24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 17
asson telur að heilbrigðis- og orkumálin verði
prófsteinninn á samstöðu flokkanna en líka á þol
almennings gagnvart ríkisstjórninni. Sérstaklega þó
stuðningsmanna Samfylkingarinnar. „Þar hlýtur
Samfylkingin að vera að nálgast þau mörk sem
hún þolir, eða ætlar hún bara að sitja hjá meðan
Sjálfstæðisflokkurinn einkavæðir heilbrigðiskerfið?“
spyr Ögmundur.
En þótt stjórnarandstaðan sjái marga vankanta á
starfi ríkisstjórnarinnar sér hún fáar leiðir til sam-
starfs innbyrðis.
„Það er engin ástæða til að hlaupa saman í eina
sæng, við buðum ekki fram saman. Hringtrúlofun
stjórnarandstöðu væri sjónarspil, líkt og samstaða
stjórnarandstöðu fyrir síðustu kosningar sem end-
aði með keppni Vinstri grænna og Samfylkingar
um að komast upp í hjá sjálfstæðismönnum,“ segir
Kristinn. Valgerður segir stóra málið að end-
urheimta traust á efnahagskerfinu. „Fallið í Kaup-
höllinni hefur mikil áhrif. Búið er að guma af
fjörutíu milljarða tekjuafgangi sem eru meira eða
minna froðufærslur. Fróðlegt verður að sjá nýja
þjóðhagsspá um hana,“ segir Valgerður.
Hjónaband eftir brúðkaupsferð
Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, óttast ekki um samstarfið, þrátt fyrir efnahags-
samdrátt og kjarasamninga. Samfylkingin er í rík-
isstjórn með Sjálfstæðisflokknum en ekki ASÍ,
segir Kjartan, hjónabandið haldi áfram, nýjasta
konan sé alltaf sú besta en í öllum hjónaböndum
komi upp erfiðleikar. „Þeir eru til að sigrast á.“
beva@24stundir.is
aBjörg Eva Erlendsdóttir
Hringtrúlofun stjórn-
arandstöðu væri sjón-
arspil, líkt og samstaða
stjórnarandstöðu fyrir
síðustu kosningar sem
endaði með keppni
Vinstri grænna og Sam-
fylkingar um að komast
upp í hjá sjálfstæðismönnum.
24stundir LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 17
Engum blöðum er um það að
fletta að ein helsta ástæða þess að
kjósendur höfnuðu áframhaldandi
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks var óánægja
með vaxandi ójöfnuð og kjör
hinna verst settu. Um það vitnar
pólitísk umræða undanfarinna ára
og margháttaðar upplýsingar sem
staðfest hafa það.
Það var þess vegna mjög mik-
ilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að
leggja strax í stjórnarsáttmálanum
áherslu á bætt kjör lífeyrishafa, sem
sannarlega var ekki vanþörf á. Enn
betra var að því skyldi fylgt eftir
með jafn myndarlegum hætti og
raun ber vitni strax í fyrstu fjár-
lögum nýrrar ríkisstjórnar. Og það
eru ekki aðeins fjármunirnir sem
þar skipta máli heldur líka brýn
mannréttindamál, eins og afnám
tenginga við tekjur maka og aukið
frelsi til sjálfsbjargar. Báðir stjórn-
arflokkarnir lögðu áherslu á kjör
lífeyrisþega í kosningabaráttunni
og því mikilvægt fyrir trúverðug-
leika þeirra að láta verkin sýna
merkin, þó þetta séu auðvitað bara
fyrstu skrefin.
Kjarasamningar
En það er miklu fleira fólk en líf-
eyrishafar sem býr við kröpp kjör
og þarf að rétta sinn hlut. Það kem-
ur auðvitað glöggt fram þessa daga
í tengslum við kjarasamninga.
Bæði lágtekju- og meðaltekjufólk
hefur þurft að horfa upp á vaxandi
tekjumun og breytingar á skattkerfi
hafa miðað að því að létta sköttum
af hátekjufólki og eignamönnum.
Skattleysismörk hafa ekki fylgt
launaþróun sem leitt hefur til þess
að fólk með mjög lágar tekjur
greiðir talsvert í skatta. Þá dró bæði
úr vaxta- og barnabótum á síðustu
kjörtímabilum. Á þetta höfum við í
Samfylkingunni lagt áherslu í okk-
ar málflutningi.
Í stjórnarsáttmálanum hafa
flokkarnir náð saman um að stefnt
skuli að skattalækkunum á kjör-
tímabilinu, en það mun auðvitað
að miklu leyti ráðast af því svig-
rúmi sem verður í ríkisfjármálum
til þess. Sérstaklega er þar vísað
m.a. til hækkunar persónuafsláttar
og aukinna barnabóta til hinna
tekjulægstu, o.fl. Það verður
spennandi að sjá hve mikið svig-
rúm við munum hafa til að fylgja
þessum viljayfirlýsingum eftir og
hvernig til tekst almennt.
Barnabæturnar eru hér ekki síst
mikilvægar því í skýrslu sem ég
kallaði eftir frá forsætisráðherra ár-
ið 2006, kom fram að um fimm
þúsund börn ælust upp á heim-
ilum sem væru undir fátæktar-
mörkum. Þetta kom okkur mörg-
um á óvart og ég held að það sé
þverpólitísk samstaða um að huga
þurfi sérstaklega að þessum hópi.
Það athyglisverða í skýrslu for-
sætisráðherra var að á hinum
Norðurlöndunum var ekki mikill
munur á stöðu fátækra barnafjöl-
skyldna fyrir skatta. En þegar skatt-
ar og bætur voru teknar með tókst
hinum Norðurlöndunum að draga
mun meira úr fátækt barna en okk-
ur, svo munaði allt að helmingi.
Þannig eigum við augljóslega sókn-
arfæri í skatta- og bótakerfinu að
þessu leyti.
Tillögur ASÍ
Eins og kunnugt er hefur ASÍ
sett fram tillögur um skattalækk-
anir fyrir meðal- og lágtekjufólk.
Þær miða að því að mæta einmitt
þeim hópum sem við í Samfylking-
unni höfum lagt áherslu á og eru
allrar athygli verðar. Tillagan er um
barnabætur og að auka persónu-
afslátt fyrir lágtekjufólk upp á 20
þúsund á mánuði, sem muna
myndi verulega um. Slík tillaga
hefur þann kost að vegna þess að
hún nær ekki til allra eins og al-
menni persónuafslátturinn, þá
verður hún ekki eins dýr. Gallinn
er hins vegar sá að það flækir skatt-
kerfið, sem er umdeilt og því geta
fylgt talsverð jaðaráhrif. Þó ekki
hafi verið fallist á tillögurnar eins
og þær voru fram settar, er það eftir
sem áður brýnasta verkefnið næstu
vikur að tryggja efnahagslegan og
félagslegan stöðugleika. Því þurfa
að nást samningar um kjarabætur
hinna lægst launuðu og auðvitað
mun ríkisstjórnin vilja greiða fyrir
því eins og kostur er.
Höfundur er alþingismaður
Vaxandi ójöfnuður
VIÐHORF aHelgi Hjörvar
Bæði lág-
tekju- og
meðaltekju-
fólk hefur
þurft að
horfa upp á
vaxandi
tekjumun og breytingar á
skattkerfi hafa miðað að
því að létta sköttum af
hátekjufólki og eigna-
mönnum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
frá kr. 19.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Vikuferð frá 49.990 - flug og gisting
Heimsferðir bjóða beint morgunflug til Salzburgar í vetur og þar með tryggjum við
þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See.
Bjóðum nú frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í janúar. Bjóðum 11 nátta ferð
15. janúar og 7 nátta ferð 26. janúar. Í boði er sértilboð á Hotel Speiereck í Lungau
og á hinu glæsilega Hotel Unterberghof í Flachau. Tryggðu þér flugsæti og gistingu á
besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki. Mjög takmarkaður
framboð á þessum frábæru kjörum!
Skíðaveisla
í Austurríki
15. og 26. janúar
Kr. 49.990
Flug og gisting í viku. Netverð á mann, m.v.
gistingu í tvíbýli á gististað án nafns í Zell am See /
Schuttdorf (sjá skilmála stökktu tilboðs) með
morgunverði í 7 nætur. Sértilboð 26. janúar.
Kr. 69.990
7 eða 11 nátta ferð með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel
Speiereck í Lungau með hálfu fæði í 7 (26. jan.) eða
11 nætur (15. jan.). Sértilboð 15. eða 26. janúar.
Kr. 94.590
Frábært **** hótel með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel
Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku,
sértilboð 26. janúar. Sértilboð í 11 nátta ferð 15. jan.
m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.990.
Kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. Sértilboð 15. janúar.
Flugsæti með sköttum 26. janúar kr. 29.990.
Það eru tvær góðar ástæður
til að skoða húsbíla...
...McLouis og Weinsberg
Sýning á laugardag
og sunnudag frá eitt til fimm.
Skemmtileg námskeið
Námskeið fyrir börn og unglinga:
* Gítarnámskeið
* Trommunámskeið
* Bassanámskeið
10 vikna hljóðfæranámskeið
ætlað byrjendum. Kennt í litlum
hóptímum þar sem þátttakendum
er raðað í hópa eftir aldri og getu.
Námskeið fyrir fullorðna:
* Partýgítarnámskeið
* Leikskólagítarnámskeið
6 vikna skemmtileg gítarnámskeið
ætluð byrjendum í gítarleik
Upplýsingar og skráning á
www.tonsalir.is
ónsalir
Bæjarlind 2 - Sími 534-3700 - www.tonsalir.is
Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli
þar sem leitast er við að viðhalda
gleðinni í hljóðfæraleiknum.
WWW.EBK.DK
Danskir gæðasumarbústaðir
(heilsársbústaðir)
Hafðu samband við okkur fyrir frekari
upplýsingar: Anders Ingemann Jensen
farsími nr. +45 40 20 32 38
netfang: aj@ebk.dk
Ert þú í byggingarhugleiðingum?