24 stundir - 12.01.2008, Side 43
24stundir LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 43
Elísabet Alba mælir með
Isole e Olena Vin Santo 1999.
Apríkósur, kryddlegnar per-
ur, hrásykur og heslihnetur
eru áberandi í nefi. Þétt og
sætt í munni með hunangs-,
fíkju- og mólassatónum og
karamellukennda áferð.
Þrúgur: Malvasia & Treb-
biano
Land: Ítalía
Hérað: Toskana
Pekankaka Á næstu grösum
Fyrir eitt 20 cm form með laus-
um botni.
Hráefni (botn):
5 eggjahvítur
100 g döðlumauk
100 g döðlur, skornar
80 g möndlukurl
Hráefni (ofnálegg):
200 g pekanhnetur
60 g púðursykur
1msk. vatn
50 ml rjómi
Aðferð:
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
¼ af eggjahvítunum er blandað
varlega saman við maukið, döðl-
urnar og möndlurnar með sleikju.
Þegar það er vel blandað má
blanda því saman við restina af
eggjahvítunum.
Sett í smurt form og bakað við
150°C í 18-20 mín.
Kælið lítillega og setjið á kökudisk
Hneturnar eru ristaðar í ofni við
150°C í um 4-6 mín.
Þeim er síðan raðað á botninn
Púðursykurinn og vatnið er brún-
að í potti þar til fer að bullsjóða,
þá er rjóminn setur út í.
Hrært í og soðið þar til að kara-
mellan verður glansandi og pass-
lega þykk.
Ath. Döðlumauk gerir maður
sjálfur með því að mauka saman
1½ dl döðlur og soðið vatn. Sé
ekki matvinnsluvél fyrir hendi má
sjóða þetta í mauk en athugið að
þá þarf miklu meira vatn.
EFTIRRÉTTUR
Ljúffeng pekankaka
að hætti hússins
Fyllt paprika – aðalréttur fyrir 6
Hráefni:
6 paprikur, blandaðir litir
5 tómatar, skornir
1 rauðlaukur, fínt skorinn
200g ólífur
200g fetaostur í teningum.
1 kúrbítur, skorinn í litla
kubba
1dl hvítvín (má sleppa en er
ofsa gott)
4 brauðsneiðar, rifnar gróft
pipar eftir smekk
Aðferð:
Skerið paprikuna til helminga og
kjarnhreinsið.
Blandið afganginum af hráefninu
í skál og skiptið á milli papriku-
helminganna.
Bakið á 200°C í um 5-7 mín og
berið fram með kjúklingabauna-
salati og hrísgrjónum.
Kjúklingabaunasalat
Meðlæti fyrir 6
Hráefni:
500 g soðnar kjúklingabaunir
(Geta verið hvaða baunir sem
er)
150 g sólþurrkaðir tómatar
50 g kapers
1stk fennel, smátt saxaður
10 g basil
1msk. sítrónusafi eða limesafi
salt, pipar
ólífuolía
Aðferð:
Tómatarnir, ólífurnar, fennelið
og basilið er skorið.
Öllu blandað saman. Ath. að
skola kapersið áður en því er
blandað saman við.
Smakkað til með salti og pipar.
Gott að mýkja aðeins með góðri
ólífuolíu.
AÐALRÉTTUR
Fyllt paprika og
kjúklingabaunasalat
Elísabet Alba mælir með Tommasi Rafael Valpolicella Classico Su-
periore 2005. Villt blóm, svört skógarber, jarðarber og fínleg
krydd veita aðlaðandi ilm. Kirsuber, hindber og trönuber ásamt
jurtartónum og vott af trufflum eru tilkomumikil í munni. Þurrt
milliþungt vín með mjúk rúnuð tannín.
Þrúgur: Corvina, Rondinella & Molinara
Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Gulrótar- og paprikufrauð
Forréttur fyrir 6, hluti af stærra
borði fyrir 8-10.
Hráefni:
500 g gulrætur, gróft skornar
2 rauðar paprikur, kjarnhreins-
aðar og gróft skornar
3 egg
2 msk. saxað, ferskt estragon
1 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 150°C og setjið bök-
unarpappír í jólakökuform.
Setjið gulræturnar í pott með söltu
vatni og látið sjóða í um 5 mínútur,
bætið þá paprikunni út í og sjóðið
áfram í 2 mín. Hellið vatninu af.
Maukið grænmetið í mat-
vinnsluvél eða með töfrasprota
ásamt jurtunum og salti og pipar,
setjið eggin að síðustu út í og pass-
ið að ofþeyta ekki eftir að þau
koma saman við.
Smellið öllu í jólakökuformið og
passið að pappírinn sé upp með
öllum köntum og yfir frauðinu
líka. Gott er að setja síðan álpappír
yfir allt saman.
Setjið formið í ofnskúffu eða ann-
að stærra form og setjið sjóðandi
vatn upp að hálfu forminu. Bakað í
30 mín., takið þá álpappírinn og
efstu plastfilmuna af og bakið
áfram í um 10 mín.
Þetta er afbragðsgott með góðu,
stökku salati og grófu brauði og
kryddjurtasósu
Kryddjurtasósa
½ dl basil saxað, ½ dl steinselja
söxuð, ½ dl eplasafi, 1 msk. sinnep,
½ dl ólífuolía og limesafi. Allt
maukað saman í blandara.
FORRÉTTUR
Litríkt og bragðgott
24stundir/Árni Sæberg
Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn mælir með
Vosevo Sannio Falanghina
2005. Hreint og opið í nefi
með hvítum blómum, sítrus
og melónum. Þurrt og milt í
munni. Epli og perur eru af-
gerandi í munni með þægi-
lega sýru og vott af greipald-
ini í lokin.
Þrúga: Falanghina
Land: Ítalía
Hérað: Campania
Fátt jafnast á við að fá sér bolla af
rjúkandi tei á þessum árstíma þeg-
ar dagur er í styttra lagi og kalt er í
veðri. Þá er te einnig góður val-
kostur fyrir þá sem vilja draga úr
kaffidrykkju en vantar eitthvað til
að fylla í tómarúmið sem kaffiboll-
inn skilur eftir sig.
Heimur tesins er fjölbreyttur og
hafa teunnendur því úr fjölmörg-
um tegundum að velja.
Ef menn eru ekki vanir te-
drykkjumenn er upplagt að leita
ráða, til dæmis hjá starfsmönnum
sérverslana með te og kaffi. Þeir
vita oftar en ekki hvernig best er að
laga teið og við hvaða tilefni hver
tegund fyrir sig hentar. Þegar menn
eru komnir á bragðið geta þeir
prófað sig áfram með fleiri tegund-
ir og þroskað með sér góðan og
persónulegan smekk.
Rjúkandi te á vel við á veturna
Tími fyrir tesopa
Fjölbreyttur heimur
Margar tegundir eru til
af tei sem hentað geta
við ólík tækifæri.
Leður sófasett
Hornsófasett
Sófasett með skemli
Tungusófar
Tungu hornsófar
Stakir sófar
Borðstofuborð og
stólar
Skenkar
Sófaborð
Eldhúsborð
Rúmgaflar
Leðursófasett áður 239,000
Nú 119,900
Hornsófar tau áður 198,000
Nú 103,000
Hornsófar leður áður 249,000
Nú 149,000
Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510
HÚ
SG
AG
NA
-
L
AG
ER
SA
LA HÚSGAGNALAGERSALA
VERÐDÆMI
Opnunartími
mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00
ALLTAF FRÁBÆRT VERÐ!
Kór, kór kvennakór
Kyrjurnar eru skemmtilegur og góður kvennakór sem getur nú bætt við sig nýjum
kórfélögum. Markmiðið okkar er að vera með um 40-45 kvenna kór.
Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir
og sér hún einnig um raddþjálfun.
Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband og það verður tekið vel á móti þér.
Upplýsingar veitir Sigurbjörg kórstjóri í síma 865 5503
eða Inga formaður í síma 825 5070.