24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 18
Amsterdam 10
Ankara -8
Barcelona 14
Berlín 9
Chicago 1
Dublin 4
Frankfurt 13
Glasgow 4
Halifax 8
Hamborg 11
Helsinki 3
Kaupmannahöfn 6
London 10
Madrid 10
Mílanó 5
Montreal 0
München 6
New York 6
Nuuk -2
Orlando 13
Osló 3
Palma 20
París 10
Prag 3
Stokkhólmur 6
Þórshöfn 3
Norðaustan 5-10 m/s og skýjað. Dálítil él
norðan- og austanlands og suðvestanlands.
Frost 0 til 6 stig, kaldara til landsins, en frost-
laust við ströndina.
VEÐRIÐ Í DAG
1
0
1 0
0
Dálítil él
Fremur hæg austlæg átt og skýjað með köfl-
um, en dálítil él norðaustantil og við sjóinn.
Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
VEÐRIÐ Á MORGUN
-2
-3
-1 0
-2
Kaldast inn til landsins
Sigursteini Mássyni, fráfarandi formanni Ör-
yrkjabandalags Íslands, fannst ekki brugðist
nægilega vel við þeim athugasemdum sem hann
gerði vegna þjónustu Hússjóðs bandalagsins við
leigjendur. „Ég taldi mjög brýnt miðað við þá
stöðu sem hefur verið undanfarin ár, og reyndar
lengur, að fá nýja stjórn sem tæki þessi mál föst-
um tökum. Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir
öryrkja að þetta sé í lagi,“ segir Sigursteinn.
Í greinargerð sinni vegna tillögu um skipan
fulltrúa í stjórn Hússjóðs segir Sigursteinn að á
síðustu tveimur árum hafi hann nær vikulega
komið á framfæri kvörtunum, athugasemdum
og erindum við formann Hússjóðs, Helga
Hjörvar alþingismann, án þess að gripið hafi
verið til viðeigandi aðgerða.
Tillaga Sigursteins um nýja stjórn, sem meiri-
hluti framkvæmdastjórnar samþykkti, var hins
vegar felld á aukafundi aðalstjórnar í fyrrakvöld
með 16 atkvæðum gegn 15. ,,Tillaga varafor-
manns míns, Emils Thoroddsen, var samþykkt
og ég er ósáttur við að hann hafi farið fram með
þessum hætti. Það er ljóst að ekki ríkir trúnaður
milli mín og nýrrar stjórnar í Hússjóði Öryrkja-
bandalagsins og við þær aðstæður treysti ég mér
ekki til að axla þessa ábyrgð áfram,“ leggur Sig-
ursteinn áherslu á.
Helgi Hjörvar mun ekki sitja í nýrri stjórn
Hússjóðs sem kosin var í fyrrakvöld. Sigursteinn
benti á í greinargerð vegna tillögu um skipan
fulltrúa í nýja stjórn að það væri óheppileg til-
högun og byði heim hagsmunaárekstrum þegar
handhafi löggjafarvaldsins gegndi jafnframt for-
mennsku í félagslegu húsnæðiskerfi sem rekið
væri og stjórnað af frjálsum félagasamtökum.
Varaformaður Öryrkjabandalagsins mun sitja
áfram í stjórn Hússjóðsins.
Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ,
sagði upp starfi sínu í gær. „Ég kom að verkefn-
inu með Sigursteini. Þegar hans nýtur ekki leng-
ur við sé ég ekki forsendur fyrir því að ég verði
hér áfram,“ segir Hafdís. ingibjorg@24stundir.is
Sigursteinn Másson, fráfarandi formaður Öryrkjabandalags Íslands
Ekki brugðist við gagnrýni á Hússjóðinn
Segir af sér Sig-
ursteinn Másson seg-
ist rúinn trausti.
Fimm menn voru í gær úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald fram á
þriðjudag eftir að hafa ráðist á
fjóra óeinkennisklædda fíkni-
efnalögreglumenn á Laugaveg-
inum aðfaranótt föstudags með
höggum og spörkum. Einn þeirra
hlaut þungt höfuðhögg þegar
sparkað var í höfuð hans. Menn-
irnir eru allir frá Litháen og eiga
sakaferil að baki. Lögreglumenn-
irnir voru að hafa afskipti af öku-
manni bifreiðar á Laugaveginum
þegar tveir aðrir bílar komu þar
að. Árásarmennirnir þustu út úr
bílunum og réðust samstundis að
lögreglumönnunum.
Að sögn Friðriks Smára Björg-
vinssonar, yfirlögregluþjóns
rannsóknardeildar, er ekki vitað
nákvæmlega hvað mönnunum
gekk til með árásinni en atvikið
sé litið mjög alvarlegum augum.
„Þetta vegur að starfsöryggi lög-
reglumanna og það er illlíðandi
að svona skuli vera gert, bæði
gagnvart lögreglumönnunum og
réttarvörslu almennt. Það er
meira um þetta en áður var, það
er klárt. En yfirleitt er ekki ráðist
nánast að tilefnislausu á okkur
heldur gerist það við handtökur
eða þess háttar. Það gerir þetta at-
vik sérstakt.“
þsj
Alvarleg árás á lögreglumenn
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Ekki er hægt að koma í veg fyrir
varanlegt framsal orkuauðlinda í
eigu Hitaveitu Suðurnesja (HS) þar
sem fyrirtækið er þegar í
þriðjungseigu einkaaðila, Geysis
Green Energy (GGE). Þetta kemur
fram í nýju frumvarpi til laga um
að ríki og sveitarfélög megi ekki
framselja orkuauðlindir sínar með
varanlegum hætti. Þar er tiltekið að
lögin muni ekki ná til orkufyrir-
tækja sem einkaaðilar eiga þegar í.
Eina slíka fyrirtækið hérlendis er
HS.
Ítök einkaaðila hindra kvaðir
Össur Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra segir í 24 stundum í dag
að frumvarpið hafi verið samþykkt
í ríkisstjórn í gærmorgun og sé til
umfjöllunar í þingflokkum. „Ég
vildi láta það frumvarp ná yfir öll
orkufyrirtæki þar sem hið opin-
bera á meirihluta. Ég hafði hins
vegar sjálfur efasemdir um að það
stæðist ákvæði stjórnarskrár, meðal
annars um jafnræði, og lét sérfræð-
inga í stjórnskipunarrétti skoða
það mjög vel, þar á meðal Eirík
Tómasson prófessor, sem skilaði
mér formlegu áliti. Niðurstöður
allra voru á sama veg, að það væri í
andstöðu við ákvæði stjórnarskrár-
innar að slík lög myndu ná yfir
orkufyrirtæki sem einkaaðilar ættu
hlut í. Það er því ljóst að Alþingi
getur ekki lagt kvaðir á varanlegt
framsal orkuauðlinda sem eru í
eigu Hitaveitu Suðurnesja vegna
ítaka einkaaðila.“
Í upphafi árs 2007 var HS að
fullu í eigu ríkis og sveitarfélaga og
nýju orkulögin hefðu náð til fyr-
irtækisins á þeim tíma. Á fjárlög-
um ársins 2007 var hins vegar sett
heimild til að selja 15,2 prósenta
hlut íslenska ríkisins í HS og þegar
hluturinn var auglýstur var það
tekið fram að opinber orkufyrir-
tæki mættu ekki bjóða í hann.
HS er eina orkufyrirtæki lands-
ins sem á sjálft sínar orkulindir.
Þegar GGE var seldur hlutur rík-
isins í HS, eftir að hafa boðið 40
prósentum hærra en næsti bjóð-
andi, var ríkið því að selja hlut sinn
í auðlindum til einkaaðila. GGE á í
dag 32 prósenta hlut í HS.
Ný orkulög
ná ekki til HS
Frumvarp hindrar ekki framsal auðlinda Hitaveitu Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja Ný orkulög
geta ekki sett kvaðir á framsal orku-
auðlinda í eigu HS vegna þess að
einkaaðilar eiga þegar í fyrirtækinu.
➤ HS er eina orkufyrirtækilandsins sem á sjálft sínar
orkuauðlindir.
➤ Með kaupum GGE á hlut í fyr-irtækinu komust orkuauð-
lindir í fyrsta sinn að hluta til
í eigu einkaaðila.
➤ Ný orkulög munu ekki getahaft áhrif á þá stöðu.
FRAMSAL AUÐLINDA
NÝTT BLÓл38
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
„Ég hef ákveðið að láta af störfum
og leita á önnur mið. Það er með
eftirsjá og sökn-
uði sem ég kveð,
enda hef ég unnið
með sérstöku úr-
valsfólki, bæði hjá
Ári og degi og síð-
an Árvakri,“ segir
Karl Garðarsson,
útgáfustjóri
prentmiðla Árvakurs, sem lætur
af störfum á mánudag. Karl á að
baki tæplega 22 ára starf í fjöl-
miðlum. Hann var einn af stofn-
endum Blaðsins á vormánuðum
2005, nú 24 stunda.
Karl Garðarsson
kveður Árvakur
Í gærmorgun slitnaði upp úr við-
ræðum um málefni vakta-
vinnufólks milli
Bandalags starfs-
manna ríkis og
bæja og
Bandalags há-
skólamanna ann-
ars vegar og ríkis
og sveitarfélaga
hins vegar. Um viðræðurnar var
samið í síðustu kjarasamningum
og hafa þær staðið síðan þá.
Erfiðlega hefur gengið að fá fólk
til vaktavinnu og var viðræðum
ætlað að finna leiðir til að bregð-
ast við þeim vanda. Ögmundur
Jónasson, formaður BSRB, segir
samninganefndina hafa mætt
áhugaleysi viðsemjenda sinn á að
bæta kjör vaktavinnufólks og það
sé miður. fr
Viðræðum um
vaktavinnu slitið
Kaupsamningum á fasteigna-
markaði fækkaði mjög í desem-
ber sl. miðað við sama mánuð ári
áður. 540 samningum var þing-
lýst, 15% færri en ári fyrr, þótt
veltan sé rúmlega 5% meiri.
Greiningardeild Kaupþings telur
að „hæg aðlögun“ eigi sér nú stað
á fasteignamarkaðnum. Á næstu
mánuðum megi gera ráð fyrir að
markaðurinn „frjósi“ með nafn-
verðslækkunum.
„Frost“ á fast-
eignamarkaði
Skráð atvinnuleysi í desember
2007 var 0,8% eða að með-
altali 1357 manns, sem eru 36
fleiri en í nóvember. Atvinnu-
leysi er um 28% minna en á
sama tíma fyrir ári þegar það
var 1,2%.
Vinnumálastofnun segir að
atvinnuástandið versni yf-
irleitt milli desember og jan-
úar.
Minna en í fyrra
Atvinnuleysi
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630
Opið mánud.–föstud. 10–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12-16
Risaútsa
la
Allt að
afsláttu
r af
öllum ú
tilegu-
vörum
30%
TB
W
A
\R
EY
K
JA
V
ÍK
\S
ÍA