24 stundir


24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 40

24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir baka, utan stjórnmálastarfa, er að hafa skrifað bók, Urriðadans. Sú bók var skrifuð frá ellefu á kvöldin til þrjú á nóttunni. Það er sá tími sem ég hef aflögu umfram marga aðra og með vissum hætti lít ég svo á að þetta sé forskot mitt í lífinu.“ Það sést að þér finnst gaman að vera ráðherra, en leið þér illa í stjórnarandstöðu? „Ég er eins og urriðinn sem hef- ur mesta aðlögunarhæfni allra fiska. Ég get látið mér líða vel við hvaða kringumstæður sem er. Mér leiddist ekki í stjórnarandstöðu, ég tók hlutverkið alvarlega og eignað- ist þar góða vini eins og Ögmund Jónasson. Eitt af því sem gefur líf- inu gildi er að eignast góða vini sem manni þykir vænt um, þótt maður geti verið hundóánægður með skoðanir þeirra. Það var eiginlega lukka að ég lenti í þessu ráðuneyti. Það var þrýst mjög á mig að verða sam- gönguráðherra en með tilliti til þess að ég tók ekki bílpróf fyrr en upp úr fertugu þá hafnaði ég því mjög eindregið. Ég taldi að það væri bara einn maður sem væri fæddur til að verða samgönguráð- herra og það er félagi Möller. Svo kom ég í þetta ráðuneyti sem hafði verið undirlagt af Fram- sóknarflokknum mjög lengi og vissi ekki hvað myndi mæta mér. Starfsmenn hafa tekið mér vel og ég er með öflugan og úrræðagóðan ráðuneytisstjóra sem tekur Sir Humphrey fram í að leysa mál.“ Fjölbreyttari iðnaður Hvað ætlarðu þér í þessu ráðu- neyti? „Mér er mjög mikið í mun að skjóta fjölbreyttari stoðum undir iðnað í landinu. Ég vil ekki að öll okkar egg séu sett í körfu áliðn- aðarins. Það má ekki gerast að fyr- irtæki sem vilja vera í orkufrekum iðnaði af öðrum toga hverfi frá Ís- landi vegna þess að þau fá ekki orku. Fyrirtæki í hátækniiðnaði horfa til Íslands og ég vona að Guð og lukkan hjálpi þjóðinni að landa þeim fiskum. Slíkar viðræður eru í gangi en ég get ekki skýrt frá því við hverja þær eru. Ég legg höfuðáherslu á að skapa hér umhverfi sem er hagstætt sprotafyrirtækjum og nýsköpun. Ásetningur minn speglast nú þegar í stórauknu fjármagni til mála- flokksins. Það mál rak á reiðanum í tíð fyrri ríkisstjórnar sem sá bara ál. Ég lít á það sem eitt af hlutverkum mínum að styðja eins og kostur er útrás Íslendinga á orkusviðinu. Þar eru gríðarlegir möguleikar. Heim- urinn stendur frammi fyrir alþjóð- legu vandamáli sem er hlýnun and- rúmsloftsins. Sá vandi verður leystur með margvíslegum lausn- um og ein þeirra er jarðhitinn. Ís- lendingar hafa sérþekkingu á jarð- hita. Við erum lítil þjóð en á því sviði erum við stór. Ég lít svo á að þekking okkar á jarðvarmanýtingu geti orðið langmikilvægasta fram- lag okkar á heimsvísu til barátt- unnar gegn losun gróðurhúsaloft- tegunda. Síðast en ekki síst lít ég á það sem eitt af verkum mínum að sjá til þess að orkuauðlindirnar sem hafa byggst upp og eru að stærstum hluta í eigu þjóðarinnar verði ekki einkavæddar og ofurseldar mark- aðnum. Það er vilji minn að leggja fram frumvarp sem tryggir það. Þetta er grundvallarmál og ég er þakklátur fyrir það hvað ég hef mætt góðum skilningi á þessu at- riði hjá félögum mínum í ríkis- stjórninni.“ Þú ert að fara að leggja fram frumvarp um að ríki og sveitarfélög megi ekki framselja með varanlegum hætti orkuauðlindir sínar. Hvað þýðir það fyrir Hitaveitu Suðurnesja með tilliti til eignarhalds Geysis Green á henni? „Þetta frumvarp er nú til um- fjöllunar í þingflokkunum eftir samþykkt í ríkisstjórn í gærmorg- un. Ég vildi láta það frumvarp ná yfir öll orkufyrirtæki þar sem hið opinbera á meirihluta. Ég hafði hins vegar sjálfur efasemdir um að það stæðist ákvæði stjórnarskrár, meðal annars um jafnræði, og lét sérfræðinga í stjórnskipunarrétti skoða það mjög vel, þar á meðal Ei- rík Tómasson prófessor, sem skil- aði mér formlegu áliti. Niðurstöð- ur allra voru á sama veg, að það væri í andstöðu við ákvæði stjórn- arskrárinnar að slík lög myndu ná yfir orkufyrirtæki sem einkaaðilar ættu hlut í. Það er því ljóst að Al- þingi getur ekki lagt kvaðir á var- anlegt framsal orkuauðlinda sem eru í eigu Hitaveitu Suðurnesja vegna ítaka einkaaðila. Hins vegar mun hún eins og önnur fyrirtæki á orkusviði þurfa að mynda sérstakt fyrirtæki, í opinberri meirihluta- eign, um dreifiveiturnar sem sjá fyrir frumþörfum borgaranna. Varðandi orkulindirnar nær frum- varpið til allra annarra opinberra orkufyrirtækja, og innan þeirra er að finna obbann af nýttum og ónýttum orkulindum Íslendinga. Svo það er vel fyrir framtíðinni séð í þeim efnum.“ Aðeins að Evrópumálum. Telurðu að Íslendingar geti tekið upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið? „Nei.“ Eiga Íslendingar að ganga í Evr- ópusambandið? „Við erum í leiðangri sem mér finnst langlíklegast að endi þar að lokum. Ég er algjörlega sammála forsætisráðherra, Geir Haarde, þegar hann segir að það megi ekki hafa uppi neinar kreddur í þessum efnum, heldur eigi kalt mat á hags- munum Íslands að ráða. Leiði það í framtíðinni til þeirrar niðurstöðu að við eigum að sækja um aðild, hugsanlega til að taka upp evruna, þá verður það gert.“ Það heyrast raddir sem segja að Samfylkingin muni slíta stjórnar- samstarfinu í því eina skyni að gera Ingibjörgu Sólrúnu að forsætisráð- herra. Hvað segirðu um þessa kenn- ingu? „Bæði ég og Ingibjörg Sólrún er- um í þessu stjórnarsamstarfi af fullum heilindum. Samfylkingin er ungur flokkur og áður en hún verður fullburða og fullorðin þá verður hún að ganga í gegnum ákveðið tilvistarskeið. Í byrjun var hún gagnrýnd fyrir að vera ósam- stæð og ótrúverðug. Þrátt fyrir þá gagnrýni varð hún að flokki sem þriðjungur þjóðarinnar fylgir að málum. Við í Samfylkingunni verðum að geta sýnt fram á að það sé fullkomlega hægt að treysta okk- ur, að við stöndum við orð okkar og hlaupum ekki frá verkum sem við höfum tekið að okkur. Í mín- um huga kemur ekki til mála að hlaupa frá þessu stjórnarsamstarfi. Ekki mun ég taka þátt í því að koma í bakið á Sjálfstæðisflokkn- um sem hefur fram að þessu sýnt mér heilindi í þessu stjórnarsam- starfi og sýnt pólitísku tilfinninga- lífi mínu nærgætni. Hann verð- skuldar að ég gjaldi í sömu mynt.“ Þér finnst greinilega óskaplega skemmtilegt að vera í pólitík. „Það er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mér fannst mjög gam- an að vera í blaðamennsku og var ritstjóri þriggja dagblaða og hefði vel getað hugsað mér að halda áfram í því starfi. Draumur minn var reyndar alltaf sá að verða aka- demiker og hafi ég einhvern tíma sett mér takmark í lífinu þá var það að enda sem prófessor í fiskifræð- um við Háskóla Íslands. Það fór á annan veg. Ég varð róttækur stúd- entaleiðtogi og slapp aldrei úr þeim farvegi, alveg eins og fiskurinn sem lendir í kvísl og syndir á móti straumnum.“ Umdeildar embætt- isveitingar „Það er ekki snefill af vafa í mínum huga um að ég gerði rétt.“ a Ég er eins og urriðinn sem hefur mesta að- lögunarhæfni allra fiska. Ég get látið mér líða vel við hvaða kringumstæð- ur sem er. a Ekki mun ég taka þátt í því að koma í bakið á Sjálfstæðisflokknum sem hefur fram að þessu sýnt mér heilindi í þessu stjórnarsamstarfi og sýnt pólitísku tilfinningalífi mínu nærgætni. Útsala afsláttur af völdum vörum 30-60% Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Opið kl. 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga Opið kl. 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. nýtt kortatímabil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.