24 stundir - 11.01.2008, Page 54

24 stundir - 11.01.2008, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir „Þegar við erum komnar á "þenn- an aldur" þá verðum við að passa vel uppá útlitið og vera sam- keppnisfærar á markaðinum, sagði kunningjakona mín við mig. Hún var ekki að tala um vinnumarkaðinn. Við erum báð- ar með husband svo það sé á hreinu.“ Birna Dís Vilbertsdóttir skralli.blog.is „Hann heitir Árni og segir dojoj- jong ! Það er alveg makalaust dómgreindarleysi hjá settum dómsmálaráðherra, honum Árna Matt, að sýna stjórnskipaðri nefnd puttann … Ég skil bara ekki í þessum Þorsteini Davíðs- syni að þiggja þessa flokks- pólitísku ráðningu ….“ Guðmundur Óli Scheving blogg.visir.is/gudmunduroli „Ég hefi aldrei ekið of hratt. Ég held að það þurfi að athuga mæli- tæki lögreglunnar í Hafnarfirði um leið og kannaður verður rad- arinn hjá rjúpnaveiðimönnum. Enginn rjúpnaveiðimaður hefur veitt meira en átján rjúpur á einu veiðitímabili. Það er alveg dag- satt.“ Anna K. Kristjánsdóttir velstyran.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Við stökkvum ekki á konur sem klæða sig úr toppnum á sól- ardögum og segjum þeim að fara í aftur,“ segir Haukur Geirmunds- son, íþrótta- og tómstundafulltrúi Seltjarnarnesbæjar. Engar sérreglur eru um baðfatn- að kvenna í sundlaugum á Íslandi. Sænskar kynsystur þeirra í samtök- unum Bara bröst hafa barist fyrir jafnrétti í baðfatareglum í Svíþjóð, þar sem þeim er gert að hylja barm sinn í sundlaugum. Þær staðhæfa að sér sé mismunað og finnst að þær megi baða sig berar að of- an. Talsmaður samtakanna seg- ir að baráttan sé liður í að draga úr kynvæðingu konu- brjósta. Árangurinn stendur ekki á sér og sundhöllin í Sundsvall í Svíþjóð hefir gefið konum leyfi til að baða sig berbrjósta. Plagar ekki fólk Haukur segir eng- ar reglur gilda um baðfatnað kvenna á Seltjarnarnesi. „Við höfum ekki þurft að setja reglur útaf þessu vegna þess að þetta er ekki vandamál. Þær liggja berbrjósta á sól- arbekkjum og þetta er ekkert sem plagar fólk.“ Pétur Ingvarsson, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi í Hveragerði, segist ekki muna eftir reglum um baðfatn- að kvenna í sundi. „Þegar þær fara í sól- bað fara þær oft úr að ofan,“ segir hann. „Það hefur enginn viljað gera neitt í því, allavega ekki karl- menn.“ Í 209. grein hegningarlaga kemur fram að „bannað sé að særa blygð- unarkennd manna með lostugu at- hæfi“ og á Vísindavef Háskóla Ís- lands kemur fram að sennilega þyrfti „meira til en bara nekt á al- mannafæri til þess að brotið yrði fellt undir þetta ákvæði“. Ekkert að því að vera ber Kristín Tómasdóttir, ráðskona í öryggisráði Femínistafélags Ís- lands, segir ólíklegt að félagið taki svipað mál fyrir, en sér ekkert að því að konur stundi sundlaugarnar berbrjósta. „...En ef það er í þeim tilgangi að einhverjir klámkóngar græði á því er það allt annað mál,“ segir Krist- ín. „Ef konur langar að baða sig berar að ofan þá gera þær það – ekkert að því. Ég myndi alveg skella mér í þessa sundlaug ef ég væri stödd nálægt henni í Svíþjóð“. Sænskar konur berjast nú fyrir réttindum sem eru sjálfsögð á Íslandi Íslenskar konur mega bera brjóstin Fulltrúar bæjarfélaga vita ekki til þess að konum sé bannað að bera á sér brjóstin í sundlaugum landsins. Femínistafélag Íslands hefur ekki tekið málið fyrir. Hylja sig Íslenskar konur mega bera á sér brjóstin í sundlaugum en kjósa fæstar að gera það. Allt í lagi Kristín Tómasdóttir myndi skella sér í sundlaugina í Sundsvall væri hún í grenndinni. HEYRST HEFUR … Krúttkrakkinn Ólafur Arnalds hitaði upp fyrir tón- leika Stafræns Hákonar á Organ á miðvikudags- kvöldið. Spiluðu bæði böndin öndvegistónlist þótt ólík væru. Ólafur tilkynnti áhorfendum að hann hefði ætlað að selja nýjustu afurð sína á staðnum gegn vægri greiðslu, en því miður væri það ekki lengur hægt, því einhver útlensk stelpa hefði komið og keypt allar plöturnar! Tryggur aðdáandi það... tsk Fregnir herma að hin geysivinsæla unglinga- hljómsveit Cascada sé á leið til Íslands. Hljóm- sveitin hefur fengið mikla útvarpsspilun, meðal annars á útvarpsstöðinni FM957, en hún átti raunar 10 vinsæl lög þar á síðasta ári. FM-hnakkar ættu nú að kætast því hljómsveitin Cascada mun vera bókuð á veitingastaðinn Broadway, og spilar þar fyrir æst- an æskulýð um páskana. re Skagamaðurinn og hrekkjalómurinn Vífill Atlason verður sínu fólki innan handar þegar Akranes keppir við Ísafjörð í annarri umferð spurn- ingakeppninnar Útsvars í kvöld. Vífill verður síma- vinur liðsins og hefur það hlutverk að bjarga Skaga- mönnum standi þeir á gati. Nú er spurning hvort hann svari í símann þegar á hólminn er komið eða hrekki heimamennina eins og George Bush. afb Glöggir vegfarendur hafa tjáð 24 stundum að sést hafi til Bubba Morthens á Kia Sportage-bifreið, en eins og alþjóð veit keyrir Bubbi allajafna um á Range Rover-jeppa. Pálmi Guðmundsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar tvö, þar sem Bandið hans Bubba er á dagskrá, segir Kia-bílana aðeins bíla- leigubíla sem notaðir eru af þátta- gerðarfólkinu. „Kia styrkir ekki þáttinn á nokkurn hátt. Annars er Bubbi alveg hress með þetta, er alltaf að fikta í tökkunum og svona,“ sagði Pálmi í glettnistón og vísaði í hið fræga atriði í Áramóta- skaupinu. Enginn á Bubba Andrés Jónsson í markaðsdeild B&L segir að ekki sé um neins- konar brot á samningi að ræða. „Það á enginn Bubba,“ sagði Andr- és en bætti þó við: „En Bubbi er og verður okkar maður. Og þó svo hann setjist kannski upp í aðra bíl- tegund þá gerum við nú ekki veður út af því. Við verðum ekkert af- brýðisamir þó svo hann fikti í tökkum annarra bíla en okkar,“ sagði Andrés, sem hafði aug- ljóslega einnig horft á Skaupið. Aðspurður hvor þeirra Bubba og Geirs Ólafssonar, sem einnig keyrir Range Rover, væri betri aug- lýsing sagði Andrés: „Það liggur nú í augum uppi.“ Haft var samband við Bubbi sjálfan og neitaði hann alfarið að hafa keyrt Kia-jeppann. „Það hefur bara einhverjum mis- sýnst, því þetta var ekki ég. Senni- lega einhver starfsmaður Saga Film eða Stöðvar 2. En þetta var ekki ég sjálfur, það er á hreinu,“ sagði Bubbi, sem er ánægður með sinn Range Rover og væntanlega farinn að kunna á alla takkana. traustis@24stundir.is Bubbi blæs á Kia-kjaftasögur Reiðir sig enn á Range Rover Sáttur Bubbi á gamla Range-inum Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 1 8 5 2 3 6 9 4 6 2 4 9 1 8 5 7 3 9 5 3 4 6 7 1 8 2 3 7 2 6 9 4 8 1 5 4 6 9 1 8 5 2 3 7 1 8 5 3 7 2 4 6 9 8 4 6 7 5 9 3 2 1 2 3 7 8 4 1 9 5 6 5 9 1 2 3 6 7 4 8 Ég er kominn til að biðja um hönd dóttur þinnar til að hjálpa mér að flytja. 24FÓLK folk@24stundir.is a Gamlir refir eins og ég verða aldrei foxillir. Tryggvi, ertu foxillur út í nefndina? Tryggvi Guðmundsson hefur sent Umhverfisnefnd Ísa- fjarðarbæjar boð í eggjaferð í Hornbjarg næsta vor, til að sanna fyrir nefndinni að tófan á ekki sök á fækkun bjarg- fugla, líkt og nefndin heldur fram.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.