24 stundir - 11.01.2008, Side 16
UMRÆÐAN aAino Freyja JärveläEkki er víst að allir leikhúsgestirátti sig á því falda afli sem býr ístarfsemi sjálfstæðu atvinnuleik-hópanna á Íslandi. Ef fjárframlög
til leiklistar í landinu eru skoðuð
mætti ætla að þrjár stofnanir
standi fyrir svo til öllu leikhúslífi í
landinu. Svo er hins vegar ekki.
Staðreyndin er nefnilega sú að
sjálfstæðir atvinnuleikhópar sýna
fleiri sýningar og fyrir fleiri áhorf-
endur heldur en stofnanaleikhúsin
þrjú gera til samans. Þó fá sjálf-
stæðir atvinnuleikhópar á Íslandi
aðeins fimm prósent af öllu því
opinbera fé sem varið er til leik-
listar í landinu. Á þessu leikári
verða til að mynda 39 frumsýn-
ingar á vegum Sjálfstæðu leikhús-
anna (SL), þar af eru 34 glæný ís-
lensk sviðsverk. Innan vébanda SL
eru 59 sjálfstæðir atvinnuleikhópar
sem spanna allt svið sviðslista, svo
sem dansleikhús, tilraunasýningar,
barnasýningar og hefðbundnar
leiksýningar. Framlag sjálfstæðra
atvinnuleikhópa til íslensks leik-
húslífs er því gríðarlega mikið þótt
annað mætti ætla af lestri fjárlaga.
Vítt og breitt
Þetta falda afl er ekki alltaf sýni-
legt og því getur verið erfitt fyrir
fólk að átta sig á hversu víðfeðm
starfsemin er því sjálfstæðir at-
vinnuleikhópar eru ekki bundnir
við ákveðin hús eða staðsetningu.
Eðli þeirra er enda að vera sveigj-
anlegir, frjálsir og óháðir. Sem
dæmi má nefna sýningar í varð-
skipinu Óðni í Reykjavíkurhöfn,
sýningu í tjaldi í fjörunni í Naut-
hólsvík, barna – og unglingasýn-
ingar í fjölda skóla og daggæslu-
rýma. Einnig eru starfrækt nokkur
hefðbundin leikhús á vegum sjálf-
stæðra atvinnuleikhópa, svo sem
Hafnarfjarðarleikhúsið, Iðnó,
Möguleikhúsið, Skemmtihúsið og
von bráðar verður Tjarnarbíó
opnað í breyttri og bættri mynd
sem aðsetur sjálfstæðra atvinnu-
leikhópa.
Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur sér um
rekstur Borgarleikhússins sam-
kvæmt samningi við Reykjavíkur-
borg. Því er óvíst að gestir hússins
geri sér almennt grein fyrir því að
sjálfstæðir atvinnuleikhópar hafa
undanfarin þrjú ár staðið fyrir í
það minnsta helmingi af öllum
leiksýningum sem færðar hafa ver-
ið upp í Borgarleikhúsinu. Því má
segja að hið falda afl sjálfstæðra at-
vinnuleikhópa hafi verið einn
helsti bakhjarl Borgarleikhússins
undangengin ár. Á fjölum Borg-
arleikhússins sýna sjálfstæðir at-
vinnuleikhópar nú sýningarnar
Ást og Jesus Christ Superstar sem
eru á vegum Vesturports, söng-
kabarettinn Hér og nú sem er á
vegum Sokkabandsins og hina
margrómuðu sýningu Ladda,
Laddi 6-tugur. Fleiri sýningar eru á
leiðinni á þessu leikári svo sem Til-
lsammans á vegum Vesturports og
Óþelló, Desdemóna og Jagó á veg-
um Draumasmiðjunnar. Frá fyrri
leikárum má til að mynda nefna
sýningarnar Killer Joe, Footloose,
Eilífa hamingju, Kalla á þakinu og
Brilljant skilnað. Allt eru þetta
sýningar sem hafa vakið athygli og
áhuga almennings og endurspegl-
ast það í áhorfendatölum Borgar-
leikhússins. Á síðasta leikári sóttu
rúmlega 49 þúsund leikhúsgestir
sýningar sjálfstæðra atvinnuleik-
hópa í Borgarleikhúsinu.
Opinber skekkja
Það er mikil hvatning fyrir Sjálf-
stæðu leikhúsin hve almennir leik-
húsgestir kunna vel að meta starf
sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Því
miður hefur fjárveitingarvaldið
ekki séð sóma sinn í að styðja sjálf-
stæða leikhússtarfsemi í landinu
með sama hætti og almenningur
sem bókstaflega flykkist á sýningar
þeirra, - um 230.000 manns á ári.
Með því að hygla eigin stofnunum
með framangreindum hætti
skekkir hið opinbera leikhússtarf í
landinu, skerðir möguleika sjálf-
stæðra leikhúsa í samkeppninni
svo margir neyðast til að hrökklast
úr starfi sínu og hefur um leið
hamlandi áhrif á listræna framþró-
un sjálfstæðra leikhúslistamanna.
Höfundur er formaður Bandalags
sjálfstæðra atvinnuleikhópa
Hið falda afl í ís-
lensku leikhúslífi
Framlag sjálf-
stæðra at-
vinnu-
leikhópa til
íslensks leik-
húslífs er því
gríðarlega
mikið þótt annað mætti
ætla af lestri fjárlaga.
Elísabet Gísladóttir, Gauti Krist-
mannsson, Guðmundur J. Arason,
Jón V. Gíslason og Magnús Jón-
asson frá íbúasamtökum Grafar-
vogs og Laugardals skrifa:
Vegagerð ríkisins varð fræg að en-
demum fyrir útreikninga sína á
Grímseyjarferjunni svokölluðu á
nýliðnu ári og vorum við að vona að
hún hefði lært eitthvað af því að fara
með tölur á opinberum vettvangi.
Svo virðist þó ekki vera því í dæma-
lausum greinum upplýsingafulltrúa
Vegagerðarinnar, G. Péturs Matt-
híassonar, í 24 stundum og Frétta-
blaðinu 10. jan. kemur hann fram
með fullyrðingar og tölur sem
minna meira á spunameistara
stjórnmálaflokks en upplýsinga-
miðlun opinbers framkvæmdaaðila
til almennings
Sænskir staðlar í þetta skiptið
Fyrsta fullyrðingin er um kostn-
aðinn, en skv. skýrslu Línuhönnun-
ar sem lögð var fram í lok 2006, og
sjá má á vef Reykjavíkurborgar, átti
kostnaður við Sundagöng að nema
15,9 milljörðum króna en Eyjalausn
12,3 milljörðum. Nú á þessi kostn-
aður við göngin að vera kominn
upp í 24 milljarða og skyldi maður
halda af því að verkfræðingateymið
sem vann fyrri töluna hafi verið úti
að aka í útreikningum sínum. Svo
er þó ekki, munurinn felst víst í því
að Vegagerðin reiknaði dæmið upp
á nýtt með því að nota sænska staðla
fremur en norska. Þeir norsku þykja
fullboðlegir í Noregi og í áætluðum
nýjum Hvalfjarðargöngum eins og
hingað til hér á landi, en ekki þegar
verið er að reikna Sundagöng út af
borðinu. Verði farin sú leið að nota
sænska staðla hljóta öll önnur jarð-
göng sem áætluð eru í framtíðinni
að verða miklu dýrari líka, því ekki
getur verið að aðeins eigi að nota
sænska staðla fyrir Reykvíkinga en
aðra fyrir landsbyggðina? Og hver
hefur yfirleitt tekið ákvörðun um að
nota núna sænska staðla? Ber ekki
einhver ábyrgð á slíkri útgjalda-
aukningu við jarðgöng framtíðar?
Ekki umboð
Steininn tekur þó úr þegar upp-
lýsingafulltrúinn kemur með
„kosningaloforð“ um mislæg gatna-
mót Miklubrautar og Kringlumýr-
arbrautar og stokka í framhaldi af
þeim. Í fyrsta lagi er ekki eins og
þessir 24 milljarðar reiknimeistara
Vegagerðarinnar liggi inni á banka-
reikningi og einhverjir 9 milljarðar
verði „afgangs“ þegar búið er reka
Eyjalausnina nánast bókstaflega
niður um kok Reykvíkinga, auk
þess sem það er afar hæpið að Vega-
gerðin hafi umboð til að ákveða
hvaða framkvæmdir ráðist er í fyrir
þjóðina, til þess höfum við kjörna
þingmenn og samgönguráðherra.
Upplýsingafulltrúinn heldur því
fram að Eyjalausnin feli ekki í sér að
umferð verði aukin um Skeiðarvog
sem er einfaldlega rangt. 50 þúsund
bíla innspýting á Sæbrautina getur
ekki annað en haft áhrif, jafnvel þótt
gripið verði til mótvægisaðgerða á
borð við hrikaleg mislæg gatnamót
á mótum Skeiðarvogs og Sæbrautar.
Þau ein kosta milljarða og kalla á
mislæg gatnamót niður eftir Sæ-
brautinni. Þessi kostnaður er ekki
inni í Eyjalausninni sk. sem íbúar
beggja vegna Elliðavogs líta á sem
aðför að umhverfi sínu og munu
aldrei sætta sig við.
Herferð gegn lífsgæðum
Enn verra er þó að halda því fram
að „röskunin“ verði meiri með jarð-
göngum. Þetta stenst í engu tilliti;
umferðin og fylgifiskar hennar eru
neðanjarðar á löngum köflum og
reyndar skapast að hluta til lausn á
umferðarþunga Sæbrautar því hún
verður „tvöföld“ á kafla, ofan jarðar
og neðan. Umferðin verður heldur
ekki eins mikil skv. áætlunum og
hún dreifist sunnanmegin á fleiri
staði og norðanmegin er hún tölu-
vert fjær íbúðabyggð. Auk þess
minnka Sundagöng til muna álagið
á Sæbrautinni, af því að þau gera
meira en bara þvera Elliðavog. Þetta
er því ekki meiri röskun heldur
minni. Hvítt verður ekki svart þótt
menn haldi því fram.
Upplýsingafulltrúinn heldur því
síðan fram Eyjalausn sé „tæknilega,
fjárhagslega og umferðarlega mun
betri“ en jarðgangalausn og er ekki
að furða að inn í þá upptalningu
vantar alla þá þætti sem snerta lífs-
gæði, heilsu og hagsmuni íbúa sem
fyrir eru, fyrir utan þá staðreynd að
Sundagöng leysa fleiri umferðar-
vandamál en Eyjalausnin. Það er
nánast eins og Vegagerðin sé í her-
ferð gegn lífsgæðum, heilsu og
hagsmunum tugþúsunda borgar-
búa sem greiða jú stóran hluta vega-
fjár í landinu. Það er mál að linni og
til þess bær yfirvöld taki af skarið
með alla þætti málsins til yfirveg-
unar.
Talnakúnstir Vegagerðarinnar
BRÉF TIL BLAÐSINS
16 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
Verkamannabústaðir, eða öðru
nafni félagslegar íbúðir, leystu á ár-
um áður úr húsnæðisvanda mikils
fjölda fólks og tryggðu mörgum
láglaunafjölskyldum viðunandi
húsnæði. Félagslega húsnæðiskerf-
ið, eins og það var oft kallað, var að
mörgu leyti gott en ríki og sveit-
arfélög hefðu mátt leggja í það
meira fjármagn en þau gerðu. Á
hverju ári voru tugir og hundruð
fjölskyldna sem ekki fengu neina
lausn á húsnæðisvanda sínum. Nú
er löngu búið að leggja þetta kerfi
niður og annað fyrirkomulag tekið
upp. Að sögn þáverandi stjórn-
valda átti þetta nýja kerfi að leysa
allan húsnæðisvanda láglaunafólks.
Því miður sýnir reynslan allt aðra
niðurstöðu því húsnæðisvandinn
eykst með hverju árinu sem líður.
Lág laun
Þá, eins og nú, voru dagvinnu-
laun verkafólks það vesældarleg að
þau dugðu ekki fyrir eðlilegri fram-
færslu einstaklings og vonlaust að
reyna að framfleyta fjölskyldu á svo
lágum launum, nema viðkomandi
hefði ódýra íbúð til að búa í.
Frá lokum seinni heimsstyrjald-
ar og fram undir síðustu aldamót
var það skortur á íbúðarhúsnæði,
sérstaklega hér á höfuðborgar-
svæðinu, sem hækkaði leiguverð
upp úr öllu valdi. Það var því varla
á færi láglaunafólks að leigja sér al-
mennilega íbúð, enda bjuggu fjöl-
margar barnafjölskyldur í hálf-
ónýtum bröggum frá
stríðsárunum. Á þessu hefur engin
breyting orðið. Að vísu eru bragga-
hverfin horfin en sami húsnæðis-
vandinn ríkir ennþá meðal lág-
launafólks. En nú er orsök hans
ekki húsnæðisskortur heldur
græðgi fjármagnseigenda, bygg-
ingafyrirtækja og leigusala, sem
halda sölu- og leiguverði íbúða í
hæstu hæðum. Þetta okur kemur í
veg fyrir að þúsundir fjölskyldna
geti lifað eðlilegu lífi en talið er að á
höfuðborgarsvæðinu vanti hátt í
3000 ódýrar félagslegar íbúðir til að
fullnægja eðlilegri eftirspurn lág-
launafólks eftir húsnæði.
Hærri laun
Eins og áður segir eru launataxt-
ar verkafólks almennt svo lágir að
það er ekki fræðilegur möguleiki
fyrir það að eignast eigin íbúð
nema með því að bæði hjónin
vinni úti í fullu starfi, jafnt á virk-
um dögum sem helgum. Sama
gildir um leigumarkaðinn, þar er
húsaleiga svo há að lágmarks dag-
vinnulaun, sem nú í byrjun árs
2008 eru kr. 125.000 á mánuði,
duga ekki einu sinni fyrir leigu á
þriggja til fjögra herbergja íbúð.
Þessu verður að breyta, en til þess
þurfa lágmarkslaun að hækka
verulega. Brýnast af öllu er þó að
skattleysismörk, sem nú eru kr.
95.280 á mánuði, hækki umtals-
vert. Hefðu þau fylgt launaþróun í
landinu frá 1989 væru þau í dag
um kr. 140.000 á mánuði. Þá er að-
kallandi að ríki og sveitarfélög nið-
urgreiði húsaleigu fyrir láglauna-
fólk og stórauki framboð á ódýru
félagslegu húsnæði.
Fögur orð
Það er ekki nóg að vera með fög-
ur orð fyrir kosningar, það þarf líka
að standa við þau að kosningum
loknum. Hálaunafólkið í landinu
hefur á undanförnum árum fengið
sínar kauphækkanir ásamt veruleg-
um skattalækkunum. Nú er komið
að því að bæta kjör fólksins sem
vinnur í þjónustu- og framleiðslu-
störfunum. Samningar eru lausir
og félög innan ASÍ, sem eru í við-
ræðum við atvinnurekendur um
launahækkanir, bíða eftir útspili
stjórnvalda. Ljóst er að upp úr
þeim viðræðum muni slitna nema
stjórnvöld komi á afgerandi hátt
inn í lausn málsins. Heykist rík-
isstjórnin á því að stórhækka skatt-
leysismörkin, gera átak í húsnæðis-
málum láglaunafólks og hækka
vaxta- og barnabætur, þá neyðast
verkalýðsfélögin til að endurskoða
kröfugerð sína til hækkunar og við
það mun óvissuástand skapast á
vinnumarkaðinum sem sér ekki
fyrir endann á.
Höfundur er fyrrverandi formaður
Verkalýðsfélagsins Hlífar
Húsnæðisvandi
og lág laun verkafólks
UMRÆÐAN aSigurður T. Sigurðsson
Þá, eins og
nú, voru dag-
vinnulaun
verkafólks
það vesæld-
arleg að þau
dugðu ekki
fyrir eðlilegri framfærslu
einstaklings og vonlaust
að reyna að framfleyta
fjölskyldu á svo lágum
launum, nema viðkom-
andi hefði ódýra íbúð til
að búa í.
Dugar ekki „Á leigumarkaði
er húsaleiga svo há að lág-
marks dagvinnulaun duga ekki
einu sinni fyrir leigu á þriggja til
fjögra herbergja íbúð.“