmum bobba. Það var þegar hópur danskra stúlkna kom á staðinn. Yfirþjónninn kallaði umsvifalaust á okkur og tilkynnti hópnum að hér væru danskir þjónar og þær gætu því notað móðurmál sitt. Þar sem við kunnum ekki frekar en aðrir ís- lenskir menntskælingar að raða saman tveimur orðum á dönsku stóðum við eins og mállausir asnar á öndinni og komum ekki upp dönsku orði. Líkast til var líka verkfall þegar við áttum að læra talmálsdönsku heima í Hólabrekkuskóla. …fínn maður í dag En nú er þetta allt breytt. Nú má maður má vinna hvar sem er og þarf ekki að vera danskur til þess. Íslendingar eiga aðra hverja búð við Oxford-stræti og glás af veitingastöðum. Meira að segja fótboltalið í efstu deild. Það er þess vegna sem við félagarnir ætlum að kíkja á leik West Ham og Fulham á morgun. Ekki sem pitsaþjónar heldur eins og fínir menn. Sem sannir Íslendingar munum við svo kalla einum rómi: Áfram West Ham! Höfundur er stjórnmálafræðingur Áfram West Ham VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson En nú er þetta allt breytt. Nú má maður vinna hvar sem er og þarf ekki að vera danskur til þess. Ís- lendingar eiga aðra hverja búð við Oxford- stræti og glás af veit- ingastöðum. Auðvitað er mikil neysla á þessum stofnunum, en hvorki fyrr né síðar hefur verið eins öflugt AA-starf inni á þessum stofnunum. Birgitta Jónsdóttir á blog.is Hvernig væri að byggja upp mannsæmandi fangelsi þar sem almennileg meðferð fer fram? Fangar koma verri út en þegar þeir fóru inn, því aðstæður í fangelsum eru skelfilegar og meðferðin engin. Það lærir enginn af því að vera lokaður inni ef alla meðferð skortir. Menn verða grimmari og harðari við það. Emma Vilhjálmsdóttir á blog.is Eins og þessi frétt lítur út þá eru fangar yfirleitt fullir og dópaðir og það ætti ekki að fara framhjá neinum fangaverði ef svo er. Það er morg- unljóst að það þarf að herða leit á þeim sem eru að heimsækja fangana, þetta má ekki vera svona og þetta á ekki að vera svona. Þráinn Sigvaldason á blog.is Þetta er merkilegt. Að setja menn í fangelsi ætti, auk þess að vera refsing samfélagsins, að vera tækifæri til að betra menn. Enda kallast fangelsi betrunarhús öðru nafni. Á sama hátt og það er krafa okkar heiðvirðra borgara að mönnum sé refsað ætti það líka að vera krafa okkar að föngum sé gefið tækifæri til að koma reglu á líf sitt. Fangi sem kemur út betri maður tilbúinn að taka þátt í lífinu innan ramma laganna er helsta markmið betrunarvistar. Prófessor Mambó á blog.is Ef yfirvöld geta ekki skaffað föngum mannsæmandi vist, ættu þau ein- faldlega að sjá sóma sinn í að koma þeim málum í lag ekki seinna en strax. Svona óráðsía ætti ekki að þekkjast í okkar mikla velferðarríki. Hófý Sig. á blog.is BLOGGAÐ UM FRÉTTIR Skelfilegar aðstæður 24stundir 10. jan  Vímuefnalaus deild tók tilstarfa á Litla-Hrauni í lok síðast á VÍMUEFNALAUS DEILD Eftir Hlyn Orra Stefánssonhlynur@24stundir.is „Á næstu dögum þarf ég að hefjaafplánun á tveggja mánaða dómisem ég hlaut nýlega. Ég vona að égfái að afplána hann á meðferð-arstofnun, því ef ég þarf að fara áHraunið eða upp á Skólavörðustígveit ég alveg hvað gerist: Þá tekurbara við sama gamla neyslan.“Með þessum orðum lýsti óvirk-ur fíkill fyrir blaðamanni 24stunda áhyggjum sínum af því aðhefja afplánun á dómi sínum. Þaðsem hann hafði áhyggjur af varsem sagt ekki frelsissviptingin ogtilbreytingarleysið sem hlýtur aðeinkenna líf innan veggja fangels-is, heldur hversu erfitt það sé aðhalda sér edrú lokaður inni á staðþar sem allt er „fljótandi í fíkni-efnum“. Bjóða vímuefnalausa deild Við þessum vanda hafa stjórn-ndur Litla-Hrauns reynt aðregðast, en hinn 12. nóvember sl.ar þar opnuð svoköll ð um og gefa þvagsýni oftar engengur og gerist innan veggjafangelsisins. Anna segir miklaásókn hafa verið í vistun á deild-inni, og að þau 11 pláss sem í boðiséu hafi verið fljó ð Erfitt að veraedrú á Hrauninu Vímuefnalaus deild tekin til starfa á Litla-Hrauni að beiðni fanga Lítið að gera Fangarneyta gjarnan fíkniefna áHrauninu vegna leiðinda. j ur starfsins hafi til s að bera. þkþ ri Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Vikuferð frá 49.990 - flug og gisting Heimsferðir bjóða beint morgunflug til Salzburgar í vetur og þar með tryggjum við þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Bjóðum nú frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í janúar. Bjóðum 11 nátta ferð 15. janúar og 7 nátta ferð 26. janúar. Í boði er sértilboð á Hotel Speiereck í Lungau og á hinu glæsilega Hotel Unterberghof í Flachau. Tryggðu þér flugsæti og gistingu á besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki. Mjög takmarkaður framboð á þessum frábæru kjörum! Skíðaveisla í Austurríki 15. og 26. janúar Kr. 49.990 Flug og gisting í viku. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað án nafns í Zell am See / Schuttdorf (sjá skilmála stökktu tilboðs) með morgunverði í 7 nætur. Sértilboð 26. janúar. Kr. 69.990 7 eða 11 nátta ferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í 7 (26. jan.) eða 11 nætur (15. jan.). Sértilboð 15. eða 26. janúar. Kr. 94.590 Frábært **** hótel með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku, sértilboð 26. janúar. Sértilboð í 11 nátta ferð 15. jan. m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.990. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. Sértilboð 15. janúar. Flugsæti með sköttum 26. janúar kr. 29.990. ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.