24 stundir - 12.01.2008, Side 28

24 stundir - 12.01.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ lifsstill@24stundir.is a Mér finnst maður fyllast einhvers konar sjálfs- bjargarviðleitni á þessum tíma og fer í þannig gír. Skammdegið er jú staðreynd og maður ætlar sér að komast í gegnum það. Ég finn fyrir því að ég er þyngri á mér og latari í svartasta skammdeginu og það er erfiðara að rífa sig upp á morgnana. Það finnst mér hins vegar bara allt í lagi og sömuleiðis að fólk geri ekki neitt til að spyrna á móti þessari leti. Líkamsklukkan er einfaldlega öðruvísi á þessum árstíma og í staðinn fyrir að vera í þessari endalausu baráttu að spyrna á móti því þá er bara ágætt að leyfa því að vera þannig og skríða dálítið inn í híðið á þessum tíma. Það er um að gera, finnst mér, að leyfa sér að vera latur og ekki vera að stressa sig yfir því heldur njóta þess að hafa afsökun til að kúra. Mitt lífsviðhorf segir mér alla vega til um að þetta sé gott. Síðan finnst mér líka að fólk ætti ekki að þurfa að byrja að vinna eða mæta í skóla fyrr en í fyrsta lagi tíu á morgnana, því það er ónáttúrulegt að rífa sig upp í svartamyrkri og enginn er hvort sem er almennilega vaknaður fyrr en upp úr klukkan tíu. Annars legg ég mikið upp úr því að hafa það kósí í skammdeginu, maður verður heimakærari, kveikir á kertum og svo er ég mjög dugleg að lesa á þessum árstíma og gæði mér á meðan á afganginum af jólakonfektinu. Síðan má hrista slenið og konfektið af sér með gönguferðum í takt við hækkandi sól. Sigrún Sól Ólafsdóttir leikari. Allt í lagi að vera latur og kúra Núna í skammdeginu eftir jólin finnst mér mikilvægast að hafa það huggulegt í kring- um mig með kertum og ég kveiki mikið á ljósum heima við. Ég er ekkert að slökkva á þeim og finnst að við Íslendingar ættum ekkert að vera að spara rafmagnið á þess- um tíma. Síðan reyni ég að labba mikið og komast út þegar einhver birta er og nýta hana. Svo er náttúrlega að vera duglegur að taka vítamín. Mér finnst maður fyllast ein- hvers konar sjálfsbjargarviðleitni á þessum tíma og fer í þannig gír. Skammdegið er jú staðreynd og maður ætlar sér að komast í gegnum það. Það er líka um að gera að njóta bara skammdegisins og fylgja þeim takti sem þá er í gangi, bjóða fólki í mat, nostra við að elda og hafa það notalegt, fara í bíó og labba í Heiðmörkinni. Mér er ekkert illa við skammdegið en á þessum tíma er þó viss værð yfir manni og mér finnst voðalega gott að leggja mig á daginn þegar ég get, enda held ég að það sé eins með dýrin og okkur mennina að við leggj- umst í hálfgert híði yfir veturinn. Síðan má ekki bara kúra einn því skammdegið er jú rómantískur tími og um að gera að njóta þess. Árni Pétur Guð- jónsson leikari. Skammdegið rómantískur tími Ég reyni aðallega að hlúa að mér og mínum á þessum tíma og fer í ræktina þrisvar sinnum í viku. Ég er samt ekki í neinu átaki eða slíku og finnst engin ástæða til að hætta að borða góð- an mat þótt jólin séu liðin, nú er bara aðeins öðruvísi stemning í matargerðinni. Maður finnur aðeins fyrir því að raunveruleikinn er að byrja aftur eftir hátíðarnar þar sem búið er að vera mikið af boðum og heilmikið útstáelsi en það er samt alls ekki að hellast yfir mig neinn mikill drungi. Janúar er ekkert svo slæmur finnst mér þó að það hjálpi nú kannski reyndar til að ég á afmæli í mán- uðinum. Mér fannst mesta furða hvað ég átti auðvelt með að mæta aftur í ræktina þótt vissulega væri ég enn marineruð eftir hátíð- arnir og því dálítið löt að koma mér af stað. En eftir að hafa mætt var þetta samt bara fínt og ég reyni líka að fara í göngutúra á meðan bjart er og nýta birtuna. Nú fer náttúrlega svartasta skammdegið í hönd svo ég kveiki á kertum og reyni almennt að vera frekar góð við sjálfa mig á þessum árstíma. Þannig er auðveldara að komast í gegnum myrkrið. Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona. Janúar er ekkert svo slæmur Það breytist voða lítið hjá mér á þessum árstíma nema ég viðurkenni að ég sef aðeins lengur á veturna. Annars er sama dagskráin hjá mér, ég passa upp á að hreyfa mig, fara út að ganga þegar bjart er, lesa jákvætt og uppbyggilegt efni og beina athyglinni að því sem skiptir máli. Mér finnst þetta ekki yf- irþyrmandi tími þó vissulega finnist mér alltaf skrýtið þegar jólaljósin eru tekin niður en daginn tekur þó að lengja fljótlega í framhaldi af því. Fyrir nokkrum árum fór ég á ráðstefnu um skammdegisþunglyndi og tók þátt í pallborðsumræðum þar sem talað var um að mikilvægast væri að koma lífi sínu í fastar skorður meðan enn væri bjart, hreyfa sig og koma reglu á svefnvenjur sem síðan myndi skila sér inn í veturinn. Hér er það þó svo að fólk virðist alltaf jafn óund- irbúið og skammdegið kemur mönnum því ætíð að óvörum. Ég skil samt af hverju fólk dettur í skammdegisþunglyndi og einstöku sinnum fer ég sjálfur út af sporinu en þá er bara að reyna að koma sér sem fljótast upp aftur. Ég keypti mér t.d. færanlegan dag- ljósabúnað sem ég nota öðru hverju og son- ur minn elskar að setja í samband á morgn- ana. Guðjón Bergmann, rithöfundur, fyrirlesari og jógakennari. Gott að vera vel undirbúinn Mér finnst þetta hefðbundna best í skammdeginu eins og að kveikja á kert- um, gera sér eitthvað til dægrastyttingar og hafa nóg að gera. Eins að láta sér líða vel og dekra við sjálfan sig annað slagið. Eftir að ég fór að vinna í morgunþætt- inum vakna ég mjög snemma til að mæta í vinnu á morgnana og lýk vinnu meðan enn er bjart úti svo ég verð eiginlega ekki vör við skammdegið. Dagurinn nýtist mér líka þar af leiðandi betur. Á stundum hef- ur mér fundist þessi tími erfiður en þá gerði maður bara sitt besta til að komast upp úr því og ég finn ekki fyrir neinu slíku núna. Maður er líka ekki öðru van- ur en þessu skammdegi eftir að hafa búið hér alla sína ævi og það er bara eitthvað sem maður gengur í gegnum. Núna bætir líka þennan tíma heilmikið upp að nú er ég í sambandi sem ég var ekki á sama tíma fyrir ári og það er sannarlega ekki leiðinlegt að kúra saman á dimmum síð- kvöldum og hafa það dálítið kósí. Sigríður Lund Her- mannsdóttir útvarpskona. Verð ekki vör við skammdegið Með hvaða ráðum er hægt að lífga upp á skammdegið? Nú eru jólin og áramótin yfirstaðin með öllum sínum lystisemd- um, fríi og heimsóknum til vina og ættingja. Fólk snýr aftur til vinnu og hið daglega líf heldur áfram sinn vanagang. Ekki er óal- gengt að fólk finni fyrir dálitlum drunga á þessum tíma þegar lít- ið virðist framundan nema myrkur og sama rútínan dag eftir dag. Ýmislegt má þó til bragðs taka til að létta lundina og gott er að muna að brátt fer sólin hækkandi og daginn lengir. Hér segja við- mælendur lesendum frá því hvernig skammdegið leggst í þá.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.