24 stundir - 12.01.2008, Side 6
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, for-
maður Landssambands íslenskra
verslunarmanna og varaforseti Al-
þýðusambands Íslands, hefur verið
starfandi forseti ASÍ undanfarna
daga og stendur því í ströngu nú
þegar kjarasamningaviðræður eru í
fullum gangi. Hún segist ekki hafa
hugmynd um hvenær samningar
náist. „Venjan er sú að það er mikil
vinna í kjarasamningum og við í
ASÍ höfum búið okkur undir að
viðræðurnar eigi eftir að taka lang-
an tíma og reynum venjulega að
halda öllu öðru frá á meðan, alla-
vega að því marki sem það er hægt.
Eins og er erum við komin aðeins
af stað með sameiginlegu kröfurn-
ar og það hafa einhverjar viðræður
átt sér stað um sérmál hjá einhverj-
um samböndum. En hvað launa-
kröfurnar varðar erum við eigin-
lega bara á byrjunarreit,“ segir hún.
09:00 Vinnudagurinn hófstmeð fundi í Alþýðu-
sambandinu ásamt fulltrúa Sam-
taka atvinnulífsins þar sem við
ræddum hluta af sameiginlegu
kröfunum okkar. Sá fundur stóð
yfir í um klukkutíma.
10:30 Byrjaði að undirbúaannan fund í Al-
þýðusambandinu þar sem þeir sem
hafa samningsumboð í þessum
kjarasamningum hittust til að fjalla
um svör við áherslum okkar gagn-
vart stjórnvöldum í kjarasamning-
unum. Fundurinn hófst klukkan
11 og þar sem ég er starfandi forseti
Alþýðusambands Íslands þessa
dagana kom það í minn hlut að
undirbúa hann.
13.15 Sami hópurinn hittisamninganefnd
Samtaka atvinnulífsins og gerði
henni grein fyrir því að sú leið sem
við höfum verið að reyna að fara
yrði ekki farin vegna svara ríkis-
stjórnarinnar, og að okkur fyndist
aðkoma Samtaka atvinnulífsins að
málinu hafa skemmt fyrir.
15.00 Fundinum með SAvar lokið og sami
hópurinn okkar megin hélt annan
fund sem stóð í rúman klukku-
tíma. Eftir hann talaði ég við flesta
fjölmiðla.
17.10 Mætti í vinnuna íLandssambandi ís-
lenskra verslunarmanna og fór að
láta mína samninganefnd og aðild-
arfélögin vita um stöðu mála.
20.30 Vinnudeginum varlokið og ég fór heim
á leið. Það var ekki mikið fleira sem
ég gerði þennan daginn.
Mikil vinna
framundan
24stundir með Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, formanni
Landssambands verslunarmanna og starfandi forseta ASÍ
➤ Hefur verið varaforseti Al-þýðusambands Íslands frá
árinu 2003.
➤ Er jafnframt formaður Lands-sambands íslenskra versl-
unarmanna, sem hefur það
meðal annars að markmiði að
vera sameiginlegur vett-
vangur allra verslunarmanna-
félaga og deilda versl-
unarmanna til að vinna að
bættum kjörum og öðrum
hagsmunamálum fé-
lagsmanna.
INGIBJÖRG
24 stundir/Kristinn
Átök framundan Við höfum
búið okkur undir að viðræð-
urnar geti tekið langan tíma.
Ingibjörg R. Guðmunds-
dóttir er starfandi forseti
Alþýðusambandsins og
stendur í ströngu vegna
kjaraviðræðna þessa
dagana. Hún segir launa-
viðræðurnar nú á
byrjunarreit.
6 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir
„Ætli það hafi ekki verið yfir 100
manns sem komu hingað í búðina
milli jóla og nýárs og vildu skipta
kaffikönnunni í annan lit,“ segir
Rakel Björg Guðmundsdóttir þjón-
ustustjóri hjá húsgagna- og gjafa-
vöruversluninni EPAL.
Glitnir gaf hópi viðskiptavina
sinna forláta Stelton-kaffikönnu í
rauðum lit, enda einkennislitur
bankans. Liturinn hitti þó ekki í
mark hjá öllum.
„Við þurftum að vísa fólki frá
með könnuna enda seldum við ekki
Glitni kaffikönnuna þótt hún fáist
hér,“ segir Rakel en kannan kostar
rúmar fimm þúsund krónur.
Markaðsfyrirtækið Bros seldi
Glitni könnurnar og reyndi lítill
hópur viðskiptavina að fá könnunni
skipt þar án árangurs.
aegir@24stundir.is
Jólagjöf Glitnis þótti heldur rauð fyrir jólin
Um 100 manns
vildu skipta um lit
„Ætlum við að læra af mistök-
um annarra landa í innflytjenda-
málum eða endurtaka þau?“
spurði Paul Nikolov, varaþing-
maður Vinstri grænna, í málstofu
um löggjöf sem hefur áhrif á inn-
flytjendur á málþingi innflytj-
endaráðs og félags- og trygginga-
málaráðuneytis sem haldin var í
gær.
Margrét Steinarsdóttir, lög-
fræðingur Alþjóðahúss, sagði að-
albreytingarnar sem hún vildi sjá
á löggjöfinni í þá átt að færa hana
nær því sem gert er í raun. Hún
nefndi mörg dæmi um að tekið
væri mildilega á þeim málum sem
upp kæmu en hún sagði engu að
síður mikilvægt að lögin gæfu
rétta mynd af ástandinu. „Til
dæmis ákvæðið um að ungmenni
eldri en 18 ára þurfi að sýna fram
á framfærslu til þess að halda
dvalarleyfi sínu,“ segir Margrét.
„Í reynd tekur Útlendingastofnun
tillit til ungmenna í námi sem eru
á framfærslu foreldra sinna en
hættan er að fólk viti þetta ekki
og hætti námi.“ Eins var ákvæði
þess efnis að útlendingur fengi
ekki dvalarleyfi hefði hann þegið
fjárhagsaðstoð sem væri lítt skil-
greind. Margrét benti á að til þess
að njóta fullra lífeyrisréttinda
þyrfti fólk að hafa búið hérlendis
í 40 ár sem gerir það að verkum
að innflytjendur falla oft utan við
kerfið. Þá var óskað eftir úrræð-
um fyrir fólk sem kemur úr of-
beldissamböndum því þó það
mætti skilningi í reynd segði laga-
bókstafurinn annað.
Í umræðum var minnt á ýmsa
alþjóðasamninga svo sem samn-
ing Sameinuðu þjóðanna um
réttindi farandverkafólks, mann-
réttindasáttmála Evrópu og nauð-
syn þess að fullgilda slíka samn-
inga.
Nýtt frumvarp til útlendinga-
laga verður lagt fram á vorþingi.
Málþing um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
Framkvæmdin betri en lögin
„Við erum að vinna að því af full-
um krafti að samræma skólastarf
og tómstundir, það lýstu allir
flokkar þessu yfir fyrir síðustu
kosningar,“ segir Björn Ingi
Hrafnsson en 24 stundir sögðu frá
því í gær að foreldrum finnist
töluvert vanta upp á samræm-
inguna. Björn Ingi segir starfshóp
hafa verið að vinna í þessu alveg
frá síðustu kosningum. „En það
kemur margt til. Það þarf að setja
tómstundir inn í stundaskrána,
færa þær framar á daginn og þá
þurfa að koma til kennarar og
þjálfarar sem vilja vinna þá,“ segir hann. Aðspurður segir hann að óá-
byrgt væri að tala um launakjör nú þegar samningar eru lausir. „Við
erum þó að vinna í því að Reykjavík verði einn vinnustaður þannig að
fólk geti unnið á mismunandi stöðum innan kerfisins fyrir og eftir há-
degi. Fyrstu skrefin í þá átt verða stigin í ár.“ fifa@24stundir.is
Óábyrgt að lofa hærri launum
Móttaka var í gær haldin fyrir þá
sem hljóta í ár heiðurslaun lista-
manna. Í samþykkt Alþingis frá
því í desember sl. er kveðið á um
að 28 einstaklingar skuli hljóta
heiðurslaun listamanna á þessu
ári en menntamálanefnd þingsins
ákveður hverjir þau hljóta ár
hvert.
aak
28 hljóta
heiðurslaun
Fulltrúar sjálfstæðismanna í
hverfisráði Breiðholts fluttu í
grær tillögu um samgöngubætur
á Reykjanesbraut við Bústaðaveg
á fundi í stjórn hverfisráðsins og
var hún samþykkt samhljóða.
Samkvæmt tillögunni verða eng-
in umferðarljós en vinstribeygja
fer undir Reykjanesbraut. Þá
verður flæðandi umferð í báðar
áttir segir í fréttatilkynningu.
aak
Tillaga um betri
gatnamót
10 milljónir
króna voru í gær
greiddar úr Hlað-
varpanum,
menningarsjóði
kvenna. Að sögn
Drífu Snædal,
gjaldkera sjóðs-
ins, bárust hátt í
60 umsóknir en 19 verkefni voru
styrkt í ár. „Það er greinilega
bæði mikil þörf á svona sjóði og
gróska í menningarlífi kvenna.
Það er sérstaklega ánægjulegt að
geta nýtt þessa peninga sem kon-
ur söfnuðu í þágu menningar-
starfsemi kvenna,“ segir Drífa.
Verkefnin sem styrkt voru eru
mjög fjölbreytt og má þar nefna
útgáfu á rannsóknarvinnu um ís-
lenska faldbúninginn, tónleika og
geisladisk til heiðurs Jórunni
Viðar og kvikmyndina Stelpurnar
okkar. „Það er bæði verið að
varðveita, kynna og koma á fram-
færi eldra efni en líka búa til
nýtt,“ segir Drífa. aak
Gróska í menn-
ingarlífi kvenna