24 stundir - 12.01.2008, Side 4
4 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir
Gera má ráð fyrir að ráðstöfun-
artekjur þeirra öryrkja sem ekki
vinna og fá ekkert úr lífeyrissjóði
aukist um 20 til 40 prósent sam-
kvæmt tillögum um breytt fyrir-
komulag örorkubóta á Íslandi sem
lagðar hafa verið fram í örorku-
matsnefnd forsætisráðherra. Þetta
kemur fram í úttekt Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands sem
gerð var fyrir Öryrkjabandalag Ís-
lands.
Innan bandalagsins eru þó
skiptar skoðanir um hvort breyta
eigi yfirhöfuð núverandi örorku-
mati en nýja matið á að taka betur
mið af breytilegum aðstæðum ör-
yrkja. „Ég veit ekki hvernig þessi
mál munu þróast héðan í frá,“ seg-
ir Sigursteinn Másson, fráfarandi
formaður Öryrkjabandalagsins.
Hann segir marga aðila innan
bandalagsins óttast að breytt ör-
orkumat stefni afkomu öryrkja í
tvísýnu. „Ég held aftur á móti að
þótt eftir sé að útfæra ýmislegt þá
geti það verið lykillinn að því að
frelsa öryrkja undan þeirri fátækt-
argildru sem þeir hafa setið fastir í í
núverandi kerfi.“
Í hugmyndum um nýtt bótakerfi
er gert ráð fyrir að færni sé metin
tíðar en nú og lífeyrir taki aðeins
mið af henni.
Samkvæmt núverandi kerfi veit-
ir 75 prósenta örorkumat full rétt-
indi til bóta en 49 prósenta mat
engin réttindi. Samkomulag hefur
náðst innan örorkumatsnefndar
um tvískipt mat, það er stöðumat
og starfshæfismat, og sveigjanlegt
mat. Atvinnuleysistryggingasjóður
á að bæta ónýtta vinnugetu. Sam-
komulag er einnig um afnám
tekjutenginga.
Ef maður með 50 prósenta færni
fær ekki vinnu er gert ráð fyrir að
hann fái hálfar atvinnuleysisbætur,
samkvæmt hugmyndum um nýtt
bótakerfi en maður með 40 pró-
senta færni á rétt á 40 prósentum
fullra atvinnuleysisbóta svo dæmi
séu tekin. Óvissa er um samspil líf-
eyrissjóða og Tryggingastofnunar
ríkisins, hlutverk þjónustufulltrúa,
aukna starfsendurhæfingu og
menntun og hlutverk aðila vinnu-
markaðarins, samkvæmt upplýs-
ingum Öryrkjabandalags Íslands.
ingibjorg@24stundir.is
Úttekt Hagfræðistofnunar á tillögum um nýjar örorkubætur
Óvissa um nýtt örorkumat
Eftir Ægi Þór Eysteinsson
aegir@24stundir.is
„Lögin um reykingabannið eru sér-
stök að því leyti að þau eru sérlög
sem við eigum að framfylgja en
heyra undir heilbrigðisráðuneytið,
á meðan í öðrum lögum sem við
eigum að framfylgja eru
þvingunarúrræðin miklu skýrari
hvað okkur varðar,“ segir Rósa
Magnúsdóttir, deildarstjóri holl-
ustuháttadeildar umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar.
Umhverfissvið borgarinnar
sinnir eftirliti með því hvort veit-
inga- og skemmtistaðir framfylgi
reykingabanninu sem gekk í gildi í
sumar. Sviðið skoðar staðina einu
sinni á ári og kannar frekar eftir
ábendingar frá gestum staðanna.
Nokkrir staðir til athugunar
„Það eru nokkrir staðir til athug-
unar og þessi mál eru öll saman í
ákveðnu ferli,“ segir Rósa. „Þessi
staða hefur aldrei komið upp áður
enda reglugerðin ný. Þó úrræðin
séu óljós hvað okkur varðar er ljóst
að samkvæmt reglugerðinni getum
við kært þessi brot til lögreglu sem
hefur heimildir til að beita sektum
þó við megum það ekki.“
Úrræði óskýr
Bareigandi við Laugaveg segir yfirvöld skorta úrræði til að loka
reykingaherbergi Borgaryfirvöld skoða næstu skref í málinu
➤ Vinnueftirlit ríkisins, heil-brigðisnefndir sveitarfélaga
og ýmsar stofnanir hafa eft-
irlit með að reykingabann sé
virt.
➤ Viðskiptavinur veitingahússgetur beint kvörtun til heil-
brigðisyfirvalda.
EFTIRLIT MEÐ REYKBANNI
Aflokað Reykherbergið á Barnum er aflokað
með glervegg. Tóbaksvarnalög banna allar
reykingar innandyra í almenningsrými.
24 stundir/Árni Sæberg
Karl Matthíasson, þing-
maður Samfylkingarinnar
og varaformaður sjáv-
arútvegsnefndar, segir
ljóst að álit mannrétt-
indanefndar SÞ um að
endurskoða beri fisk-
veiðistjórnunarkerfið ís-
lenska muni draga dilk á
eftir sér.
„Þetta leggur þær skyldur
á herðar okkur að skoða
sjávarútvegskerfið með tilliti til jafnræðisreglunnar. Ég er sannfærður
um að þegar menn fara að skoða þetta kerfi betur muni það leiða til
breytinga og að kerfið verði opnara. Því staðan er sú að það eru alltaf
færri og færri sem hafa aðgang að því.“
Karl segir að meðal sjálfstæðismanna sé einnig vilji til breytinga. „Við
vitum hver skoðun þeirra hefur verið í gegnum árin. En innan raða
flokksins er fólk sem vill sjá breytingar á þessum málum. “ hos
Kvótakerfið mun breytast
Freyju Haraldsdóttur þroska-
þjálfanema var í gær afhent Rós-
in, hvatningarverðlaun sem veitt
eru í minningu Ástu B. Þorsteins-
dóttur hjúkrunarfræðings. Fjöl-
skylda Ástu veitir verðlaunin í
samvinnu við Þroskahjálp en
Ásta var um margra ára skeið öt-
ull talsmaður fatlaðra. Freyja hef-
ur boðað jafnrétti fyrir fatlaða og
þátttöku þeirra í samfélaginu. igs
Freyja hlaut
Rósina í ár
Þingmenn Sjálfstæðisflokks í sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarnefnd eru
ekki sammála Karli Matthíassyni.
Arnbjörg Sveinsdóttir, sjálfstæð-
iskona og formaður nefndarinnar,
segir ekki miklar líkur til þess að
niðurstaða mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna um að
grunnforsendur íslenska kvótakerf-
isins standist ekki verði til þess að
miklar breytingar verði gerðar á
stjórn fiskveiðimála. „Niðurstaðan
hefði þá áhrif á fiskveiðistjórn-
unarkerfi í öllum þróaðri ríkjum,“
segir Arnbjörg.
Kjartan Ólafsson sjálfstæðismaður,
sem einnig er í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, tekur undir með
Arnbjörgu. Þingmenn Vinstri grænna fagna hins vegar niðurstöðum
mannréttindanefndarinnar. Í yfirlýsingu frá þeim ítreka þau kröfu
sína um heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða. hos
Ekki einhugur í sjávarútvegsnefnd
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu verð að þessu sinni á Kel-
loǵs special K orginal kornstöngum, 6 stk. í pakka.
Mikill verðmunur reyndist vera og var hæsta verð 58%
hærra en það lægsta eða 127 krónur.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
Mikill munur á kornstöngum
Jóhannes
gunnarsson
NEYTENDAVAKTIN
Kelloǵs special K original kornstangir 6 stk. í pakka
Verslun Verð Verðmunur
Nettó 219
Hagkaup 285 30,1 %
Kjarval 299 36,5 %
Samkaup-Strax 299 36,5 %
Þín verslun Seljabraut 319 45,7 %
11-11 346 58,0 %
24stundir/Árni Torfason