24 stundir - 11.01.2008, Síða 28

24 stundir - 11.01.2008, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég kalla mig fjöllistamann,“ segir Lee Nelson sem kemur frá Perth í Ástralíu en er búsettur á Íslandi og giftur íslenskri konu. „Ég hef búið hér í 2 ár,“ segir Lee sem hefur verið á faraldsfæti árum saman og komið fram í 103 löndum undir lista- mannsnafninu Wally. „Helsta aðdráttarafl þessa lands er konan mín,“ segir hann í góðu gamni. „Hér á landi eru svo margir möguleikar og þegar ég kom hingað áttaði ég mig á því að ég bjó yfir verðmætri þekkingu sem mig lang- aði að miðla áfram. Um allan heim eru starfræktir sirkusskólar og sirk- usar og starfsemin gæðir menn- inguna lífi. Mig langar til að hér sé starfræktur alvöru sirkus og eina leiðin til þess að sjá draum minn verða að veruleika er að safna í sirk- usinn starfskröftum og kenna börn- um og þeim sem vilja sirkuslistir.“ Engir vandræðanemendur Lee segir heim sirkussins fullan af möguleikum. „Þess vegna eru engir vandræðanemendur í sirkus og allir ná árangri, það er einnig í mínum verkahring sem kennara að ná til þeirra og gefa þeim eitthvað sem eflir þau og styrkir. Það er hægt að finna eitthvað við hæfi fyrir alla. Ég gæti til dæmis ekki kennt einhentu barni gripl“ (íslenskt nýyrði Lees yf- ir það að halda hlutum á lofti), „ég verð að finna eitthvað annað skemmtilegt.“ Hann nefnir í þessu sambandi að kennsla sirkuslista hafi góð áhrif á krakka sem eiga í til- finningalegum vanda eða sýna áhættuhegðun. „Það er vegna þess að sirkusleikni getur hjálpað krökkum að uppgötva færni til þess að leysa þrautir með skapandi hætti. Þá eykst hæfni eins og ein- beiting, minni og samhæfing hugar og líkama. Allt sjálfstraust eflist og styrkist og í sirkus reynir mikið á samvinnu og traust, “ bætir Lee við um kosti sirkuslista fyrir börn. Gripl og húllahopp „Sirkusskóli fyrir börn verður á sunnudögum á þessari önn,“ segir Lee. „Við kennum sirk- usleikni frá byrjenda- til fram- haldsstigs, loftfimleika, „gripl“ (juggling), húlla hopp og píra- mída svo eitthvað sé nefnt. Fyrir áramót var aldursbilið þrengra. Ég hef yngri og eldri nemendur saman nú. Það er ákaflega gott að gera það. Eldri nemendur veita þeim yngri stuðning.“ 24stundir/ Jim Smart Wally safnar fólki í íslenskan sirkus! Draumur Wallys að stofna sirkus á Íslandi Wally (Lee Nelson) hefur starfað við sirkus frá tán- ingsaldri og nam sirk- uslistir í sirkusskóla í 3 ár. Wally rekur nú sirk- usskóla sem meðal ann- ars er starfræktur í Kram- húsinu með námskeiðum fyrir börn sem og opnum sirkuskvöldum fyrir full- orðna. Hans helsta mark- mið er að sjá draum sinn um íslenskt fjölleikahús verða að veruleika. Í sirkussveiflu Wally tekur sirkuslistir al- varlega Húllahopp Gripl og margt fleira fyrir hressa krakka í Sirkusskóla Wallys! „Ég myndi fyrst og fremst segja að dans sé skemmtun,“ segir Edgar K. Gapunay, skólastjóri Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. „En dans er líka öguð íþrótt, ein sú tæknileg- asta í heimi. Með því að stunda dans má því svindla með því að sameina skemmtun og það að stunda agaða íþrótt.“ Fjölbreytt nám í boði Dansskóli Sigurðar Há- konarsonar, sem er til húsa í Kópa- vogi, er einn af virtustu dans- skólum landsins. Kennarar skólans hafa margra ára reynslu í dans- kennslu og leggja metnað sinn í fagleg vinnubrögð, enda hefur ár- angur keppnispara skólans vakið athygli. „Það er margt í boði í vetur fyrir alla aldurshópa, byrjendur og lengra komna,“ segir Edgar. „Yngstu krakkarnir læra samhæf- ingu tónlistar og hreyfingar, þá kennum við samkvæmisdansa, suðurameríska, salsadansa og free- style djassballett.“ Eykur samlyndi og sjálfstraust „Dans er sýningaríþrótt og hjálpar því mikið til við að auka sjálfstraust einstaklinga, bæta sam- skipti milli kynjanna og auðvitað aga og markmiðssetningu hvers og eins,“ bætir Edgar við að lokum. Samkvæmisdansar tæknilegasta íþrótt í heimi Dans reynir á huga og líkama Dans í vetur? Áhuga- samir geta kynnt sér námskeiðaframboð á www. dansari.is KYNNING 14 vikna námskeið fyrir 3-5 ára 14 vikna námskeið fyrir ungt fólk KERAMIKDEILD 14 vikna námskeið í leirrennslu og -mótun 14 vikna námskeið I N N R I T U N sími 551 1990 - kl.13-17 www.myndlistaskolinn.is TEIKNIDEILD undirstöðugreinar sjónmennta BARNA- OG UNGLINGADEILD MÁLARADEILD 3-5 ára miðvikud. 15:15-17:00 Sigríður Helga Hauksdóttir 3-5 ára laugard. 10:15-12:00 Gerður Leifsdóttir 6 - 9 ára mán-þri-mið-fim kl.15:15 - 17:00 ÖRFÁ LAUS PLÁSS 13-16 Myndasögur f. ungt fólk fimmtud. 16:00-19:00 Bjarni Hinriksson og Búi Kristjánsson 13-16 Teikn-málun-þrívídd föstud. 16:00-19:00 Sigríður Ólafsdóttir og Guðrún Vera Hjartardóttir 13-16 ára Leirmótun föstud. 16:30-19:30 Guðný Magnúsdóttir 13-16 Grafík -Götulist laugard. 10:00-13:00 Kristín Hauksdóttir og Árni Grétarsson 16-19 ára HRÆRINGUR þriðjud. 18:00-20:45 myndlist/tónlist/gjörningar Ólöf Björnsdóttir og Helgi Þórsson Leirmótun og rennsla þriðjud. 17:30-20:15 Guðný Magnúsdóttir Leirkerarennsla mánud.17:30-20:15 Guðbjörg Káradóttir Teikning 1 morguntímar mið. 09:00-11:45 Sólveig Aðalsteinsdóttir Teikning 1 mán.17:30-21:30 Kristín Reynisdóttir Teikning 1 þri. 17:30-21:30 Hilmar Guðjónsson Teikning 2 mið. 17:30-21:30 Sólveig Aðalsteinsdóttir og Kristín Hauksdóttir Litaskynjun fim. 17:30-21:30 Eygló Harðardóttir Módelteikning mán.17:45-20:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Teikning framhald mán.17:30-21:35 Katrín Briem Myndskreyting-Bókagerð mið. 18:00-20:45 Anja Kirsch, Áslaug Jónsdóttir og Guðrún Hannesdóttir, Form, rými og hönnun miðvikud. 17:30-20:30 Hildur Bjarnadóttir, Brynhildur Pálsdóttir og Guja Dögg Hauksdóttir Skapandi starfsvettvangur (portfolio) þriðjud. 17:30-20:15 Ósk Vilhjálmsdóttir Stafræn ljósmyndun mánud. 18:00-20.45 Brooks Walker Svart / hvít ljósmyndun mánud. 18:00-20.45 Erla Stefánsdóttir Indesign/photoshop 4 daga námsk. Magnús V.Pálsson Myndskreyting-Bókagerð mið.18.00-20.45 Anja Kirsch, Áslaug Jónsdóttir og Guðrún Hannesdóttir, Frjáls málun föstud. 13:00-15:45 Þuríður Sigurðard. Málun 1 morguntímar miðvik. 09.00-11.45 Sigríður Ólafsdóttir og Þorri Hringsson Portrett - gegnum listasöguna laugard 10:00-13:00 Karl Jóhann Jónsson Málun framhald morguntímar miðvikud. 09:00-11:45 JBK Ransú Vatnslitun 1 morguntímar miðvikud. 09:00-11:45 Hlíf Ásgrímsdóttir Vatnslitun þriðjud. 17:30-20:15 Hlíf Ásgrímsdóttir www.myndlistaskolinn.is NÁMSKEIÐ FRÁ 21.JANÚAR n.k. kennt í JL-húsinu, Hringbraut 121 og á Korpúlfsstöðum 8 -11 ára myndlist / verkmennt fimmtud.15:00-17:15 Gerður Leifsdóttir 9 -13 ára Myndlist-tæknifikt þriðjud. 15:00-17:15 Anna Hallin og Pétur Örn Friðriksson 10-12 ára Teikning/Málun mán. 15:00-17:15 Hildur Bjarnadóttir 10-12 ára Leirrennsla og mótun lau. 10:00-12:15 Anna Hallin og Guðbjörg Káradóttir V O R Ö N N 2 0 0 8 ÝMIS NÁMSKEIÐ form/rými - bókaskreyting - portfolio - ljósmyndun - indesign 6-9 ára Korpu föstud. 15:15-17:00 Hildur Bjarnadóttir 10-12 ára Korpu mánud. 15:00-17:15 Helgi Þórsson 13-16 Teikn-mál-þrívídd Korpu fimmtud. 16:00-19:00 Sigríður Ólafsdóttir Námskeið Korpúlfsstöðum NÝT T: NÝT T: NÝT T: NÝT T: FULLT NÁM umsóknarfrestur Myndlista- og hönnunarsvið (Fornám) umsóknarfrestur: 25.mars / inntökupróf: 5/4 umsóknarfrestur: 26.maí / inntökupróf: 31/5 MÓTUN leir og tengd efni umsóknarfrestur: 16 maí

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.