24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 56

24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir Þennan kjól fékk ég frá tengdamóður minni. Hún keypti hann í Danmörku og hitti akkúrat á kjól sem mér líkar. Ég hef notað hann mikið upp á síðkastið, enda er hann ótrúlega þægileg- ur og í rauninni alveg tímalaus. Maður notar bara hlýjar sokka- buxur og annaðhvort gróf stígvél eða hælaskó, þannig að bæði er hægt að dressa hann upp og niður. KJÓLL Ég er voðalega lítið fyrir skartgripi enda vil ég vera frekar látlaus í öllu svoleiðis. Reyndar finnst mér gaman að vera með eyrnalokka og núna er ég til dæmis með eyrnalokka sem ég fékk í Trilogiu. Þeir eru gylltir úr merkinu Wouters & Hendrix og ég held mikið upp á þá. Ef ég nota skartgripi, sem gerist afar sjaldan, vil ég hafa fáa og fallega hluti. Alls ekki of mikið. SKART Ég er í steingráum sokkabuxum úr versluninni Stellu í Bankastræti. Þær eru þykkar og þar af leiðandi mjög hlýjar og hentugar fyrir veturinn. Reyndar finnst mér eiginlega fal- legra að vera í svörtum sokkabuxum við kjólinn sem ég er í en það er líka fínt að breyta til endrum og eins og nota aðra liti en bara svartan. SOKKABUXUR Ég er í brúnum klassískum leðurskóm sem eru svo- lítið gamaldags. Ég keypti þá í Glamúr einhvern tím- ann á dögunum. Þetta eru hálfgerðir spariskór með smáhælum og eru einir af mínum uppáhaldsskóm. Þeir eru klassískir og flottir og ég hef notað þá mikið. Ég er rosalega mikið fyrir skó og kaupi þá aðallega í verslununum 38 þrepum og Kron. SKÓR Ég er með slegið hárið eins og oftast. Ég er með lið- að, ljóst og ólitað hár og finnst alltaf þægilegast að hafa það frjálslegt. Ég hef reyndar einu sinni sett örfáar ljósar strípur í það en ég hef aldrei litað það annars. Ég hreinlega nenni ekki að standa í einhverju svona. Annars er ég yfirleitt með það slegið en þeg- ar ég vil breyta til set ég hárið upp í snúð. HÁR Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Ég er frekar látlaus og mínimalísk í klæðaburði og kann illa við allar öfgar,“ segir fyrirsætan og neminn Eva Lind Gígja Ingólfsdóttir aðspurð um áherslur sínar þegar kemur að fata- vali. Hún fylgist vel með tískunni og hönnun yfirhöfuð og kveðst velja sér hluti í vandaðri og dýrari kantinum. „Ég vel mér ekki dýra hluti bara af því að þeir eru dýrir. Það er frekar þannig að ég vel mér eitthvað vandað og fallegt sem reynist svo vera í dýrari kantinum. Ég vil nefnilega kaupa mér eigulega og góða hluti sem ég get notað í mörg ár í stað þess að kaupa eitthvað ódýrara sem dugar ekki eins lengi,“ segir fyr- irsætan, sem kveðst alltaf ánægð með það sem hún kaupir. „Ég geri aldrei verslunarmistök. Ég kaupi mér reyndar ekki föt í hverri viku en þegar ég kaupi mér hluti er það eitthvað sem ég er virkilega ánægð með og get notað í mörg ár. Þannig afsaka ég það líka fyrir mér að kaupa dýra hluti – þeir endast alltaf lengi hjá mér!“ Gramsar í skápunum hjá ömmu Eva Lind er óhrædd við að nota gömul föt og styðjast við strauma frá öllum áratugum síðustu aldar. Hún hikar ekki við að skoða í fataskápana hjá móður sinni og ömmu auk þess sem hún nýtur góðs af handlagni þeirra beggja. „Bæði mamma og amma eru snillingar í höndunum og ég hef notið góðs af því. Amma er alveg ofvirk og mamma er mikið í því að prjóna allskyns höfuðföt, trefla, peysur og fleira. Svo er alltaf gaman að skoða í skápana þeirra, enda hef ég mjög gaman af gömlum fötum og nýjum í bland. Það er virki- lega skemmtilegt að leita aftur í tímann og móta skemmtilegar samsetningar með þessu gamla í bland við það nýja sem mað- ur á,“ segir Eva. Aðspurð um uppáhaldsverslanirnar kveðst Eva versla einna mest í tískuvöruversluninni Trilogiu auk þess sem Kron kron er einnig í miklu uppáhaldi. „Annars er ekkert endilega nein ákveðin verslun sem ég versla bara í. Ég kíki til dæmis stundum í second hand búð- irnar niðri í bæ og svo fer maður auðvitað í H&M og fleiri búðir í útlöndum. Í H&M getur maður oft fundið eitthvað sniðugt sem kostar ekki endilega mikinn pening. En af ís- lensku búðunum hérna heima finnst mér Trilogia setja sér- staklega skemmtilegan svip á miðbæinn,“ segir Eva Lind að lokum. Fyrirsætan Eva Lind dressar sig upp Gerir ekki verslunar- mistök Fyrirsætan Eva Lind Gígja kaupir sér dýran og vandaðan fatnað sem hún getur notað mikið. Hún kýs klassísk, látlaus og kvenleg klæði. Í MYND Ég mála mig reyndar ekki mikið dagsdaglega. Það er helst þegar ég fer út á lífið sem ég hef gaman af því að setja á mig fínan varalit, eyeliner og fleira. Núna er ég með Kanebo- púður, smá eyeliner, kinnalit og smá varalit. Ég nota dökkbleikt kinnalitastifti frá Shiseido og hef mikið notað gullpennann frá Yves Saint Laurent. Hann er rosa fínn í létta dagförðun ásamt smá kinnalit. FÖRÐUN 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Ég kaupi mér reyndar ekki föt í hverri viku en þegar ég kaupi mér hluti er það eitthvað sem ég er virkilega ánægð með og get notað í mörg ár. Þann- ig afsaka ég það líka fyrir mér að kaupa dýra hluti. 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad Born og uppeldi16.januar 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.