24 stundir - 12.01.2008, Side 22

24 stundir - 12.01.2008, Side 22
22 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Þá misnotaði Greiðslumiðlun hlutverk sitt sem innheimtuaðili til að gera korthöfum erfiðara um vik að nota greiðslukort sín á sölustöðum sem voru í viðskiptum við PBS/Kortaþjónustuna. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Greiðslumiðlun hf. (nú Valitor), Kreditkort hf. (nú Borgun) og Fjölgreiðslumiðlun hf., sem rekur sameiginlegt kerfi fyrir greiðslu- kortafyrirtækin, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og fallist á að greiða samtals 735 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Talsmaður Kortaþjónustunnar, sem keppir við gömlu kortafyrirtækin, segir þessi málalok munu leiða til lægra verðs fyrir neytendur. Unnu gegn nýjum keppinauti Við ákvörðun upphæðar sekt- arinnar var litið til þess að fyr- irtækin viðurkenndu undan- bragðalaust brot sín, og höfðu frumkvæði að sáttaviðræðum, að því er Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, greinir frá. Fyrirtækin viðurkenna að hafa átt með sér ólöglegt samráð, meðal annars með það fyrir augum að koma í veg fyrir að danska fyr- irtækið PBS International í sam- vinnu við Kortaþjónustuna ehf. (PBS/Kortaþjónustan) næði fót- festu á íslenskum greiðslukorta- markaði frá árinu 2002. Þá hafa fyrirtækin einnig fallist á að hlíta ýmsum fyrirmælum Sam- keppnisstofnunar, sem ætlað er að efla samkeppnina á þessum mark- aði og koma í veg fyrir að sams konar brot verði framin í ný. Mun leiða til lægra verðs Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmastjóri Kortaþjónust- unnar, fagnar ákvörðun og að- gerðum Samkeppniseftirlitsins, og segist þess fullviss að aðgerðirnar muni skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Enda hafi innkoma PBS/ Kortaþjónustunnar á markaðinn orðið til þess að lækka þóknun þá er söluaðilar greiða greiðslukorta- fyrirtækjunum. Hann segir ljóst að fyrirtæki sitt hafi orðið fyrir miklu fjárhagstjóni vegna hins ólöglega samráðs og að höfað verði skaðabótamál sökum þess. Hvort það verði eingöngu á hendur Valitor eða einnig á hend- ur hinum fyrirtækjunum segir Jó- hannes að eigi eftir að koma í ljós þegar farið verður betur yfir málið. Í ákvörðun Samkeppniseftirlits kemur fram að Greiðslumiðlun misnotaði markaðsráðandi stöðu sína með margvíslegum hætti. Vegna stöðu sinnar á markaði og sökum þess að Greiðslumiðlun annaðist innheimtu hjá handhöf- um íslenskra VISA-korta, sama hver annaðist færsluhirðingu hjá söluaðila, bjó það yfir upplýsing- um um viðskipti PBS/Kortaþjón- ustunnar. Fyrirtækið notfærði sér þær upplýsingar til að bjóða við- skiptavinum PBS/Kortaþjónust- unnar sérstök kjör skiptu þeir um þjónustuaðila. Mismunaði korthöfum Þá misnotaði Greiðslumiðlun hlutverk sitt sem innheimtuaðili til að gera korthöfum erfiðara um vik að nota greiðslukort sín á sölu- stöðum sem voru í viðskiptum við PBS/Kortaþjónustuna. Greiðslumiðlun og Kreditkort skiptu ennfremur með sér mark- aðnum með ólögmætum hætti og sömdu um að stunda ekki sam- keppni hvort við annað. Fjöl- greiðslumiðlun tók þátt í hluta samráðsins, og beitti samkeppn- ishamlandi aðgerðum sem gerði PBS/Kortaþjónustunni erfitt að fóta sig á markaðnum, eins og seg- ir í ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins. Mun leiða til lægra verðs  Fyrirtæki á greiðslukortamarkaði játa brot og borga háar sektir Málsbætur Páll Gunnar Pálsson segir sektina lægri en ella sökum þess að fyrirtækin við- urkenndu brot sín. ➤ Greiðslumiðlun, Kreditkortog Fjölgreiðslumiðlun hafa viðurkennt að hafa brotið samkeppnislög. ➤ Sekt Greiðslumiðlunar er 385mkr., sekt Kreditkorts 185 mkr., og sekt Fjölgreiðslu- miðlunar 165 mkr. SEKTIN MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                 : -   0 -< = $ ' >5?5@?3A 4?@5BB45 A3B>@B4C?4 >4>ABA4@C ADAA3B@3@B >BAB?D>4 ADBC@>4> >D@A?@A54@ ?C4DB?@>D >?C34B3B ADD>5C4@> 34?33C?D? ?3@@AD> C??5BB >C3?B>B D>@CBBBB 33C4@>D C@45AAA >BCB33A , A>4C4@> C>3 , , , DA?>4BBB , , @E3D 5>E?B >5ECB >>ECB ABE>5 3AEBB A?EAB ?C4EBB 3AEAB >B>E5B DE>@ >3EA4 5E?C @5E5B AEBB 4E?A >@@E5B >4DBEBB CDDEBB BEDB >5?EBB CE3@ A3EAB , , 3BA5EBB , , @EC5 5AE3B >5E5B >>EC3 ABE3B 3AE3B A?EC5 ?5BEBB 3AE3B >BAEBB DEA4 >3E3? 5EDB @4E3B AEBA 4E?D ABAEBB >?>AEBB 5BAEBB BED> >4>EBB CEC5 , , , 3B45EBB , 4EBB /   - >> A5 ?A CC >BB ? 4 >5C 4@ 4 @> CA ? > D >3 3 A> 3 , >B > , , , @ , , F#   -#- >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >B>ABBD >>>ABBD >B>ABBD @>ABBD 4>AABB? AADABB? >>>ABBD >B>ABBD A>>ABB? ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni banka, fyrir 2,78 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Sparisjóði Reykjavíkur eða um 3,38%. Bréf í Straumi Burðarási hækkuðu um 1,6%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í P/F Atlantic Petroleum, 2,40%. Bréf í Alfesca lækkuðu um 2,03% og bréf í Eimskipafélaginu um 1,84%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,65% og stóð í 5.569,37 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,98% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,32%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,30% og þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,10%. Milestone ehf., fjárfestingarfyr- irtæki í eigi Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna, hefur ver- ið að hasla sér völl í Madedóníu. Félagið, sem hefur hingað til að- allega verið þar í rekstri apóteka, eignaðist nýverið 80% eingarhlut í KIB-bankanum þar í landi fyrir 4,4 milljónir evra, og hyggst að sögn Karls Wernerssonar eignast bank- ann allan. Þá hefur félagið eignast vínframleiðslufyrirtæki í Make- dóníu. „Fyrirtækið er komið í fullan rekstur og tók við berjum í haust. Framleiðsla þessa árs verður um 11 milljónir flaskna,“ segir Karl. Spurður að því hvort um stórt fyrirtæki innan þessa geira sé að ræða segir Karl: „Þetta er allavega nóg vín fyrir alla Íslendinga, og nokkrum sinnum það.“ Hann segir fyrirtækið verða komið í fullan rekstur á næstu tveimur árum, og þá verði framleiðslugetan 25 millj- ónir flaskna. Félagið hefur gert meira en að fjárfesta í fyrirtækjum í Makedón- íu. Það hefur lagt fram 30 þúsund evrur sem verja á til að skapa at- vinnutækifæri fyrir fatlaða einstak- linga og 30 þúsund evur til þjóð- minjasafnsins í Makedóníu. Þá mun félagið veita 40 þúsund evrur til að styrkja makedónska stúdenta til framhaldsnáms á Íslandi. hly- nur@24stundir.is Kaupa fyrirtæki og styrkja góð málefni Milestone haslar sér völl í Makedóníu „Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu,“ segir í nei- kvæðri umsögn bankans til Árs- reikningaskrár um umsókn Kaup- þings banka um heimild til að færa bókhald sitt og semja ársreikning í evrum frá og með þessu ári. Eins og fram hefur komið sögðu forsvarsmenn Kaupþings banka umsvif hans á evrusvæðinu vera orðin það mikil að þeir teldu sig skylduga til að nota evrur sem starfrækslugjaldmiðil til að upp- fylla alþjóðlega reikningsskila- staðla. Í umsögn Seðlabankans kemur fram að hann er ósammála þeirri túlkun Kaupþings á stöðlun- um. Staðlarnir fjalli eingöngu um reikningsskil erlendra dótturfélaga, en gengið sé út frá því að heima- gjaldmiðill móðurfélags sé starf- rækslugjaldmiðill þess. Þá segir ennfremur að þótt staðlarnir séu túlkaðir þannig að þeir geti verið til úrskurðar um það hver sé starfrækslumiðill móður- félags, sé engin skylda samkvæmt stöðlunum að bókhald sé haldið í starfrækslugjaldmiðli. Enda sé í stöðlunum sérstaklega kveðið á um hvernig eigi að umreikna úr heimagjaldmiðli í starfrækslugjald- miðil. Þá segir að þar sem kaup Kaup- þings á hollenska bankanum NIBC taki ekki gildi fyrr en um áramótin, verði upplýsingar úr rekstri hol- lenska bankans ekki taldar með þegar metið er hvort Kaupþing uppfyllir þau skilyrði að færa árs- reikning í evrum. hlynur@24stundir.is Umsókn Kaupþings um evruvæðingu Seðlabankinn lagðist gegn umsókninni

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.