24 stundir - 11.01.2008, Page 20

24 stundir - 11.01.2008, Page 20
George Bush Bandaríkjaforseti segir lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa að finnast sem fyrst. Þetta er meðal þess sem hann hefur sagt á ferð sinni um Ísrael og Palestínu. Bush átti fundi bæði með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palest- ínu, og Ehud Olmert, forsætis- ráðherra Ísraels. Sagði hann að sér sýndist báðir aðilar „skilja mikilvægi þess að ríkin tvö lifi hvort við annars hlið í friði“. Þótt þeir væru viljugir til samn- inga gætu þeir þurft að leita lið- sinnis utan frá. „Það er sögulegt tækifæri til að vinna að friði,“ sagði Bush á blaðamannafundi. „Ef það þarf að beita dálitlum þrýstingi, þá vitið þið að ég mun útvega hann.“ Lagði Bush áherslu á að unnið væri að lausn deilunnar áður en hann léti af embætti forseta, þótt róðurinn yrði þungur. „Abbas forseti og Olmert for- sætisráðherra verða að ná saman og taka erfiðar ákvarðanir, og ég er sannfærður um að það muni þeir gera,“ sagði Bush. aij „Lausn deilunnar í augsýn“ Nordic Photos / Getty Images Georg í landsliðinu Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, gaf George Bush Bandaríkjaforsetu sérmerkta landsliðstreyju þegar sá síðarnefndi leit við hjá Olmert. Eldgos í Ekvador Eldvirkni í Tungurahua-eldfjallinu hefur aukist undanfarna daga, en myndin er tekin snemma dags, 9. janúar. Hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að rýma þorp í hlíðum fjallsins. Veturseta á norðurslóðum Storkur hefur undanfarið gert sig heimankominn í þorp- inu Nebelin í Brandenborg í Þýskalandi, í stað þess að flytjast suður á bóginn. Íshallir Borgin Harbin er ein sú kaldasta í Kína. Hún er staðsett í norðaustanverðu landinu og á þessum árstíma fer hitinn oft niður fyrir 20 gráða frost. Til að styðja ferðaþjónustu á svæðinu hafa athafnamenn komið á fót árlegri íssýningu. Gulusprautur Stjórnvöld í Brasilíu hófu bólusetningar við gulu eftir að sjúkdómurinn greindist í öpum nýlega. Maður lést úr sjúkdóminum í fyrradag. 20 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Ég trúi því að það sé mögulegt. Ekki bara mögulegt, ég trúi því að það muni gerast. Að það verði skrifað undir friðarsamkomulag áður en ég læt af embætti. George Bush

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.