24 stundir - 12.01.2008, Síða 5

24 stundir - 12.01.2008, Síða 5
37 40 70 80 www.stillumhitann.is Átakið var unnið af Orkuveitu Reykjavíkur í samvinnu við Landspítala – háskólasjúkrahús og Sjóvá Forvarnahúsið. Hitamál – sem snertir okkur öll Nokkur lykilatriði Sýndu ávallt fyllstu aðgát þegar heitt vatn er annars vegar Láttu renna úr krananum smá stund til að ná réttu hitastigi Kannaðu hitastig vatnsins áður en þú ferð út í það Tryggðu stöðugt eftirlit með búnaði og reglulegt viðhald Leitaðu aðstoðar fagmanna við val á lausnum Gerðu ráðstafanir strax í dag! Ef slys verður, kældu strax og ráðfærðu þig við lækni Í apríl á síðasta ári hleypti Orkuveita Reykjavíkur, í samstarfi við Sjóvá Forvarnarhúsið, Landspítala - háskólasjúkrahús og byggingafulltrúann í Reykjavík, af stokkunum átakinu Stillum hitann hóflega. Markmiðið með átakinu var að fækka brunaslysum af völdum heits neysluvatns en Íslendingar eiga trúlega heimsmet í fjölda slíkra slysa. Átakið hefur nú þegar skilað töluverðum árangri. Stærsti sigurinn felst í því að nánast allt húsnæði sem tekið er í notkun er nú með varmaskiptabúnað sem lækkar hitastig neysluvatns. Þá hafa lagnaefnissalar náð góðum árangri í að þróa lausnir sem henta fyrir eldra húsnæði. Þetta, ásamt markvissri fræðslu til almennings, hefur skilað því að brunaslysum hefur fækkað umtalsvert að mati Landspítala Háskólasjúkrahúss. Sjóvá Forvarnarhús mun annast vefinn www.stillumhitann.is, þar sem m.a. má finna ýmsan fróðleik og upplýsingar um forvarnir og Fræðslusetrið Iðan mun halda utan um námskeiðshald fyrir fagaðila. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 0 0 0 5

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.