24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir
Opinn ilmur af bökuðum eplum, brauðdeigi og bergamot. Ferskur og rúnnaður í
munni með perum, þroskuðum eplum, hunangi ásamt sítrus og steinefnatónum. Milli-
þungt með hressandi og snarpa sýru í lokin.
Bæði feitir og magrir fiskar eiga vel við vínið ásamt alifuglum og hvítum ostum.
Best er að drekka vínið sem fyrst meðan það heldur ennþá ferskleikanum.
Jean-Marc Brocard hóf víngerðarferil sinn á 7. áratugnum með einungis
einn hektara af vínekrum sem hann fékk að gjöf frá tengdaföður sínum.
Núna stendur framleiðslan undir nokkrum milljónum flaskna á ári af 100
hektörum. Chablis og Bourgogne Blanc eru í fararbroddi en Sauvignon
St. Bris, Irancy og Cremant de Bourgogne eru einnig framleidd.
Samkvæmt Julien Brocard víngerðarmanni var 2005 draumaárið og
Brocard-víngerðarhúsið eitt af fáum þar sem 2005-framleiðslan áheild-
ina litið skaraði fram úr 2004 í Bourgogne. Flestöll vín hússins einkenn-
ast af því að bæði gerjun og þroskun fer mestmegnist fram á ryðfríu
stáli.
Þrúga: Chardonnay
Land: Frakkland
Hérað: Bourgogne
Vín vikunnar
Elísabet Alba Valdi-
marsdóttir vínþjónn
JM Brocard Chablis
Domaine Sainte Claire 2005
JM Brocard Chablis Do-
maine Sainte Claire 2005
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
„Ég ætlaði mér aldrei að verða
matreiðslumaður og gat ekki soðið
hafragraut en mér hefur samt alltaf
fundist gaman að borða góðan
mat,“ segir Dóra Svavarsdóttir,
matreiðslumeistari og einn eig-
enda veitingastaðarins Á næstu
grösum á Laugavegi. „Svo sagði
mamma að til þess að borða góðan
mat þyrfti ég annað hvort að vera
ferlega rík og fara alltaf út að borða
eða læra þetta almennilega,“ segir
Dóra sem valdi síðari kostinn.
Varð ástfangin af matnum
„Ég varð algerlega ástfangin af
matnum og hugmyndafræðinni á
bak við grænmetisfæðið eins og
það hefur alltaf verið framreitt
þar,“ segir Dóra um fyrstu kynni
sín af veitingastaðnum Á næstu
grösum.
„Við leggjum áherslu á aukefna-
laust grænmetisfæði sem er eldað
frá grunni. Þar fyrir utan getur
maður leikið sér alveg hömlulaust
þannig að hráefnið fái að njóta
sín,“ segir Dóra og bætir við að
grænmetisfæði sé fjölbreyttara en
flesta gruni.
Niðursoðin næringarfræði
Dóra hefur einnig staðið fyrir
námskeiðum í matreiðslu græn-
metisfæðis jafnt fyrir leika sem
lærða. „Öll mín námskeið eru
verkleg þannig að fólk eldar sjálft í
stað þess að ég sé með sýni-
kennslu,“ segir Dóra og tekur und-
ir að maður læri meira á því að
prófa sjálfur. „Þegar maður fer á
sýnikennslu lítur allt út fyrir að
vera mjög einfalt og auðvelt en
þegar maður stendur frammi fyrir
því að gera hlutina sjálfur fara
málin að vandast,“ segir hún.
Dóra leggur áherslu á að matur
sé ekki síður veisla fyrir augað.
„Mér finnst skipta miklu máli að
maturinn sé litríkur og að bragðið
sé fjölbreytt,“ segir hún og bendir
á að það tengist jafnframt næring-
argildi hans og bragðgæðum. „Það
er mjög niðursoðin næringarfræði
að segja að ef grænmetið heldur
litnum haldi það betur næringar-
efnum. Ef maður eldar eitthvað
sem var upphaflega grænt eða
rautt þangað til það er orðið brúnt
er maður búinn að tapa miklu,“
segir Dóra sem deilir að lokum
nokkrum „góðkunningjum“ af
veitingastaðnum með lesendum
24 stunda.
Dóra Svavarsdóttir kennir fólki að elda girnilega grænmetisrétti
Fjölbreyttara en
flesta grunar
Dóra Svavarsdóttir mat-
reiðslumeistari kennir Ís-
lendingum að elda góða
grænmetisrétti jafnframt
því að sjá um matseldina
á veitingastaðnum Á
næstu grösum. Henni
finnst skipta miklu máli
að maturinn sé litríkur og
bragðið fjölbreytt.
Litadýrð og bragðgæði Dóra
Svavarsdóttir matreiðslumaður
leggur áherslu á að matur sé lit-
ríkur og bragðgóður.
➤ Dóra var á námssamningi áCafé Óperu á sínum tíma.
➤ Hún hefur meðal annars hald-ið námskeið á vegum Iðunn-
ar, Endurmenntunarfélags
matreiðslumanna og veit-
ingastaðarins Á næstu grös-
um.
DÓRA SVAVARSDÓTTIR
24stundir/Árni Sæberg
Árið 2008 er „Ár kartöflunnar“
hjá Sameinuðu þjóðunum en
með því vilja samtökin meðal
annars vekja athygli á að kart-
aflan er ein mikilvægasta fæðu-
tegund heimsins. Jafnframt er
vonast til þess að útbreiðsla
hennar aukist enn frekar og með
því megi sporna við hungri í
heiminum.
Þó að þær séu bestar ný-
uppteknar á haustin má yfirleitt
fá góðar kartöflur allan ársins
hring.
Kartöflur henta í alls kyns rétti,
til dæmis sem meðlæti með
þungum kjötréttum eða sem
undirstaða í saðsama og kraft-
mikla grænmetisrétti. Þá má enn
fremur matreiða þær á ýmsan
máta til dæmis með því að baka
þær í ofni, sneiða niður í gratín
eða stappa í kartöflumús.
Ár kartöflunnar runnið upp
Kartöflur henta einnig vel með
ýmsu grænmeti og kryddi. Mörg-
um þykir gott að búa til kartöflu-
salat með agúrkum og tómötum
(ásamt svolitlum sýrðum rjóma,
lauki og basilíku). Þá er upplagt
að setja smjörklípu út á kartöflu
og strá síðan góðu kryddi á, til
dæmis sítrónupipar, kóríander
eða basilíku og borða með nið-
urskornum tómötum (eða sól-
þurrkuðum), ólífum eða papriku
svo eitthvað sé nefnt.
Með kryddi og
góðu grænmeti
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.2
27
„Verslunarfagnámið veitti mér
tækifæri til að takast á við meira
krefjandi verkefni“
Lára Guðmundsdóttir útskrifaðist úr Verslunarfagnámi frá
Verslunarskólanum sl. vor og fékk hún verðlaun fyrir loka-
verkefnið sitt. Hún starfar nú sem verslunarstjóri.
„Verslunarfagnámið er stórkostlegt tækifæri til að efla sig
í starfi og takast á við meira krefjandi verkefni. Námið nýtist
mér mjög vel í starfi mínu sem verslunarstjóri“
segir Lára Guðmundsdóttir
Ef þú vilt efla þig sem einstakling og fagmann,
þá höfum við nám fyrir þig.
Kynningarfundur verður miðvikudaginn 16. janúar
kl. 20.00 hjá Mími-símenntun, Skeifunni 8.
Allir velkomnir.
Verslunarfagnám hefst hjá Mími-símenntun í lok janúar.
Nánari upplýsingar á www.mimir.is
MÍMIR
símenntun
Verslunarfagnám
Mímir - símenntun • Skeifunni 8 • Sími 580 1800 • www.mimir.is
LÍFSSTÍLLMATUR
matur@24stundir.is a
Við leggjum áherslu á aukefnalaust grænmet-
isfæði sem er eldað frá grunni. Þar fyrir utan
getur maður leikið sér alveg hömlulaust þannig að
hráefnið fái að njóta sín.