24 stundir - 12.01.2008, Page 12
12 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir
Vladimír Pútín, forseti Rúss-
lands, hefur skipað Dimitrí
Rogozin sem nýjan sendiherra
Rússa gagnvart Atlantshafs-
bandalaginu (NATO).
Rogozin er þekktur þjóðern-
issinni og hefur varað við því
að Rússlandi standi ógn af
NATO auk þess sem hann hef-
ur kallað eftir einarðri afstöðu
Rússa gegn sjálfstæði Kosvo.
Skipun Rogozin í embættið
þykir endurspegla harðari og
ákveðnari stefnu Pútíns gagn-
vart NATO. ejg
Rússland
Afstaðan til
NATO herðist
● Ceciliu Sarkozy hefur verið
neitað um lögbann á útgáfu
bókar þar sem meðal annars er
haft eftir henni að fyrrverandi
eiginmaður hennar Nicolas
Sarkozy, forseti Frakklands,
elski engan – ekki einu sinni
börnin sín, auk þess sem hann
sé karlremba og ómerkilegur.
● Edmunds Hillary, Nýsjá-
lendingsins sem varð fyrsti
hvíti maðurinn til að ná toppi
Everestfjalls, hæsta fjalls
heims, var minnst víða um
heim í gær. Hann lést á
fimmtudag 88 ára að aldri.
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
Norska lögreglan handtók í gær
karlmann á sextugsaldri sem grun-
aður er um að hafa beitt allt að 300
drengi kynferðislegu ofbeldi á
þremur áratugum. Sérstakur hóp-
ur á vegum lögreglunnar hefur leit-
að að manninum í fjögur ár. Mað-
urinn er sagður vel stæður tveggja
barna faðir sem býr í Björgvin.
Kallaður vasamaðurinn
Maðurinn sem er í haldi lög-
reglu hefur gengið undir nafninu
„vasamaðurinn“ í norskum fjöl-
miðlum. Nafnið er dregið af þeirri
aðferð sem hann beitti til þess að
lokka til sín litla drengi. Hann
sagði þeim að í vasa sínum leyndist
góðgæti sem þeir þyrftu að hjálpa
sér að sækja ofan í hann. Áður
hafði hann klippt gat á vasann og
voru kynfæri hans því það eina sem
drengirnir fundu þar.
Lögreglan hefur lokið rannsókn
á 150 málum þar sem í mörgum
tilfellum er um að ræða grófar
nauðganir. Maðurinn verður
ákærður fyrir þau. Auk þessa hefur
lögreglan rannsakað önnur 150
mál þar sem talið er að sami maður
hafi verið að verki.
Brotin framin á 30 árum
Afbrotin teygja sig allt að 30 ár
aftur í tímann, eru framin víðs veg-
ar um Noreg og oft með löngum
hléum. Allt til ársins 2004 voru
málin meðhöndluð sem einstök
mál en þá áttaði lögreglan sig á því
að samhengi var á milli allra mál-
anna. Í kjölfarið var stofnaður sér-
stakur hópur innan lögreglunnar
sem einbeitti sér að því að hafa
hendur í hári mannsins og var
hann loks handtekinn í Björgvin í
gærmorgun.
Mikils metinn
Hinn grunaði er sagður vera
tveggja barna faðir á sextugsaldri.
Hann mun auk þess vera fjársterk-
ur sjálfstæður atvinnurekandi sem
er mikils metinn í samfélaginu. Í
samtali við Aftenposten segja ná-
grannar mannsins þetta vera mikið
áfall og að þeim hefði aldrei komið
til hugar að hann reyndist vera
kynferðisafbrotamaður.
Leynileg DNA-sýnataka
Það þykir í rauninni með ólík-
indum að maðurinn hafi komist
upp með brot sín í svo langan tíma.
Áður en lögreglan beindi sjón-
um sínum að vasamanninum leit-
aði hún annars kynferðisafbrota-
manns sem gekk undir nafninu
„sárabindismaðurinn“ en lífsýni
hafa nú leitt í ljós að um sama
mann er að ræða.
Það var síðastliðið haust sem
lögreglan beindi grun sínum að
þeim manni sem hún hefur nú í
haldi eftir að hann braut ítrekað af
sér í bæjum austan við Ósló. Í kjöl-
farið hóf hún að safna lífsýnum
með leynilegum hætti á heimili
mannsins. DNA-greining á þeim
staðfesti gruninn og var hann því
handtekinn í gærmorgun.
„Vasamaðurinn“
klófestur í Noregi
Líklega með um 300 kynferðisafbrot á samviskunni Þrjátíu ára brotaferli lokið
Björgvin Norska lögreglan
hefur í haldi grunaðan kyn-
ferðisafbrotamann.➤ Vasamaðurinn er grunaðurum 300 kynferðisafbrot gegn
ungum drengjum á 30 árum.
➤ Lögreglan áttaði sig fyrst á aðbrotin tengdust árið 2004.
➤ Síðastliðið haust beindistfyrst grunur að manninum
sem nú er í haldi.
➤ Í kjölfarið var lífsýnum safnað áleynilegan hátt á heimili hans.
VASAMAÐURINN.
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, lauk í gær heimsókn sinni til
Ísraels og Palestínu og hélt til Kúv-
eits. Ummæli Bush á stuttum
blaðamannafundi á fimmtudag
hafa vakið mikla athygli.
Bush kallaði eftir því að Ísr-
aelsmenn létu af hersetu sinni á
hluta þess lands sem þeir hernámu
árið 1967. Þá kom einnig fram að
hann teldi ekki að flóttamenn gætu
snúið aftur til fyrri heimila sinna
þar sem nú er ísraelskt landsvæði
en ættu að fá skaðabætur í staðinn.
Walid Awad, talsmaður Fatah-
hreyfingarinnar sem Mahmoud
Abbas forseti palestínsku heima-
stjórnarinnar tilheyrir, fagnaði
fyrrnefndu ummælunum en taldi
þau síðari grafa undan kröfu pal-
estínskra flóttamanna til lands síns.
elias@24stundir.is
Ummæli George Bush um Palestínu
Jákvæð og neikvæð
viðbrögð frá Fatah
Tvær kólumbískar konur, sem
verið hafa gíslar vinstrisinn-
aðra uppreisnarmanna í Kól-
umbíu, voru leyst-
ar úr haldi í gær.
Fulltrúar Rauða
krossins sóttu
konurnar á þyrlu
langt inn í frum-
skóginn í austur-
hluta Kólumbíu,
en þær höfðu verið í haldi í
rúm fimm ár.
Hugo Chavez, forseti Vene-
súela, átti stóran þátt í því að
fá konurnar lausar úr haldi og
lánaði meðal annars þyrluna
sem sótti þær. Sá þáttur hans
er talinn líklegur til að auka
vinsældir hans í heimshlut-
anum og setja þrýsting á Al-
varo Uribe, forseta Kólumbíu,
um að friðmælast við hann. ejg
Kólumbía
Konurnar loks
lausar úr haldi
Fimm ræningjum í suðurhluta
Írans var í vikunni refsað með því
að höggva af þeim hægri hönd og
vinstri fót. Stjórnvöld segja þetta
gert til þess að halda aftur af
glæpamönnum. Þá hafa óvenju-
margar opinberar aftökur verið
framkvæmdar í landinu að und-
anförnum vikum. Mannréttinda-
samtök hafa mótmælt refsing-
unum harðlega og segja þær
lýsandi fyrir aukin mann-
réttindabrot í landinu. ejg
Þungar refsingar í Íran
Höggva af
hendur og fætur
STUTT