24 stundir


24 stundir - 05.02.2008, Qupperneq 22

24 stundir - 05.02.2008, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Breyttu heiminum, hann þarfnast þess. Bertolt Brecht Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á verkum Sámals Joensen Mikines, frægasta listmálara Fær- eyja. Sýnd eru um 50 málverk sem spanna hálfrar aldar feril lista- mannsins en Mikines sótti inn- blástur sinn í náttúru og lifnaðar- hætti færeysku þjóðarinnar. Mikines lést árið 1979 en einka- sonur hans, Kári Mikines, sem er læknir, var viðstaddur opnun sýn- ingarinnar. Barðist við sjúkdóma „Ég á mjög góðar minningar um föður minn,“ segir Kári. „Ég fædd- ist með klumbufót, gat því lítið far- ið út að leika mér og var mikið heima. Pabbi var með vinnustofu á heimilinu og þar lék ég mér á gólf- inu. Hann var skapmikill maður og sveiflukenndur, eina stundina strangur faðir og hina stundina af- ar umhyggjusamur. Hann barðist við ýmsa sjúk- dóma á ævi sinni. Hann hafði psoriasis sem gaus oft upp og kost- aði hann spítalalegur og hann þjáðist einnig af þunglyndi og áfengissýki. Árið 1969 vorum við fjölskyldan í fríi á Borgundar- hólmi. Hann fór að synda í erfiðu veðri. Ég stóð á ströndinni og sá skyndilega að hann gat ekki synt að landi. Þýskur maður kastaði sér í sjóinn og bjargaði honum. Pabbi andaði ekki og fékk líklega hjarta- stopp. Móðir mín sem var hjúkr- unarkona gerði á honum lífgunar- tilraunir. Hann jafnaði sig aldrei eftir þetta atvik, varð sérstaklega erfiður með víni og að lokum varð að leggja hann inn á hjúkrunar- heimili fyrir fólk með geðsjúk- dóma. Þar hefði hann ekki átt að vera því hann var ekki geðveikur. Hann þjáðist hins vegar af þung- lyndi og glímdi við áfengisvanda- mál. En það var ekki hægt að hafa hann á venjulegu hjúkrunarheimili og þess vegna var hann settur á stofnun þar sem vistmenn voru flestir geðbilaðir. Þar var hann í sex ár áður en hann lést. Hann málaði ekkert síðustu árin. Síðastu mynd- ina sem hann málaði, sem er lítil vatnslitamynd, gaf hann mér á átján ára afmæli mínu.“ Hugfangnir listamenn „Áður en pabbi varð að leggjast inn lifði hann fyrir myndlistina,“ segir Kári. „Bæði færeyskir lista- menn og almenningur sjá hann sem föður nútímamyndlistar í Færeyjum. Ungir listamenn líta flestir mjög upp til hans og hafa sterkar taugar til verka hans þótt þeir fylgi ekki sömu stefnu í mynd- list og hann gerði. Eftir sýningu á verkum hans í Kaupmannahöfn buðum við kona mín ungum lista- mönnum heim til okkar og þegar listamennirnir sáu myndir hans hanga á veggjum heimilisins urðu þeir algjörlega hugfangnir. Þessi hrifning snerti mig djúpt.“ Árvakur/Golli Lifði fyrir myndlistina Á Kjarvalsstöðum stend- ur yfir sýning á verkum Sámals Joensen Mikines. Þessi frægasti listmálari Færeyja barðist við ýmsa sjúkdóma á ævinni, eins og Kári, sonur hans, lýsir í viðtali. ➤ Sámal Joensen Mikines varfyrstur færeyskra málara til að hafa myndlist að atvinnu og fyrstur til að hljóta við- urkenningu fyrir list sína á er- lendri grund. ➤ Þetta er fyrsta sýning á verk-um Mikines hér á landi síðan 1961 en þá sýndi hann í Bogasal. ➤ Sýningin stendur til 6. apríl. MAÐURINN Sýning á verkum Sámals Joensen Mikines Kári Mikines „Ungir lista- menn líta flestir mjög upp til hans og hafa sterkar taugar til verka hans þótt þeir fylgi ekki sömu stefnu í myndlist og hann gerði.“ Mikines Við dán- arbeðinn 1940. Mikið hefur maður fengið að hlæja að gamalmennum á Nýja sviði Borgarleikhússins! Nú þegar hin rammíslenska Rósalind úr Belgísku Kongó er horfin hafa þrír aldurhnignir hermenn í Frakklandi sest í hennar stað og merkilegt nokk geta íslenskir áhorfendur speglað sjálfa sig alveg jafnvel í þeim og þeir gátu í Rósalind forð- um. Verkið er ekki hefðbundið styrj- aldarverk, það gæti átt sér stað á næstum því hvaða elliheimili sem er. Menn þurfa ekki að hafa kúrt í skotgröfum til þess að fyrirverða sig fyrir hjálparleysið sem fylgir efri árunum. Og raunar þarf mað- ur ekki að vera mjög gamall til þess að bera kennsl á þær tilfinningar sem vakna til lífs á sviðinu. Eftir leikár sem hefur kannski öðru fremur einkennst af verkum sem fjalla um samskipti kynjanna er skemmtilegt að fá að sökkva tönnunum í verk um flókin mann- leg samskipti þar sem rómantísk ástarsambönd koma hvergi við sögu. Hljóðmyndin var góð viðbót við sýninguna, sem og leikmyndin. Svona verk verður aldrei sterk- ara en leikararnir sem leika það. Þremenningarnir sem standa á Nýja sviðinu hafa greinilega allir unnið að sýningunni af mikilli al- úð og eru þeir hver öðrum betri. Guðmundur Ólafsson leikur Hin- rik, þann sem lengst hefur dvalið á hælinu, glaðlyndan náunga sem hinir tveir treysta báðir á og dregur hann upp fallega mynd af manni sem hefur sæst við aðstæður sínar. Í tíu ár hafa þeir Ferdinand, sem er túlkaður af Theodóri Júlíussyni, verið bestu vinir. Ferdinand er sá félaganna sem varð fyrir verstum líkamlegum skaða í stríðinu og er jafnframt farið að hraka andlega. Fyrir hálfu ári bættist Gústaf í hóp- inn og hann leikur Sigurður Skúla- son af mikilli list. Gústaf er dásam- lega fúllynt gamalmenni og það er bersýnilegt að Sigurður hefur lagt mikla alúð við hlutverkið – sér- staklega er eftirtektarvert hvað lík- amstjáningin er vel unnin. Þessi þriggja manna fjölskylda aldraðra hermanna birtist full- sköpuð á sviðinu, með öllum þeim marglaga tilfinningum sem fjöl- skyldulífi fylgja. Þetta er sýning sem manni líður vel eftir að hafa séð. Í HNOTSKURN Bráðfyndið og einlægt verk sem er fantavel leikið. Fjölskylda einstæðinga Leikið af list Miklum tilfinningum miðlað án láta en með mikilli kímni. Höfundur: Gerard Sibleyras. Þýðandi: Pétur Gunnarsson. Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson. Leikmynd og búningar: Jürgen Höth og Brit Daldrop. Lýsing: Kári Gísla son. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikarar: Guðmundur Ólafs son, Sigurður Skúla- son og Theodór Júlíusson Hetjur í Borgarhúsinu Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@24stundir.is LEIKLIST Inngangur að miðöldum er inngangsbindi að fræðilegu yfirlitsriti um íslenska mið- aldasögu eftir Gunnar Karls- son sagn- fræð- ing sem Há- skóla- útgáf- an gef- ur út. Hér er vísað á leiðir til að finna rit um viðfangs- efnið, skrifað yfirlit um mið- aldahugtakið ásamt fleiri hug- tökum um tímabil í Íslandssögu miðalda, farið er yfir rannsóknarsögu og birt stutt yfirlit yfir evrópska mið- aldasögu. Lengsti hluti bók- arinnar er svo yfirlit um heim- ildir íslenskrar miðaldasögu – fornleifar, sögur, lög, skjöl og annála. Loks er gerð grein fyr- ir mælieiningum og tímatali miðaldafólks. Handbók í miðaldasögu Ljóðalög eftir Jón Hlöðver Ás- kelsson verða flutt á tón- leikum á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12:15. Margrét Bóasdóttir sópransöngkona, og Daníel Þorsteinsson píanó- leikari flytja, ljóðin les Krist- ján Valur Ingólfsson. Myrkir músíkdagar AFMÆLI William Burroughs rithöfundur, 1914 Charlotte Rampling leikkona, 1946

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.