24 stundir - 12.01.2008, Side 25

24 stundir - 12.01.2008, Side 25
24stundir LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 25 Vegagerðin fagnar umfjöllun um gerð Sundabrautar og þá kosti sem eru til skoðunar. Nauðsynlegt er að tekin sé upplýst ákvörðun sem byggir á staðreyndum. Þess vegna er nauðsynlegt að benda á nokkrar slíkar. Nýjasta skýrslan um gerð jarðganga er skýrsla sem Reykja- víkurborg og Vegagerðin láta gera, ekki Vegagerðin ein. Skýrslan er unnin af verkfræðistofunni VGK Hönnun og þar á bæ komast menn að þeirri niðurstöðu að jarðgöng með vegtengingum kosti 24 millj- arða króna. Vegagerðin hefur ekki setið á þessari skýrslu. Líkt og fram hefur komið er þetta níu milljörðum króna dýrari lausn en innri leiðin eða eyjalausn- in. Kostnaður upp á um 15 millj- arða í því tilviki hefur verið upp- færður til sama verðlags og miðað við breytta útfærslu. Í fyrri skýrslu um jarðgöng var fjallað um sænsku Södra Länken- göngin og því voru þau skoðuð nú. Vegna þess að úr þeirri skoðun kom enn hærri tala óskaði Vega- gerðin eftir því að einnig yrðu skoðuð göng í Noregi og við það lækkaði talan fyrir göng og teng- ingar niður í 24 milljarða króna. Sömu norsku staðlar og hér er miðað við eru notaðir við gerð Bol- ungarvíkurganga, undirbúning Vaðlaheiðarganga og tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Einnig þau verða því dýrari en ella vegna nýrra regla. Þá er einkennilegt þegar því er haldið fram að Vegagerðin eigi ekki að hafa skoðun í málinu. Það er yf- irlýst hlutverk Vegagerðarinnar að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Hver á að hafa skoðun á vegagerð ef ekki Vegagerðin? Ákvörðun um legu og gerð Sundabrautar er ekki Vegagerðarinnar einnar og því nauðsynlegt að Vegagerðin ekki eingöngu skoði kostina heldur segi líka álit sitt á þeim. Niðurstaða VGK Hönnunar í skýrslu Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um kostnað við gerð jarðganga byggir á norskum stöðlum og getur seint talist póli- tík. Vegagerðin og starfsmenn hennar eru ekki í pólitík, annarri en þeirri sem kalla mætti vegapóli- tík og þeir eru ráðnir til að stunda. Að lokum er fróðlegt að í um- ræðunni hafa menn dregið Gríms- eyjarferjuna á flot en það varpar vissulega ljósi á kostnaðarstærðirn- ar í þessum framkvæmdum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur skoðun UMRÆÐAN aG. Pétur Matthíasson Vegagerðin og starfs- menn hennar eru ekki í pólitík, ann- arri en þeirri sem kalla mætti vegapólitík Mikil greinaskrif hafa átt sér stað undanfarið um fyrirhugaða olíu- hreinsunarstöð sem fyrirtæki kennt við hátækniiðnað hyggst reisa á Vestfjörðum. Þar hafa skipst á skoð- unum tveir samfylkingarmenn sem eru einungis sammála um að vera ósammála um flest það sem að framkvæmdinni snýr. Reyndar hafa dálksentimetrarnir að litlu leyti farið í málefnalega umræðu um kosti og galla olíuhreinsunarstöðvar á þess- um stað, heldur hefur púðrinu frek- ar verið eytt í ásakanir um dóna- skap, öfgar, skilningsleysi, ósannindi og lygar. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ragnar Jörundsson, lýsti því yfir á bloggsíðu sinni að margir sem væru á móti olíuhreinsunarstöðinni vissu sáralítið um hvað væri að ræða. Ætla mætti að bæjarstjórinn hefði sjálfur sett sig vel inn í framleiðslu- ferlið, orkunotkun, mengunarmál og yfirleitt allt það sem skipt gæti máli fyrir sveitarfélagið ef af fram- kvæmdinni yrði. Því varð ég óneit- anlega fyrir miklum vonbrigðum með útskýringar hans en hann sagði: „Þessi iðnaður er mjög snyrti- legur og má segja að vinnslan sé svipuð og í mjólkurbúum þ.e. ein- hverskonar skilvinda. Mengun er sáralítil. Það er jú losun koltvísýr- ings en hann hefur ekki verið skil- greindur sem mengun, hann er náttúrulegt efni. Olíuhreinsistöð er ekki orkufrekur iðnaður. Skilgrein- ing á stóriðju er orkufrekur iðnaður. Ekki þarf að virkja fyrir þennan iðn- að.“ Þessi útskýring er því miður ekki sérlega nákvæm og hljómar fremur eins og hún væri skrifuð fyr- ir kennslubók í landafræði fyrir grunnskóla. Því vil ég hér með biðja bæjarstjórann að svala fróðleiks- þorsta mínum eftir bestu getu: 1. Hversu mikla raforku mun svona olíuhreinsunarstöð nota á ári hverju? 2) Nýtir hún einnig orku frá brennslu olíu eða jarðefna? Hversu stór hluti er það af heildarþörfinni? 3) Hvar liggja mörkin sem segja til um hvort hér er um stóriðju að ræða eða ekki? 4) Eru einhver skaðleg spilliefni sem fara út í sjó eða andrúmsloftið? Hver eru þau og hversu mikið magn er um að ræða? 5) Hve mikil losun koltvísýrings fylgir starfseminni árlega og hversu stór hluti af fyrirhuguðum kvóta Ís- lands er það? 6) Hefur verið gerð könnun með- al íbúa á Vestfjörðum um fyrirhug- aða framkvæmd? 7) Hafa Vestfirðingar verið spurðir hvort þeir hafi sjálfir áhuga á að starfa í þessari olíuhreinsunar- stöð? 8) Hvernig hyggst Vesturbyggð manna fyrirhuguð 500 störf í stöð- inni? 9) Ef stærstur hluti starfsmanna kemur erlendis frá, hefur bæjar- stjórinn engar áhyggjur af félagsleg- um og menntunarlegum málum sem hljóta að fylgja í kjölfarið? 10) Hvað með ímynd Vestfjarða sem stóriðjulaust svæði og óspillt náttúra? Ætlar bæjarstjórinn að breyta þeirri ímynd eða telur hann að ferðamenn muni flykkjast vestur á firði til að skoða olíuhreinsunar- stöð líkt og kollega hans í Ölfusi heldur fram um fyrirhugaðar virkj- anir á Hengilssvæðinu? Í nóv./des. útgáfu National Geog- raphic völdu 522 sérfræðingar áhugaverðustu eyjar heims fyrir ferðamenn og náttúruunnendur. Ís- land lenti þar hátt á listanum, nr. 5 af um 100 eyjum. Hins vegar var tekið fram að blikur væru á lofti og uppbygging málmbræðslu og vatns- aflsorkuvera gæti spillt ímynd landsins og dregið úr gildi þess sem spennandi áfangastaður. Að mati undirritaðs er umræðan um olíu- hreinsunarstöð á Vestfjörðum á kol- röngum stað og kolröngum tíma. Það er deginum ljósara að uppbygg- ingar er þörf á Vestfjörðum líkt og á Norðurlandi vestra og jaðarsvæðum Austurlands. Hins vegar má alls ekki spilla því dýrmætasta sem Vestfirð- ingar og landsmenn allir eiga í krampakenndum tilraunum til að bæta núverandi ástand. Því sting ég upp á að haldin verði metnaðarfull alþjóðleg samkeppni um framtíð svæðisins til að fá bestu og frumleg- ustu hugmyndirnar upp á borðið. Ég hvet hér með ríkisstjórnina og fjársterka einkaaðila til að sperra eyrun og styðja þessa hugmynd mína. Skipanir nefnda skila engu nema vonbrigðum og það er varla við því að búast að stjórnmálamenn eða umhverfissinnar komi með bestu hugmyndirnar. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Kolrangur staður og tími UMRÆÐAN aSigurður Hr. Sigurðsson Hafa Vest- firðingar ver- ið spurðir hvort þeir hafi sjálfir áhuga á að starfa í þess- ari olíuhreinsunarstöð? Allt á að seljast 20-60 % afsláttur af öllum vörum Verslunin flytur í Kringluna 4. febrúar 2008

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.