24 stundir


24 stundir - 05.02.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 05.02.2008, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú TG E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2008 Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 27. febrúar til 9. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóðabækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst í síma 511-8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2006 eða fyrr. 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Ágæt skýrsla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra til Al- þingis um Evrópumál á að fá þingmenn til að leiða hugann að ýmsum álita- efnum varðandi þátttöku Íslands í Evrópusamstarfinu. Í skýrsluna vantar þó umræðu um mikilvægt mál, sem sannarlega snýr að Alþingi. Það er hvað eigi að gera við stjórnarskrána þannig að hún taki bæði mið af því evrópska samstarfi, sem Ísland á nú þegar þátt í, og opni möguleika á að ganga lengra. Flest nágrannaríki okkar hafa sett í stjórnarskrá ákvæði, sem heimilar fram- sal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Ekkert slíkt ákvæði er í stjórnarskrá Íslands. Þegar EES- og Schengen-samningarnir voru gerðir á sínum tíma, voru settar á fót nefndir færustu lögfræðinga til að meta hvort þeir stæðust stjórn- arskrá. Þær komust í báðum tilfellum að þeirri niðurstöðu að ákveðið fram- sal ríkisvalds til alþjóðastofnana hefði átt sér stað. Það væri hins vegar af- markað og á tiltölulega takmörkuðu sviði og samrýmdist því stjórnarskrá. Í ljósi reynslunnar á þetta kannski við um Schengen-samninginn, en áhrif EES hafa verið svo gífurlega víðtæk hér á landi að varla er lengur hægt að tala um að þar hafi löggjafarvald verið framselt á „takmörkuðu“ sviði. Þetta valdaframsal hefur til þessa ekki komið að sök, en auðvitað hljótum við að vilja að stjórnarskráin endurspegli raunveruleikann; að þegar það liggur fyrir að löggjafarvald í stórum málaflokkum hefur verið fært frá Reykjavík til Brussel, sé heimild fyrir því í stjórnlögum ríkisins. Lögfræðingarnir, sem fjölluðu um stjórnarskrárhæfi Schengen-samnings- ins, hvöttu til þess að heimildarákvæði yrði sett í stjórnarskrána til að koma í veg fyrir að í hvert sinn, sem Ísland tæki þátt í nýju alþjóðlegu samstarfi, risi vafi um hvort það samrýmdist stjórnskipuninni. Alþjóðlegt samstarf fer sífellt vaxandi, en íslenzk stjórnvöld hafa ekkert gert í málinu. Kannski er það vegna þess að einhverjir eru hræddir um að hræra upp í stóra ESB-tabúinu með því að breyta stjórnarskránni. Það liggur enda alveg ljóst fyrir að til þess að ganga í Evrópusambandið verður að breyta stjórnarskránni. En núverandi ríkisstjórn hefur ekki aðild að ESB á stefnuskrá sinni. Einmitt þess vegna hlýtur hún að nota tækifærið og hafa frumkvæði að breytingum á stjórn- arskránni, sem eru nauðsynlegar vegna alls konar ann- ars alþjóðlegs samstarfs, sem Ísland tekur þátt í. Er ekki orðið tímabært að ræsa stjórnarskrárnefndina? Evrópa og stjórnarskráin SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Jarðhitinn er nú kominn á radar ESB. Það er reiðubúið að greiða götu orkuvinnslu úr jörðu, eins og kom fram á hádegisfundi okkar orku- kommissars sam- bandsins. Það er til í að skoða allar leiðir til að auka hlut hans í end- urnýjanlegri orkuvinnslu í Evrópu, og sömuleiðis að kanna aðkomu að útrásarverkefnum í Afríku. Nýr orkumálastjóri, sem var með mér, stóð sig frábærlega í sókn og vörn fyrir hagsmuni Ís- lands – og sýndi óvænta snerpu og þekkingu þegar Piebalgs tók upp óskylt mál sem voru losunar- kvótar vegna flugsamgangna. Össur Skarphéðinsson eyjan.is/goto/ossur BLOGGARINN Orkuvinnsla Almannatryggingakerfið er orðið eins og illa farin og stagbætt flík eftir áratuga misvandaðar við- gerðir. Óteljandi breytingar á þess- um lögum hafa verið gerðar án þess að horfa á þau í heild. Flest- ar ríkisstjórnir hafa lofað að endurskoða lögin í heild en því miður gefist upp. Það hefur bitn- að á þeim sem þurfa að treysta á stuðning almannatrygginganna í veikindum, erfiðleikum eða þegar breytingar hafa orðið í lífi þeirra. Velferðarkerfið verður að vera í sífelldri endurskoðun og þróun í takt við stöðugar breytingar í samfélaginu. Ásta R. Jóhannesdóttir althingi.is/arj Vondar viðgerðir Ef marka má það sem sagt var í aðdraganda síðustu kosninga er eindreginn vilji til að láta ekki staðar numið við kennara. Hækka þurfi einnig laun annars staðar inn- an almannaþjón- ustunnar, ekki síst í umönnunargeir- anum. Að honum er m.a.s vikið sér- staklega í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna? Eflaust vegna þess að þar eru greidd laun sem ósann- gjarnt er að borga fyrir þá vinnu sem þar er innt af hendi. En vænt- anlega einnig vegna hins, að ekki verður hægt að reka þessar stofn- anir án róttækra breytinga í launa- umhverfinu. Ögmundur Jónasson ogmundur.is Ósanngjörn laun Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Mig langar að fjalla um málefni foreldra heyrnarskerts drengs, Daníels Rafns, er þau fengu synjun frá Fæðingarorlofssjóði vegna heyrnarskerðingar Daníels Rafns í fæðingu, sbr. um- fjöllun í 24 stundum sl. laugardag. Synjun Fæðing- arorlofssjóðs á sér vissulega skýringar sem er að finna í lögum og reglugerðum og heyrnarskerðing flokkast sennilega seint til sjúkdóma. Hins vegar finnst mér að hefði mátt koma að málinu frá öðru sjónarhorni. Barn sem greinist heyrnarskert frá fæðingu þarf jafn- mikla umönnun og barn með sjúkdóm. Snemmgreint heyrnarskert barn þarf helst að fá táknmálið með móðurmjólkinni. Það þarf sinn tíma til að skynja hreyfingar táknmálsins og finna samhengið. Foreldrar eru málfyrirmyndir barna sinna – hið sama á við hvað áhrærir foreldra heyrnarskerts barns. Þeir þurfa sinn tíma til að læra táknmálið til að geta átt fullkomin samskipti við barnið sitt á máltökuskeiði þess, sem er öllum foreldrum dýrmætur tími. Það er bablað og hjalað á táknmáli, fyrstu táknin koma rétt eins og fyrstu orð heyrandi barns. Það er jafn yndislegt að sjá barnið segja fyrsta táknið og að heyra það segja fyrsta orðið. Foreldarnir hefðu því átt að fá lengingu á fæðingarorlofinu á þeim forsendum að þeir þyrftu að fá sinn tíma að læra táknmálið á dagvinnutíma. Sem reyndur táknmálskennari get ég sagt að það er ólíðandi að leggja á foreldra að læra táknmál eftir að fullri dagvinnu lýkur. Einbeitingin á þessum tíma er í lágmarki og táknmálskennsla fer þá fyrir ofan garð og neðan. Sá sem tapar mest er heyrnarskerta barnið. Það fær máltöku sinni ekki fullnægt á þann hátt sem eðli- legt er miðað við aðstæður þess, þ.e. heyrnarskerð- inguna og táknmálskunnáttu. Það er því afar virðingarvert að foreldrar leggi sig fram að læra táknmálið og finnst mér að Fæðingarorlofssjóður eigi að styðja vel við þá, sér í lagi vegna þess að hagsmunir barnsins eru í húfi. Með þessi mikilvægu atriði í huga finnst mér fullt tilefni fyrir stjórn Fæðingarorlofssjóðs að endur- skoða fyrri ákvörðun sína gagnvart foreldrum Daníels Rafns. Höfundur er framkvæmdarstjóri Táknmáls ehf. Barnið tapar mestu ÁLIT Sigurlín M. Sigurðardóttir smaggas@simnet.is

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.