24 stundir - 11.01.2008, Page 41

24 stundir - 11.01.2008, Page 41
24stundir FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 41 Nei, hann er ekki fallegur. Senni- lega ekki sérlega góður heldur og varla mjög þægilegur. Hann uppfyllir hins vegar meng- unar- og öryggiskröfur samtímans og það sem meira er; hann kostar ekki nema um 155 þúsund íslensk- ar krónur í framleiðslulandi sínu, Indlandi. Á bak við bílinn, sem heitir Tata Nano, stendur maður að nafni Rat- an Tata. Hann fékk hugmyndina þegar hann sá fjögurra manna fjöl- skyldu ferðast saman á einni skelli- nöðru. Hann hugsaði með sér að það hlyti að vera öruggara fyrir fjölskylduna að ferðast í bíl, en hann mátti auðvitað ekki kosta meira en skellinaðran, enda er hinn venjulegi Indverji ekki sterk- efnaður. Hönnun bílsins hefur tekið fjög- ur ár og fæðingar hans verður án efa minnst sem eins af stóru skref- unum í bílasögunni þegar fram líða stundir. Til að byrja með verður bíllinn aðeins seldur á heimamarkaði í Indlandi en með tíð og tíma er áætlað að markaðir í Afríku, Suð- ur-Ameríku og Suðaustur-Asíu verði næstir. Ekki er ráðgert í bili að stefna bílnum á Evrópumarkað en á heimasíðu Félags íslenskra bif- reiðaeigenda kemur fram að bíll- inn mundi kosta um 400 þúsund krónur, kominn hingað til lands. Bílaeign á Indlandi er allt annað en almenn, einungis um átta af hverjum þúsund íbúum eiga bíl. Aðalfarartækin eru mótorhjól og skellinöðrur og markmið Ratan Tata var að gera bíl sem væri öruggur til ferðalaga í hvaða veðri sem væri en kostaði svipað og skellinaðra. Tata Nano mun líklega breyta heiminum Ódýrasti bíll veraldar Fyrir nokkrum dögum var milli- stærðarflokksbíllinn Hyundai i30 frumsýndur hjá B&L. Um 60 bílar höfðu þá þegar selst í forsölu og fjölmargir lagt inn pöntun. Bíllinn er sá fyrsti hjá Hyundai sem fær nafn eftir nýrri reglu, einn bókstafur og tölustafur, ekki ósvip- að því sem þekkist hjá BMW. Þetta mun vera gert til að auðvelda kaupendum að átta sig á stærðar- og tegundarflokkum bílanna. Jepp- lingarnir munu þó áfram heita Tucson og Santa Fe. Alíslensk sjónvarpsauglýsing sem gerð var fyrir i30 hefur vakið svo mikla lukku að Hyundai býður hana nú söluaðilum um allan heim til sýninga. Hyundai i30 kominn á markað 60 bílar í forsölu Sko, við í bílskúrnum óskum þess engum manni eða konu að geta ekki gengið á eigin fótum, en ef það gerist – þá höfum við fundið græjuna fyrir viðkomandi. Skriðdrekastóllinn sem er á með- fylgjandi mynd er reyndar ekki sá fyrsti sinnar tegundar en mun þónokkuð endurbættur frá fyrri gerð. Hann samanstendur af tveimur beltum og augljóslega mjög þægilegum stól og ætti að koma hverjum sem vill yfir fjöll og firnindi. Við þykjumst vita að margir tækju svona stól fegins hendi. Skriðdrekastóllinn Margir bíða spenntir eftir nýj- ustu afurð BMW, sportjeppanum X6, en hann kemur á markað í byrjun júnímánaðar. BMW segir bílinn marka tímamót og vitnar þannig til þess að bíllinn er hinn fyrsti í flokknum „Sport Activity Coupé“ sem við treystum okkur einfaldlega ekki til að þýða yfir á það ástkæra ylhýra. Fínn bíll fyrir því. X6 væntanlegur í júnímánuði Í kjölfar frétta af vinsældum Land Cruiser 200 bílsins frá Toyota hefur Brimborg birt úttekt á heimasíðu sinni þar sem þeir benda fólki á að einn bíla fyrirtæk- isins, Ford Expedition, sé í raun betri kostur en Toyotan. „Þessi bíll er líklega eini jeppinn á markaðnum sem raunverulega keppir við Ford Expedition enda þótt hann sé að vísu styttri en styttri gerð Expedition. Raunar geturðu fengið tvo Ford Expedi- tion fyrir einn LC 200,“ segir á heimasíðunni. Sjaldgæft er að bílaumboð á Ís- landi beini orðum sínum beint gegn ákveðnum bíl hjá keppinaut- unum en Haraldur Þór Stefánsson hjá Toyota sagði kúnnana ekki spyrja út í samanburð á þessum bílum. „Við berum bílinn frekar saman við Range Rover og Merce- des Benz GL línuna. Þetta er samt örugglega fínn bíll og hann er fallegur á mynd.“ Brimborg seldi 41 Expedition í fyrra en Toyota ráðgerir að selja um 400 Land Cruiser-bíla á árinu. „Þeir eru vonandi bara að bera sig saman við það besta,“ segir Haraldur að lokum. Óhefðbundinn samanburður Brimborgar Biðla til Toyota-kaupenda Fiat 500 hefur slegið rækilega í gegn um gjörvalla Evrópu og reyndar víðar, og innan tíðar munu Íslendingar geta fest kaup á þessum litla, sæta og skemmti- lega ítalska bíl. Hjá bifreiða- umboðinu Sögu fengust þær upp- lýsingar að fyrstu bílarnir væru „vonandi væntanlegir í febrúar“ eða á sama tíma og Danir fá þeirra notið. Á Íslandi verður verðið mjög líklega á bilinu 1,5- 1,6 milljónir. Fimmhundruð kemur í febrúar Skoda Octavia Scout, sem fjallað er um í reynsluakstri á þessari opnu, verður frumsýndur hjá Heklu í Reykjavík, Selfossi, Ak- ureyri og Reykjanesbæ á morgun. Opið verður milli klukkan 10 og 14. Octavia Scout frumsýndur Ertu fornbílaáhugamaður eða -kona? Kannski í Fornbílaklúbbi Íslands? Og hefur gaman af ferða- lögum? Frábært! Klúbburinn auglýsir nefnilega eftir fersku og frjóu fólki í ferðanefnd á heima- síðunni www.fornbill.is. Þar er tekið fram að konur séu sér- staklega hvattar til þátttöku en verkefni nefndarinnar er „að sjá um skipulagningu sumarferða og fleira skemmtilegt.“ Fornferðamó- gúlar óskast ÚR BÍLSKÚRNUM Skoda hefur sent frá sér fyrstu opinberu myndirnar af nýjum Superb. Í fréttatilkynningu segir að bíllinn hafi, með afar miklu innanrými, tekið forystuna í sín- um stærðarflokki. Fjöldi tækninýjunga verður í bílnum, þar á meðal beygjuljós, sjálfvirkur bílastæðavari, nýtt rafstýrt loftræstikerfi og fleira. Fyrstu Superb- myndirnar 18. janúar 2008 `tàâÜSérblað 24 stunda Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni Auglýsingasímar: Katrín Rúnarsd. 510-3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510-3722 kolla@24stundir.is fyrir auglýsinguna þína Hafðu samband og fáðu gott pláss

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.