24 stundir


24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 22

24 stundir - 12.01.2008, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Þá misnotaði Greiðslumiðlun hlutverk sitt sem innheimtuaðili til að gera korthöfum erfiðara um vik að nota greiðslukort sín á sölustöðum sem voru í viðskiptum við PBS/Kortaþjónustuna. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Greiðslumiðlun hf. (nú Valitor), Kreditkort hf. (nú Borgun) og Fjölgreiðslumiðlun hf., sem rekur sameiginlegt kerfi fyrir greiðslu- kortafyrirtækin, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og fallist á að greiða samtals 735 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Talsmaður Kortaþjónustunnar, sem keppir við gömlu kortafyrirtækin, segir þessi málalok munu leiða til lægra verðs fyrir neytendur. Unnu gegn nýjum keppinauti Við ákvörðun upphæðar sekt- arinnar var litið til þess að fyr- irtækin viðurkenndu undan- bragðalaust brot sín, og höfðu frumkvæði að sáttaviðræðum, að því er Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, greinir frá. Fyrirtækin viðurkenna að hafa átt með sér ólöglegt samráð, meðal annars með það fyrir augum að koma í veg fyrir að danska fyr- irtækið PBS International í sam- vinnu við Kortaþjónustuna ehf. (PBS/Kortaþjónustan) næði fót- festu á íslenskum greiðslukorta- markaði frá árinu 2002. Þá hafa fyrirtækin einnig fallist á að hlíta ýmsum fyrirmælum Sam- keppnisstofnunar, sem ætlað er að efla samkeppnina á þessum mark- aði og koma í veg fyrir að sams konar brot verði framin í ný. Mun leiða til lægra verðs Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmastjóri Kortaþjónust- unnar, fagnar ákvörðun og að- gerðum Samkeppniseftirlitsins, og segist þess fullviss að aðgerðirnar muni skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Enda hafi innkoma PBS/ Kortaþjónustunnar á markaðinn orðið til þess að lækka þóknun þá er söluaðilar greiða greiðslukorta- fyrirtækjunum. Hann segir ljóst að fyrirtæki sitt hafi orðið fyrir miklu fjárhagstjóni vegna hins ólöglega samráðs og að höfað verði skaðabótamál sökum þess. Hvort það verði eingöngu á hendur Valitor eða einnig á hend- ur hinum fyrirtækjunum segir Jó- hannes að eigi eftir að koma í ljós þegar farið verður betur yfir málið. Í ákvörðun Samkeppniseftirlits kemur fram að Greiðslumiðlun misnotaði markaðsráðandi stöðu sína með margvíslegum hætti. Vegna stöðu sinnar á markaði og sökum þess að Greiðslumiðlun annaðist innheimtu hjá handhöf- um íslenskra VISA-korta, sama hver annaðist færsluhirðingu hjá söluaðila, bjó það yfir upplýsing- um um viðskipti PBS/Kortaþjón- ustunnar. Fyrirtækið notfærði sér þær upplýsingar til að bjóða við- skiptavinum PBS/Kortaþjónust- unnar sérstök kjör skiptu þeir um þjónustuaðila. Mismunaði korthöfum Þá misnotaði Greiðslumiðlun hlutverk sitt sem innheimtuaðili til að gera korthöfum erfiðara um vik að nota greiðslukort sín á sölu- stöðum sem voru í viðskiptum við PBS/Kortaþjónustuna. Greiðslumiðlun og Kreditkort skiptu ennfremur með sér mark- aðnum með ólögmætum hætti og sömdu um að stunda ekki sam- keppni hvort við annað. Fjöl- greiðslumiðlun tók þátt í hluta samráðsins, og beitti samkeppn- ishamlandi aðgerðum sem gerði PBS/Kortaþjónustunni erfitt að fóta sig á markaðnum, eins og seg- ir í ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins. Mun leiða til lægra verðs  Fyrirtæki á greiðslukortamarkaði játa brot og borga háar sektir Málsbætur Páll Gunnar Pálsson segir sektina lægri en ella sökum þess að fyrirtækin við- urkenndu brot sín. ➤ Greiðslumiðlun, Kreditkortog Fjölgreiðslumiðlun hafa viðurkennt að hafa brotið samkeppnislög. ➤ Sekt Greiðslumiðlunar er 385mkr., sekt Kreditkorts 185 mkr., og sekt Fjölgreiðslu- miðlunar 165 mkr. SEKTIN MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                 : -   0 -< = $ ' >5?5@?3A 4?@5BB45 A3B>@B4C?4 >4>ABA4@C ADAA3B@3@B >BAB?D>4 ADBC@>4> >D@A?@A54@ ?C4DB?@>D >?C34B3B ADD>5C4@> 34?33C?D? ?3@@AD> C??5BB >C3?B>B D>@CBBBB 33C4@>D C@45AAA >BCB33A , A>4C4@> C>3 , , , DA?>4BBB , , @E3D 5>E?B >5ECB >>ECB ABE>5 3AEBB A?EAB ?C4EBB 3AEAB >B>E5B DE>@ >3EA4 5E?C @5E5B AEBB 4E?A >@@E5B >4DBEBB CDDEBB BEDB >5?EBB CE3@ A3EAB , , 3BA5EBB , , @EC5 5AE3B >5E5B >>EC3 ABE3B 3AE3B A?EC5 ?5BEBB 3AE3B >BAEBB DEA4 >3E3? 5EDB @4E3B AEBA 4E?D ABAEBB >?>AEBB 5BAEBB BED> >4>EBB CEC5 , , , 3B45EBB , 4EBB /   - >> A5 ?A CC >BB ? 4 >5C 4@ 4 @> CA ? > D >3 3 A> 3 , >B > , , , @ , , F#   -#- >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >>>ABBD >B>ABBD >>>ABBD >B>ABBD @>ABBD 4>AABB? AADABB? >>>ABBD >B>ABBD A>>ABB? ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni banka, fyrir 2,78 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Sparisjóði Reykjavíkur eða um 3,38%. Bréf í Straumi Burðarási hækkuðu um 1,6%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í P/F Atlantic Petroleum, 2,40%. Bréf í Alfesca lækkuðu um 2,03% og bréf í Eimskipafélaginu um 1,84%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,65% og stóð í 5.569,37 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,98% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,32%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,30% og þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,10%. Milestone ehf., fjárfestingarfyr- irtæki í eigi Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna, hefur ver- ið að hasla sér völl í Madedóníu. Félagið, sem hefur hingað til að- allega verið þar í rekstri apóteka, eignaðist nýverið 80% eingarhlut í KIB-bankanum þar í landi fyrir 4,4 milljónir evra, og hyggst að sögn Karls Wernerssonar eignast bank- ann allan. Þá hefur félagið eignast vínframleiðslufyrirtæki í Make- dóníu. „Fyrirtækið er komið í fullan rekstur og tók við berjum í haust. Framleiðsla þessa árs verður um 11 milljónir flaskna,“ segir Karl. Spurður að því hvort um stórt fyrirtæki innan þessa geira sé að ræða segir Karl: „Þetta er allavega nóg vín fyrir alla Íslendinga, og nokkrum sinnum það.“ Hann segir fyrirtækið verða komið í fullan rekstur á næstu tveimur árum, og þá verði framleiðslugetan 25 millj- ónir flaskna. Félagið hefur gert meira en að fjárfesta í fyrirtækjum í Makedón- íu. Það hefur lagt fram 30 þúsund evrur sem verja á til að skapa at- vinnutækifæri fyrir fatlaða einstak- linga og 30 þúsund evur til þjóð- minjasafnsins í Makedóníu. Þá mun félagið veita 40 þúsund evrur til að styrkja makedónska stúdenta til framhaldsnáms á Íslandi. hly- nur@24stundir.is Kaupa fyrirtæki og styrkja góð málefni Milestone haslar sér völl í Makedóníu „Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu,“ segir í nei- kvæðri umsögn bankans til Árs- reikningaskrár um umsókn Kaup- þings banka um heimild til að færa bókhald sitt og semja ársreikning í evrum frá og með þessu ári. Eins og fram hefur komið sögðu forsvarsmenn Kaupþings banka umsvif hans á evrusvæðinu vera orðin það mikil að þeir teldu sig skylduga til að nota evrur sem starfrækslugjaldmiðil til að upp- fylla alþjóðlega reikningsskila- staðla. Í umsögn Seðlabankans kemur fram að hann er ósammála þeirri túlkun Kaupþings á stöðlun- um. Staðlarnir fjalli eingöngu um reikningsskil erlendra dótturfélaga, en gengið sé út frá því að heima- gjaldmiðill móðurfélags sé starf- rækslugjaldmiðill þess. Þá segir ennfremur að þótt staðlarnir séu túlkaðir þannig að þeir geti verið til úrskurðar um það hver sé starfrækslumiðill móður- félags, sé engin skylda samkvæmt stöðlunum að bókhald sé haldið í starfrækslugjaldmiðli. Enda sé í stöðlunum sérstaklega kveðið á um hvernig eigi að umreikna úr heimagjaldmiðli í starfrækslugjald- miðil. Þá segir að þar sem kaup Kaup- þings á hollenska bankanum NIBC taki ekki gildi fyrr en um áramótin, verði upplýsingar úr rekstri hol- lenska bankans ekki taldar með þegar metið er hvort Kaupþing uppfyllir þau skilyrði að færa árs- reikning í evrum. hlynur@24stundir.is Umsókn Kaupþings um evruvæðingu Seðlabankinn lagðist gegn umsókninni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.