24 stundir - 12.01.2008, Side 16

24 stundir - 12.01.2008, Side 16
16 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Það mál, sem helzt brennur á foreldrum skólabarna á höfuðborg- arsvæðinu, kannski fyrir utan viðvarandi manneklu í skólum og á frí- stundaheimilum, er hinn svokallaði heildstæði skóladagur. Þetta kom skýrt fram á fundi, sem menntasvið Reykjavíkurborgar og Íþrótta- og tómstundaráð efndu til í fyrradag. Þar kvaddi m.a. Kristín Ólafsdóttir sér hljóðs og benti á að markmiðin með einsetningu grunn- skólans hefðu ekki náðst. Þá hefði verið stefnt að því að frístundaiðkun barna færðist inn í skólann og vinnudegi allrar fjölskyldunnar væri lokið klukkan fimm. Af því hefði ekki orðið. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lofuðu allir flokkar að koma málum þannig fyrir að börnin gætu lokið sínum „vinnutíma“ fyrir klukk- an fimm, eins og flestir foreldrar. Þannig yrðu samverustundir fjölskyld- unnar bezt tryggðar, í stað þess að krakkarnir séu á íþróttaæfingum, í tón- listartímum og öðru tómstundastarfi fram undir klukkan sjö á kvöldin og jafnvel lengur. Nokkur lítil skref hafa verið stigin í átt að heildstæðum skóladegi. Sums staðar í borginni er samstarf milli frístundaheimila og íþróttafélaga. Sums staðar eru tónlistarskólar í samstarfi við grunnskólana. Staðan er hins veg- ar mjög mismunandi eftir hverfum. Markmiðin hafa langt í frá náðst. Það sem er unnið með heildstæðum skóladegi er ekki bara meiri sam- vistir barna og foreldra. Ef núverandi borgarstjórnarmeirihluta er t.d. al- vara með að vilja draga úr umferð í borginni, eru aðgerðir í þessum mál- um ein áhrifaríkasta aðferðin til þess. Skutl foreldra með börn eftir skólatíma eykur bæði á umferðaröngþveitið og kemur niður á framleiðni atvinnulífsins. Með því að leyfa ýmsum einkaaðilum sem bjóða upp á tómstundastarf að nota aðstöðu í skólunum er hægt að nýta betur þá fjárfestingu, sem ráðizt var í vegna einsetningar grunnskólans. Glæsilegar skóla- byggingar standa víða að mestu leyti auðar eftir klukkan tvö eða þrjú á daginn. Reynslan frá öðrum sveitarfélögum sýnir að vel er hægt að ná árangri í að samþætta skóla og tómstunda- starf. Einna beztur árangur hefur líklega náðst á Sel- tjarnarnesi og í Reykjanesbæ. Það er jákvætt að borgaryfirvöld vilji hlusta á íbúana eins og gert var á fundinum með foreldrum í fyrradag. Þá er bara að hrinda ábendingum kjósenda í framkvæmd. Skólinn og skutlið SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Hugmynd ASÍ virðist (mis- heppnuð) tilraun til að komast hjá tveggja þrepa skattkerfi sem hefur að ósekju verið útmálað sem grýla. Stað- reyndin er sú að tveggja þrepa skattkerfi er ein- falt í fram- kvæmd og stað- greiðsla í því yrði ámóta ná- kvæm og nú er með lítilli breyt- ingu á staðgreiðslukerfinu. Ein- faldleiki skattkerfis ræðst ekki af fjölda skattþrepa eða út- reikningsreglum. Tölvurnar í skattkerfinu og launaforritin láta sig litlu skipta hvort stuðl- arnir í skattareglunni eru fleiri eða færri. Indriði H. Þorláksson inhauth.blog.is BLOGGARINN Einfalt kerfi Vegagerð ríkisins minnir mig oft á staða belju sem var að gera mér lífið leitt þegar ég var kúasmali. Það var gersam- lega ómögulegt að koma henni úr stað ef hún hafði ákveðið eitthvað, hversu heimsku- legt sem það var. Ef hún tók það í sig að vilja ekki af básnum út í góða veðrið að úða í sig ilmandi grasið [...]. Ef hún tók það í sig að vilja ekki heim að láta mjólka sig – þá þrýsti hún klaufunum ofan í svörðinn og stóð þar pikkföst! Vegagerðin ætlar ekki að leggja Sundabrautina í göng. Hversu heimskulegt sem það er að gera það ekki. Hallur Magnússon hallurmagg.blog.is Gömul belja Lausatökin og aðhaldsleysi í rík- isútgjöldum hjá þessari rík- isstjórn er grafalvarlegt mál við þær aðstæður sem nú eru og eru fyrirsjáan- legar að margra mati. Þessi staða mála og sú stað- reynd að út- gjaldaliður fjár- laga þandist út um tæplega 20% gerir það að verkum að rík- isstjórnin hefur nánast ekkert svigrúm til þess að koma að lausn kjarasamninga. Útgjaldagleðin hefur einfaldlega sett ríkisstjórn- ina algerlega út í horn og hún hefur ekki mikið svigrúm til þess að taka á lausn þeirra mála sem við blasa. Magnús Stefánsson www.magnuss.is Úti í horni Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Nú er lengsta brúðkaups- ferðalagi íslenskra stjórnmála að ljúka en ískaldur og grár hversdagsleikinn að taka við. Þetta er mat stjórnarandstöðunnar á stöðu ríkisstjórnarinnar við upphaf fyrsta vorþings ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Sá sem lýsir vantrú á stjórnarsamstarfið með þess- um orðum er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra, og vísar í leiðinni til þess að oddvitar beggja ríkisstjórnarflokkanna hafi verið í útlöndum á ögurstundu í kjaramálum þegar ríkisstjórnin hefði átt að leggja eitthvað til málanna. Þingflokks- formenn Framsóknar og Vinstri grænna eru alveg sammála Kristni um að alvarlegir brestir séu í stjórnarsamstarfinu, pólitísk ólga verði mikil í landinu á fyrstu mánuðum ársins. Prófsteinn á hjónabandið Hvort þetta er óskhyggja þingmanna í ósamstæðri og örvæntingarfullri stjórnarandstöðu eða hvort sannleikskorn er í því að djúpur ágreiningur sé um stefnu í helstu hagsmunamálum þjóðarinnar skýr- ist á vorþingi. Komist ríkisstjórnin klakklaust í gegnum kjara- samninga og niðursveiflu í efnahagslífinu hlýtur hún að vera á góðu róli og hjónabandið jafngott og hveitibrauðsdagarnir. Eins og ráðherrarnir vilja og eins og ráðherrunum finnst, ef marka má orð iðnaðarráðherra á öðrum stað í blaðinu. Össur Skarphéðinsson segir ríkisstjórnina góða og besta kostinn og hann segir líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sýnt pólitísku tilfinningalífi sínu nærgætni. Saman gegn Davíðsvæðingu Valgerður Sverrisdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina ekki öf- undsverða við ríkjandi aðstæður. „En staðan væri heldur ekki svona ef Framsóknarflokkurinn væri í ríkisstjórn.“ Hún spáir erfiðleikum í evru- og efnahags- málum. „Staðan í þjóðfélaginu er mjög var- hugaverð og við hljótum að reikna með miklum umræðum um Davíðsvæðingu dómskerfisins strax og þing kemur saman,“ segir Valgerður. Talsmenn hinna flokkanna taka undir, en Ögmundur Jón- Hvar endar brúðkaupsferðin? SKÝRING                      Rómantísk frönsk húsgögn, heimilis- og gjafavara 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad Born og uppeldi 16.januar 2008

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.