24 stundir - 11.01.2008, Side 29

24 stundir - 11.01.2008, Side 29
24stundir FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 29 „Þessi námskeið verða tvisvar sinnum í mánuði en fyrsta nám- skeiðið hefst þann 17. janúar næst- komandi,“ segir Helga Mogensen hjá Maður lifandi. „Það er alltaf mikil eftirspurn eftir svona nám- skeiðum á þessum tíma enda alltaf gaman að fara á góð matreiðslu- námskeið.“ Góð fræðsla „Við erum ekki með eldhús í kennslustofunni þannig að þetta er meiri sýni- og talkennsla og mikil fræðsla sem við förum í gegnum en námskeiðin eru mjög fræðandi og skemmtileg. Við tölum um hollan mat og til dæmis af hverju við eig- um að velja lífrænt umfram annað, af hverju eigum við að borða meira af grænmeti og ávöxtum og svo- leiðis, þannig að þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Það sem mér finnst einna skemmtilegast við þessi námskeið er að þau vekja ákveðna umræðu, líkt og hefur verið að gerast undanfarin ár, fólk er orðið meðvitaðra um að það beri ábyrgð á lífi sínu og heilsu eins og með því að velja hollan mat.“ Einfalt og fljótlegt „Við fjöllum til dæmis um góð krydd og hvað náttúran er gjöful og hvað hún inniheldur mikið af efnum sem líkaminn þarfnast. Þannig að við stiklum á stóru og förum í gegnum einfaldar upp- skriftir og tölum til dæmis um hvað er hægt að gera ef maður er á hlaupum en vill samt fá eitthvað hollt og gott í kroppinn. Við tölum einnig um ákveðnar fæðutegundir og hvernig er best að meðhöndla þær. Svo er borðað saman og farið í gegnum það sem er í boði í heilsu- vöruverslunum. Það eru margir sem þekkja ekki vörurnar og vita ekki hvað á að velja og svoleiðis. En þetta er fyrst og fremst skemmtileg og fræðandi kvöldstund.“ Vinsæl matreiðslunámskeið í Maður lifandi Skemmtileg og fræðandi kvöldstund 24 stundir/Frikki Helga Mogensen Segir matreiðslunámskeiðin hjá Maður lifandi fyrst og fremst fræð- andi og skemmtileg. Neytendasamtökin munu halda námskeið í heimilisbókhaldi og neytendarétti þann 30. janúar nk. kl. 18:30. Á námskeiðinu verður farið yfir sparnaðarráð og bókhald heimilisins. Einnig verður kynning á réttindum og skyldum neytenda í viðskiptum. Fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar námskeiðið 4.000 krónur. Skráning fer fram í síma 5451200 eða með tölvupósti til ns@ns.is. Námskeið í heimilisbókhaldi Internetið er kærkomið lærdóms- setur og upplýsinganáma fyrir þá sem eiga erfitt með að sækja nám vegna veikinda eða fötlunar. Á net- inu má til dæmis læra tungumál á ýmsum gagnvirkum vefsvæðum. Til að mynda má læra ítölsku, spænsku og frönsku á hinum breska fréttavef www.bbc.com. Þá má sækja um háskólanám í virtum háskólum svo sem Háskólanum í Liverpool og auka möguleika sína. Svo lengi lærir sem lifir Brautargengi í Reykjavík eru nám- skeið sem haldin eru fyrir konur sem vilja hrinda viðskipta- hugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur. Fjöldi kvenna hefur notið velgengni með verkefni sín eftir námskeiðið. Næsta nám- skeið hefst 6. febrúar 2008. Kennt er á miðvikudögum frá kl.12:30- 17:00. Verð: 45.000 kr. Upplýsingar veitir Hallfríður Benediktsdóttir á hb@nmi.is og í síma 522-9267. Brautargengi fyrir konur Miðvikudaginn 23. janúar frá 9.00 til 12.00 í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal DAGSKRÁ Ávarp formanns Samtaka iðnaðarins Helgi Magnússon Ávarp menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Framboð námsefnis í iðngreinum Hrafnkell Marinósson, formaður Félags fagkennara í tré- og byggingagreinum Stuðningur SI við námsefnisgerð Ingi Bogi Bogason, Samtökum iðnaðarins Hlutverk menntamálaráðuneytis við námsefnisgerð Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu Útgáfa námsbóka í iðnaði hjá IÐNÚ Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri IÐNÚ Afhending námsefnisstyrks SI Sýning á námsgögnum fyrir iðn- og starfsgreinar Ráðstefnulok Fundarstjóri: Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI RÁÐSTEFNA SI Á MENNTADEGI IÐNAÐARINS 2008 9.00 12.00 Námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám Ráðstefnan er öllum opin en tekið er við skráningum á www.si.is Þekking og mannauður eru vaxandi drifkraftar í starfsemi fyrirtækja. Skólar byggja upp mannauð fyrir atvinnulífið. Þörf er fyrir nútímalegt og aðgengilegt námsefni í iðn- og starfsgreinum. Hvernig er unnt að tryggja stöðugt framboð á því?

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.