24 stundir


24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 18
sögn Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra SA, er það gert til að hafa öll félögin inni á sama borði. Þeir samningar eru minni, sértækir samningar sem hafa staðið út af borðinu. Starfsgreinasambandið fer með samningsumboð allra félaga innan sinna vébanda utan Flóabandalags- ins og Drífanda stéttarfélags í Vest- mannaeyjum. Það þýðir að það er verið að gera einn kjarasamning Kjarasamningar mikils fjölda launafólks við atvinnurekendur urðu lausir um síðustu áramót. Verkalýðsfélögin sem fara með samningsmál sinna félaga eru vel- flest aðilar að Alþýðusambandi Ís- lands (ASÍ). Viðsemjendur þeirra eru atvinnurekendur sem í flestum tilfellum eru innan vébanda Sam- taka atvinnulífsins (SA). Árið 2008 verður mikið kjarasamningaár því auk þeirra samninga sem losnuðu um áramót fellur fjöldi annarra kjarasamninga úr gildi á árinu. Viðræður seint á skrið Verkalýðshreyfingin og atvinnu- rekendur hafa fundað um nokkurt skeið en verulegur gangur komst ekki á samningaviðræður fyrr en á síðustu mánuðum ársins 2007. Tíu vikum áður en kjarasamningar falla úr gildi er samningsaðilum skylt að skila viðræðuáætlun til rík- issáttasemjara. Oftast er ákvæði um að ef samningar náist ekki fyrir ákveðna dagsetningu skuli viðræð- um vísað til ríkissáttasemjara. Hins vegar er ekkert sem bannar við- ræðuaðilum að vísa þangað málum fyrir þann tíma. Mun þyngja ferlið Í viðræðum um kjarasamninga nú höfðu öll aðildarfélög ASÍ sam- flot í viðræðum við SA. Mikil áhersla var lögð á aðkomu ríkis- valdsins að samningunum og þrýsti ASÍ mjög á um að ríkis- stjórnin myndi senda frá sér skýr skilaboð um aðgerðir í skattamál- um. Þegar ljóst þótti nú seinni hluta vikunnar að ríkisstjórnin myndi ekki bregðast við kröfum ASÍ ákváðu aðildarfélög þess að ekki væri forsenda fyrir því að halda áfram samfloti í kjaraviðræð- um og tók því hvert aðildarfélag við samningsumboðinu. Það þýðir í raun að erfiðara samningaferli er framundan þar sem hvert félag fer fram með sínar eigin kröfur. Að mati Kristjáns Gunnarssonar, for- manns Starfsgreinasambandsins, var tregða ríkisins meginástæðan fyrir því að ákveðið var að falla frá sameiginlegum samningaviðræð- um. „Þessi niðurstaða mun þyngja ferlið talsvert fyrir okkur. Það gefur augaleið að það hefði mikið unnist ef hægt hefði verið að ná heild- stæðum samningum. Þegar hvert félag fer fram fyrir sig taka hlutirnir mun lengri tíma en ella.“ SA vísar til ríkissáttasemjara Öll aðildarfélög ASÍ hafa fundað með SA en enn sem komið er hafa aðeins tvö félög vísað samningum sínum til ríkissáttasemjara. Þau eru Starfsgreinasambandið og Flóa- bandalagið. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar gefið það út að þau muni vísa öllum samningum við aðildarfélög innan Starfsgreina- sambandsins til sáttasemjara. Að fyrir öll aðildarfélög. Flóabanda- lagið samanstendur af fjórum verkalýðsfélögum. Þau eru Efling stéttarfélag í Reykjavík, Verkalýðs- félagið Hlíf í Hafnarfirði, Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn í Hveragerði. Smærri málin afgreidd fyrst Flestir samningafundir undan- farinna ára hafa farið fram í húsa- kynnum sáttasemjara óháð því hvort deilum hefur verið vísað þangað. Það sem breytist við að málum er vísað til sáttasemjara er að þá er sáttasemjari tekinn við verkstjórn í samningaferlinu. Þegar samningaviðræður koma inn á borð ríkissáttasemjara er tvenns konar vinnulag haft á. Ann- ars vegar eru undirnefndir að störf- um sem ræða málefni einstakra hópa. Lögð er áhersla á að klára samningagerð um sérhagsmuni þeirra sem fyrst í samningaferlinu. Hins vegar hittast samninganefndir sem vinna að heildarsamningum milli viðsemjenda. Reynt að höggva á hnúta Ríkissáttasemjara er skylt að boða til samningafunda á fimmtán daga fresti. Í kjaradeilum getur komið upp sú staða að ríkissátta- semjara finnist ekki tilgangur með að boða til fundar milli deiluaðila. Með því eru send skilaboð til við- semjenda og einnig út í þjóðfélagið um að finna þurfi nýja aðkomu að málum. Ríkissáttasemjari setur fram tillögur á öllum stigum mála. Annars vegar er um að ræða svo- kallaðar innanhússtillögur sem af- greiddar eru hjá samninganefnd- unum en eru ekki kynntar út á við. Hins vegar getur ríkissáttasemjari sett fram miðlunartillögur en til þess kemur sjaldnast. Þegar miðl- unartillögur eru settar fram af rík- issáttasemjara er viðsemjendum skylt að fara með þær til sinna fé- lagsmanna sem greiða atkvæði um þær. Ef miðlunartillaga er sam- þykkt af félagsmönnum beggja við- ræðuaðila verður hún að gildandi kjarasamningi. Ef miðlunartillaga er hins vegar felld eru aftur teknar upp samningaviðræður undir stjórn ríkissáttasemjara. Verkfall þrautalendingin Í þeim tilfellum þegar mál eru komin í algeran hnút milli samn- ingsaðila getur þrautalendingin hjá verkalýðshreyfingunni verið að boða til verkfalls. Verkfallsboðun breytir í raun ekki inntaki við- ræðna heldur setur meiri pressu á viðsemjendur þeirra sem hóta verkfalli. Eftir sem áður eru við- ræður hjá ríkissáttasemjara. Þrátt fyrir að verkföll hafi verið nokkuð tíð á árum áður hérlendis hefur nokkuð dregið úr þeim á síðari ár- um. Einnig er vert að benda á þá staðreynd að allar kjaradeilur sem komið hafa inn á borð ríkissátta- semjara hafa á endanum leyst. Samflotið úr sögunni  Hlutverk ríkissáttasemjara að verkstýra samningsaðilum  Ferlið þyngist með fleiri samningsaðilum HELSTU AÐILAR KJARAVIÐRÆÐNA Alþýðusamband Íslands, ASÍ a. Bein aðild - ýmis félög b. Landssamband íslenskra verslunarmanna c. Matvís d. Samiðn e. Rafiðnaðarsamband Íslands f. Sjómannasamband Íslands g. Starfsgreinasamband Íslands h. Svæðasambönd Vinnustaðasamningar við stórfyrirtæki Utan sambanda -ýmis félög Bandalag háskóla- manna, BHM Samtök atvinulífsins, SA Bandalag Starfsmanna ríkis og bæja BSRB a. Bein aðild b. Ríkisstarfsmenn c. Bæjarstarfsmenn Kennarasamband Íslands, KÍ Múrarsamband Íslands Launanefnd sveitarfélaga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, SÍB Samninganefnd ríkisins Farmanna- og fiskimanna- sambandið VinnuveitendurLaunþegahreyfingar 18 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir Rannsóknaþjónusta LEONARDÓ STARFSMENNTUN ST O FA N - L EO 00 3 NÁMSKEIÐ Í GERÐ LEONARDÓ UMSÓKNA UM MANNASKIPTI OG SAMSTARFSVERKEFNI Verður haldið föstudaginn 18. janúar kl. 13 – 15 í Tæknigarði, Dunhaga 5 Veittir eru styrkir til mannaskipta- og samstarfsverkefna í starfsmenntun. Næstu umsóknarfrestir Leonardó verkefna eru: Mannaskiptaverkefni 8. febrúar 2008 Samstarfsverkefni 15. febrúar 2008 Dæmi um verkefni: að senda starfsmann, nemanda eða leiðbeinanda erlendis í starfsþjálfun eða endurmenntun að nemendur í starfsnámi taki hluta starfsþjálfunar í öðru Evrópulandi samstarfsverkefni við aðrar evrópskar sambærilegar stofnanir um þróun í starfsmenntun samstarf um þróun nýrra kennsluhátta eða aðferða við mat í starfsmenntun Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 525 4900 og með tölvupósti á lme@hi.is Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði næsta umsóknarfrests er að finna á www.leonardo.is og heimasíðu Menntaáætlunar ESB www.lme.is ••• ••• ••• ••• ➤ Langflest þeirra verkalýðs-félaga sem hafa lausa samn- inga nú um stundir eru aðilar að ASÍ. Í flestum tilfellum er samningsaðilinn Samtök at- vinnulífsins. ➤ Meðal þeirra samninga semlosna síðar á árinu er stærstur hluti kjarasamninga laun- þegasamtakanna við ríki og sveitarfélög. LAUSIR SAMNINGAR FRÉTTASKÝRING Freyr Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda verkalýðsfélags í Vestmannaeyjum, segir að stjórn og trún- aðarráð fé- lagsins hafi talið hags- munum fé- lagsmanna betur borg- ið utan samflots við Starfsgreinasambandið. „Við felldum síðasta kjarasamning og sömdum ein. Það gekk vel og því gerum við það aftur nú. Við erum ekkert að barma okkur heldur stöndum bara upprétt og stolt. Litlu félögin geta alveg samið fyrir sig.“ Drífandi semur fyrir sig Stöndum stolt Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að það hafi sína kosti að samningar séu komnir til rík- issáttasemj- ara. „Þá kemst að sumu leyti fastara form á viðræður. Það er samt mikilvægt að hafa alla viðsemjendur sem eru undir sama hatti við sama samningaborð. Það er ástæðan fyrir því að við vísum öllum samningum félaga innan Starfsgreinasambandsins til sáttasemjara.“ Vísað til sáttasemjara Hefur kosti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.