24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þetta eru merkar minjar og menningarverð- mæti. Bíllinn var seldur eftir stríð, líkt og fleiri eigur Gerlachs og er flygillinn hans ein helsta prýði Ráðherrabústaðarins í dag. „Flugstöðin í Keflavík er versta flugstöð sem ég hef nokkurn tíma sofið í vegna þess að öryggisverð- irnir láta mann ekki í friði,“ segir notandi vefsíðunnar Sleep- inginairports.com á umræðu- þræði síðunnar. Í 24 stundum á fimmtudag var sagt frá Þjóðverja sem kvartaði sáran yfir bágborinni svefn- aðstöðu í Leifsstöð, en Elín Árna- dóttir forstjóri sagði stranglega bannað að gera sér svefnstað í flugstöðinni. Á Sleepinginairports.com skiptast ferðalangar á skoðunum um hvernig sé að sofa á hinum og þessum flugvöllum. Skiptar skoð- anir eru um Leifsstöð, en flestir eru afar ósáttir við að fá ekki að sofa þar. Annar notandi talar um að það sé frábært að sofa í Leifsstöð sé maður á leið frá Íslandi. Hann segir stólana þægilega, en tekur undir gagnrýnisraddir um að svefnaðstaða fyrir komufarþegar sé ekki góð, enda er bannað að sofa þar. atli@24stundir.is Vilja sofa í Leifsstöð Þegar myrkur og kuldi er alla að æra er gott að gera tilraunir. Flestir kannast við Pipeline, tölvuleikinn sem snýst um að byggja vatnspípur, og þessi bygg- ingarsogrör virka eins. Þú getur drukkið marga drykki í einu og deilt með öllum vinunum. Fæst á www.thinkgeek.com/geektoys/ og kostar pakkinn 9.99 dollara. re Sogrör fyrir tilraunaglaða Ef sogrörin hressa ekki nóg er alltaf hægt að fá sér ís; geimfaraís. Þurrfrysti ísinn er til í þremur bragðtegundum, og ef þú vilt fá alvöru geimfarareynslu skaltu fá einhverja sterka til að halda á þér á hvolfi meðan þú borðar. Fæst á www.thinkgeek.com/geektoys/ og kostar ísinn 2.99 dollara og geymist hann óopnaður í 3 ár. re Má bjóða þér geimfaraís? Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Gerlach-bíllinn svokallaði hefur ratað á götur Reykjavíkur að nýju, eftir 35 ára fjarveru. Um er að ræða handsmíðaða bifreið af Mercedes Benz 290 gerð, en aðeins um 500 eintök voru framleidd og ætluð háttsettum nasistaforingjum og njósnurum Þriðja ríkisins. Bíllinn kom hingað til lands árið 1939 með þáverandi aðalræð- ismanni Þýskalands, Werner Ger- lach, og vakti bíllinn svo mikla at- hygli á götum borgarinnar að nafn eigandans festist við hann. Mikil menningarverðmæti Þór Whitehead sagnfræðingur hefur skrifað mikið um Werner Gerlach í bókum sínum, þar sem töluvert er minnst á bílinn. „Þetta eru merkar minjar og menning- arverðmæti. Bíllinn var seldur eftir stríð, líkt og fleiri eigur Gerlachs og er flygillinn hans ein helsta prýði Ráðherrabústaðarins í dag.“ Gerlach, Werner Gerlach Þegar bíllinn var gerður upp ár- ið 1968 fannst í blæju hans víra- flækja sem talið er að hafi verið loftnet, því það lá niður í leynihólf þar sem koma hefði mátt fyrir tal- stöð til þess að hafa samband við kafbáta og herskip við strendur Ís- lands. Vitað er að Gerlach hafði talstöð í ræðismannsbústaðnum og því ekki staðfest hvort geymslu- hólfið hafi verið nýtt af Gerlach eð- ur ei. Hins vegar svipar njósnasaga Gerlachs og bíls hans óneitanlega til njósnara hennar hátignar, Bond, James Bond, sem einnig hafði yfir leyndardómsfullum bíl að ráða. Leituðu bílinn uppi Fornbílaklúbbsfélagarnir Örn Sigurðsson, Rúnar Sigurjónsson og Sigurður Karlsson eiga mestan heiðurinn af heimkomu Gerlach- bílsins, en þeir nutu einnig fjár- hagslegs stuðnings Jóhannesar Kristinssonar, sem er mikill Benz- áhugamaður. Fundu þeir bílinn í gegnum Eyjólf Sigurðsson, forseta Kiwanis-hreyfingarinnar í Indiana í Bandaríkjunum, en kunningi hans átti þá bílinn, sem hafði farið úr landi með setuliðsmanni árið 1972, eftir að hafa verið í eigu fjög- urra Íslendinga á undan. Er bíllinn allur í frábæru ásigkomulagi. Hann er uppgerður með upprunalegri vél og skiptingu, í litum Luftwaffe, flughers Þriðja ríkisins, ljósgrár með dökkgráum brettum. Óhætt er að kalla bílinn höfuðdjásn Forn- bílaklúbbs Íslands, en sérfræðingar telja að á uppboði megi fá allt að 20 milljónir íslenskra króna fyrir bílinn, sem á svo sannarlega heima hér á landi. Afar fágæt bifreið komin aftur á heimaslóðir Njósnarabíll nasista Schön Þýski eðalvagninn er fagur á að líta, en þeir smíða þá víst ekki svona lengur. ➤ Smíðaður 1937 fyrir herinn, íMannheim-verksmiðjunum í Stuttgart. ➤ Vélin er 6 strokka, 2,9 lítra ogskilar um 130 hestöflum. Bíll- inn er 2,2 tonn að þyngd. ➤ Kaupverð hans er um 12,5milljónir íslenskra króna. GERLACH-BÍLLINNEinn fágætasti bíll heims er kominn hingað til lands að nýju, þar sem hann sleit barnsdekkj- unum. Ekki er vitað um aðra bíla sömu gerðar í jafngóðu ásigkomulagi. Kraftlyftinga- og athafnamað- urinn Hjalti Úrsus Árnason og Halla Heimisdóttir íþróttakenn- ari hafa stofnað saman fyrirtækið Eldingu. Um er að ræða þrek- og líkamsræktarstöð sem staðsett er í íþróttahúsinu að Varmá. „Við erum með mjög fullkomin tæki að öllu leyti, og meira að segja eina nýja græju sem er lík- lega besta hlaupabretti á landinu og það eina sinnar tegundar hér,“ segir Hjalti og bætir við: „Þetta bretti var kosið besta hlaupa- bretti ársins á síðasta ári og fer betur með fæturna en hefð- bundin bretti því það hreyfist með fætinum. Öll högg á líkam- ann minnka. Þeir sem prófa það eru alveg dolfallnir og konur eru mjög hrifnar því hægt er að hlaupa mun hægar en samt brenna jafn miklu og á öðrum hlaupabrettum. Þú verður eig- inlega bara að koma og sjá því þetta er svo flott,“ segir Hjalti og hlær. „Það er svo fullkomið að þetta er bara eins og að fara í geimfar eða eitthvað slíkt.“ heida@24stundir.is Hjalti Úrsus með líkamsrækt í Mosó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.