24 stundir - 12.01.2008, Side 39

24 stundir - 12.01.2008, Side 39
24stundir LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 39 É g taldi að þessar tvær ráðningar væru farsæl- astar fyrir þessar tvær stofnanir sem standa báðar á tímamótum og þarfnast þess nauðsynlega að fá nýtt blóð inn í hjarta og æðakerfi sitt,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um umdeildar embættisveitingar, en hann réð Guðna A. Jóhannesson í starf orkumálastjóra og Ólöfu Ýri Atla- dóttur sem ferðamálstjóra. „Í tilviki orkumálastjóra var prófessor Guðni hæfastur og upp- fyllti best þær kröfur sem gerðar voru í starfsauglýsingunni. Hann hefur alla kosti til að bera til að veita nýju blóði inn í stofnunina, hún þarf að ganga í endurnýjun líf- daga. Ég ætla henni ekki einungis það hlutverk að vera stjórnsýslu- stofnun heldur á hún líka að ýta undir lifandi orkuvísindi og ekki má gleyma ráðgjafarhlutverki hennar gagnvart ríkisstjórninni. Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa farið mjög vandlega yfir þessi mál að hann væri hæfasti umsækj- andinn. Þá stóð ég frammi fyrir þessari staðreynd: Prófessor Guðni er karlmaður. Átti ég að láta hann gjalda þess? Stjórnarskráin bannar mér það, lögin banna mér það og jafnréttisáætlun iðnaðarráðuneyt- isins bannar mér það líka. Ég tel að ég hefði verið að brjóta lög á þess- um hæfasta umsækjanda ef ég hefði mismunað honum í krafti þess að hann er karlmaður. Varðandi embætti ferðamála- stjóra taldi ég að öllu samanlögðu að farsælast væri að ráða Ólöfu Ýri Atladóttur, ekki síst í ljósi þess að ég hef hugmyndir um ákveðnar breytingar á stjórnskipulagi ferða- mála og hennar hugmyndir, eins og þær komu fram, samræmdust mjög vel þeim hugmyndum mín- um. Auk þess hafði ég sérstaklega tekið fram í auglýsingu að sá sem ráðinn yrði til starfans þyrfti að uppfylla skilyrði um hæfni til að leiða breytingar. Það kom í ljós að fyrir utan sterka menntun sem nýt- ist vel í þessu starfi þá hafði Ólöf Ýrr sérstaklega menntað sig á sviði breytingastjórnunar og verkefna á því sviði.“ Fer ekki auðveldustu leiðina Þessi harða gagnrýni sem þú hef- ur fengið, truflar hún þig? „Ég er búinn að lifa svo margt og súpa svo mikinn sjó á ferli mínum í stjórnmálum að þetta hefur ekki gengið nærri mér. Þar ræður mestu að ég hef djúpa og einlæga sann- færingu fyrir því að ég sé að gera rétt. Ég gerði mér grein fyrir því að þessar ráðningar kynnu að verða umdeildar og hægur leikur var fyr- ir mig að taka auðveldasta kostinn. Ég er ekki stjórnmálamaður sem fer auðveldustu leiðina – heldur þá leið sem ég tel besta til að standa undir þeirri ábyrgð sem mér er fal- in. Það hefur oft gefið á mitt skip vegna þess að ég hef tekið ákvarð- anir af innstu hjartans sannfæringu sem aðrir hafa verið ósammála. Það er ekki snefill af vafa í mínum huga um að ég gerði rétt.“ Hvað segir þú um harða gagnrýni á skipan Þorsteins Davíðssonar sem dómara? „Sem pólitískur faðir sem á börn sem eru að vaxa úr grasi þá renna mér til rifja þær hörðu árásir sem Þorsteinn Davíðsson sætir út af því einu að hann er sonur föður síns. Ég tel að það sé hæpin leið að hafa nefndir sem skipa í raðir dómara einhverja sem komast í skónúmer þeirra sem fyrir eru í stéttinni, eins og til dæmis varðandi Hæstarétt. Ég og minn flokkur höfum viljað fara aðrar leiðir. Það er engum blöðum um það að fletta að Þor- steinn er hæfur. Það er hins vegar deilt um hvort hann var hæfastur. Ráðherrann átti völina og kvölina, eins og ég þekki.“ Eins og urriðinn Það hefur komið fyrir í þessu rík- isstjórnarsamstarfi að þú hafir viðr- að skoðanir sem eru mjög á skjön við skoðanir Sjálfstæðisflokksins. Af hverju ertu stundum að pota í sjálf- stæðismenn? „Þú ert væntanlega að vísa til þess að ég held úti örmiðli á heimasíðu minni. Þar læt ég gamminn geisa og er ekkert að skafa utan af skoðunum mínum. Ég er í samstarfi með Sjálfstæðis- flokknum í ríkisstjórn en ég er ekki giftur honum. Ég hef aldrei gagn- rýnt ríkisstjórnina, en ég hef húð- skammað hina frægu sexmenninga í borgarstjórninni. Ég tel að þessi ríkisstjórn sé mjög góð og hafi ver- ið besti kosturinn í stöðunni. Mér líður vel í þessari ríkisstjórn, ég á þar vinum að fagna og hef eignast nýja. Milli mín og Þorgerðar Katr- ínar hefur til dæmis tekist mjög gott samstarf en við vorum eins og hundur og köttur þegar ég var í stjórnarandstöðu og hún í ríkis- stjórn og vorum á stundum full- vond hvort við annað. Það kemur ugglaust mörgum á óvart að við Björn Bjarnason erum vinir. Eitt það eftirminnilegasta á mínum ferli í stjórnmálum var frábært samstarf okkar við að koma Þing- völlum á heimsminjaskrána. Það var þó í miðju fjölmiðlamálsins þegar við slógumst eins og hundar á daginn en unnum saman á kvöld- in að þeim stórmerka áfanga. Sjálfstæðismenn hafa til þessa sýnt ýmsum sjónarmiðum mínum skilning og ég hef goldið í sömu mynt. Í þessari ríkisstjórn eru fyrr- um höfuðandstæðingar í íslensk- um stjórnmálum að vinna saman og það hefur gengið mjög vel. Þessi ríkisstjórn er allt öðruvísi en sú sem ég sat í áður því í henni geta menn rætt um alla skapaða hluti og það er algengt að ráðherrar komi inn á ríkisstjórnarfundi með mál til að leita ráða. Ég geri það til dæmis. Ég gæti þess líka að kanna afstöðu til mála sem gætu verið umdeild þannig að ég sé ekki að koma nein- um á óvart. Ég veit að í samskipt- um við fólk hefur mér stundum hætt til, sérstaklega á yngri árum mínum, að vera óbilgjarn en ég er meðvitað að reyna að vera það ekki. Ég vil vera góður liðsmaður.“ Sumir gagnrýna bloggið þitt og segja að þú sért að skrifa það þegar þú ættir að vera sofnaður, það er að segja um nætur. „Ég kem af svefnléttri fjölskyldu og er meira að segja ekki svefn- léttasti maðurinn innan hennar. Ég hef alltaf þurft mjög lítinn svefn. Þetta er kynfylgja. Stjórnmála- menn sem eru töluvert skyldir mér hafa sama eiginleika. Ég nefni Svavar Gestsson. Eitt af því sem ég er stoltastur af þegar ég horfi til HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Það hefur oft gefið á mitt skip vegna þess að ég hef tekið ákvarðanir af innstu hjartans sannfær- ingu sem aðrir hafa verið ósammála. www.neytendastofa.is Komdu hreyfingu á hlutina Ábending með einum smelli Neytendum eru tryggð margvísleg réttindi í lögum. Hlutverk Neytendastofu er að tryggja að réttindi neytenda séu virt og stuðla að bættum hag þeirra. Með samstilltu átaki geta neytendur haft áhrif á að leikreglum sé fram- fylgt. Vissir þú að það hefur aldrei verið auðveldara en núna? Á vef Neytendastofu finnur þú leið til þess: Rafræn Neytendastofa er þjónustugátt sem öllum stendur opin, alltaf. Þar getur þú komið á framfæri ábendingum án fyrirhafnar, með skráningu eða nafnlaust – um það sem vel er gert eða betur mætti fara. Bætt neytendavernd er hagur allra. Ábending frá þér getur komið hreyfingu á hlutina!

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.