24 stundir - 12.01.2008, Side 54
54 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Það tekur mjög langan tíma að
æfa eitt svona prógramm, ég hef
örugglega verið samtals í ár að því.
Sinfóníuhljómsveit Íslands brá undir sig betri fætinum ásamt fjórum
ungum einleikurum í Háskólabíói og Arngunnur Árnadóttir er ein þeirra.
„Ég spila á klarinett og hef spilað á það síðan ég var 8 ára,“ segir hún en
þar með eru klarinettár hennar 11 talsins.
„Það að spila með Sinfoníuhljómsveitinni er stærsta tækifæri sem ég
hef fengið og ég er nánast ennþá í spennufalli eftir það,“ segir hún.
Fyrir tónleika af þessari stærðar- og gæðagráðu þarf heljarinnar und-
irbúning
„Það tekur mjög langan tíma að æfa eitt svona prógramm, ég hef
örugglega verið samtals í ár að því,“ segir Arngunnur og bætir því við að á
tónleikum þeirra hafi verið mikið fjör og ótrúlega góð stemming.
„Við vorum þó öll að spila í fyrsta skipti með Sinfóníuhljómsveitinni
en að fá slíkt tækifæri er alger lúxus.“ bjorg@24stundir.is
Ungstirni í faðmi
Sinfóníunnar
24stundir/G.RúnarSlegið á létta strengi Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar voru í sínu fínasta pússi og glöddu eyru áhorfenda.
Tónlistarséní Jónas Sen og Arndís Björk Ásgeirsdóttir mættu samferða. Tónglaðar mæðgur Þær Guðrún Ein-
arsdóttir og Erla Rut Árnadóttir.
Fagurkerar af Guðs náð Hjálmar
Ragnarsson og Ása Richards létu sjá sig.
Ungir og stórefnilegir háskólanemar Bergþóra Ægisdóttir og hin danska Sofia
Odgaard.
Öll fjölskyldan Delia Neri, Daníel Gylfason og Gylfi Pálsson.
Svarti liturinn ráðandi Ungdömurnar
Hildur Oddsdóttir og Chrissie Thelma
Guðmundsdóttir.
Tónlistarunnendur Hjónin glöðu
Guðný Guðlaugsdóttir og Daníel
Björnsson.
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Mjög flottur efri partur í D,DD,E skálum á
kr. 3.890,- og buxur í S,M,L,XL á kr. 2.750,
Í stíl fæst tvílitur klútur sem binda má
alla kanta á kr. 3.950,-
Fallegur sundbolur í D,DD,E,F
á kr. 6.685,-
Sundfatnaður kominn í MISTY