24 stundir - 15.03.2008, Page 2

24 stundir - 15.03.2008, Page 2
2 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 Frábær fermingargjöf! Við minnum á rafrænu gjafakortin okkar. Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 www.IKEA.is VÍÐA UM HEIM Algarve 20 Amsterdam 10 Alicante 16 Barcelona 15 Berlín 9 Las Palmas 22 Dublin 7 Frankfurt 12 Glasgow 9 Brussel 11 Hamborg 7 Helsinki 4 Kaupmannahöfn 5 London 11 Madrid 23 Mílanó 16 Montreal -8 Lúxemborg 9 New York 4 Nuuk -14 Orlando 13 Osló 5 Genf 16 París 15 Mallorca 19 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 8 Hæg breytileg átt og bjartviðri, en él SA- lands. Hiti 0 til 5 stig að deginum sunnan heiða, annars vægt frost. VEÐRIÐ Í DAG 1 -3 -5 -1 -3 Bjartviðri Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Frost 0 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig að deginum sunn- anlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 1 -3 -6 -1 -3 Hæg breytileg átt Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins sendi í gær yfirvöldum í Reykja- vík erindi vegna búsetu útigangs- manna í brunagildrum við Laugaveg og Vatnsstíg. „Aðkoman var skelfileg. Þarna er búið að skrúfa fyrir vatn og rafmagn en fólk hafði brotið rúður til að kom- ast inn í húsnæðið,“ segir Jónas Helgason, verkefnisstjóri hjá slökkviliðinu. Eigendur 14 fasteigna í iðnaðar- hverfum í Garðabæ fengu í vikunni viðvörun um lokun vegna ónógra eldvarna. „Þar af eru 4 hús sem bæj- aryfirvöld geta alls ekki fallist á að búið sé í sama hvað gert er. Þessi hús verða rýmd eftir páska,“ segir Jónas. Í húsunum 4, sem eru í Mið- hrauni, búa 49 manns, einstakling- ar og fjölskyldur, að sögn Jónasar. Íbúarnir eru bæði erlendir og ís- lenskir. Jónas segir eigendur hinna 10 fasteignanna hafa beðið um leið- beiningar um hvernig bæta eigi eldvarnir og óskað eftir fresti til þess. Flestir íbúanna þar eru út- lendingar en ekki er vitað hversu margir þeir eru. Í Hafnarfirði búa 78 manns, bæði einstaklingar og fjölskyldur, í fasteignum í iðnaðarhverfum sem fengið hafa viðvörun um lokun vegna ónógra eldvarna. Slökkviliðið hefur kortlagt 54 fasteignir í iðnaðarhverfum í Kópa- vogi en veit ekki enn hversu margir búa þar. ingibjorg@24stundir.is Yfir 100 manns búa í brunagildrum á höfuðborgarsvæðinu Húsnæði rýmt eftir páska Í Garðabæ Íbúar í þessu húsi verða að flytja. Kona á fimmtugsaldri sem er fyrrverandi starfsmaður Trygginga- stofnunar játaði við þingfestingu í héraðsdómi í gær að hafa svikið tæpar 76 milljónir út úr stofnun- inni. Konan var kærð til lögreglu í júní 2006 ásamt nítján öðrum í málinu sem flestir voru bótaþegar hjá Tryggingastofnun. Þeir nítján sem voru ákærðir með konunni voru ýmist ákærðir fyrir hylmingu eða peningaþvott og játuðu fjórir þeirra sína aðild að fullu. Þrír ját- uðu sök að hluta en fjórir neituðu sök, fjórir báðu um frest og fjórir voru fjarverandi. Gefin var út handtökuskipun á þá sem voru fjarverandi. Fyrirtaka verður í mál- inu 9. apríl gagnvart þeim sem ját- uðu sök og 18. apríl gagnvart þeim sem ekki játuðu. fr Ákæra á hendur 20 manns þingfest í gær Játaði að hafa svik- ið út 76 milljónir Héraðsdómur dæmdi í gær móður ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaða- bætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann. Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Asperger- heilkenni. Stúlkunni sinnaðist við bekkjarfélaga sína og fór inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn, sem er kona, ætl- aði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á andliti hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi. Skólinn var sýknaður af skaðabótakröfu þó að matsmaður hafi talið að klemmivörn á hurðinni hafi ekki komið í veg fyrir að hún skylli á höfði kennarans. Taldi dómurinn hurðina uppfylla öryggiskröfur. mbl.is Kennara dæmdar bætur Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, spyr hvers vegna nýr forstjóri Landspítala taki ekki til starfa fyrr en eftir 5 mánuði. „Fólkið sem á að gegna forstjórastarfinu þangað til er mjög öflugt en það er í öðrum störfum. Þetta er mjög sérstakt. Maður spyr hvað sé hér á ferð.“ Siv undrast forstjóraleysið Starfshópur sem umhverf- isráðherra skipaði til að undirbúa sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga hefur skilað greinargerð til ráðherra. Með sameiningunni á m.a. að efla starfsemina og skerpa á verk- efnum sem tengjast rannsóknum og ráðgjöf vegna loftslagsbreyt- inga og vöktunar og kortlagn- ingar á náttúruvá. Drög að laga- frumvarpi liggja nú fyrir. Sameining Veðurstofu og Vatnamælinga áformuð Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Breytingar á yfirstjórn Landspítal- ans vekja Álfheiði Ingadóttur, full- trúa Vinstri grænna í heilbrigðis- nefnd Alþingis, ugg um framhaldið, eins og hún orðar það. Tilkynnt var í gær að Magnús Pét- ursson hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Landspítal- ans í samkomulagi við heilbrigð- isráðherra. Auk þess var tilkynnt að gengið hefði verið frá samkomulagi við Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóra lækninga, um að hann færi í leyfi næstu fimm ár- in til þess að vinna að áframhald- andi undirbúningi byggingar og skipulagningu nýs háskólaspítala. Grundvallarbreytingar „Það er verið að gera grundvall- arbreytingar á heilbrigðisþjónust- unni í landinu og ég óttast að þarna muni sjálfstæðismenn koma sínum einkavæðingarmönnum fyrir til að herða á þeirri stefnubreytingu,“ segir Álfheiður. Hún tekur það fram að ábyrgðin sé ekki bara Sjálf- stæðisflokksins því Samfylkingin hafi látið heilbrigðisráðuneytið í hendur honum. „Mér finnst Guðlaugur Þór haga sér eins og fíll í glervörubúð í þessu ráðuneyti. Það er með ólíkindum að þetta mál skuli koma upp dag- inn sem þingið er farið heim,“ bæt- ir Álfheiður við. Stefna ríkisstjórnar ljós Ásta Möller, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í heilbrigðisnefnd Alþing- is, segir mannabreytingar alltaf fela í sér áherslubreytingar. „Ég held að það sé alveg ljóst. Stefna ríkisstjórn- arinnar um aukna samvinnu við einkaaðila er líka ljós. Það er mjög líklegt að horft verði til spítalans, hvort þar séu einhverjir þættir sem séu vel til þess fallnir að setja í einkarekstur. Það er full ástæða til að setja tilteknar einingar inn í ann- an farveg. Ég held að forstjóraskipt- in hafi ekki verið einhver brenni- punktur í því. Ég tengi það ekki forstjóraskiptunum, heldur stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásta sem getur þess að yfir heildina séu 30% heilbrigðisþjónustunnar í einka- rekstri en 0% sjúkrahússrekstrar. Breyttar áherslur á Landspítala  Breytingar á yfirstjórn vekja ugg um framhaldið, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG  Stefnan ljós, segir Ásta Möller Forstjóri á förum Magnús Pétursson lætur af störfum um næstu mánaðamót. ➤ Anna Stefánsdóttir, fram-kvæmdastjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, framkvæmda- stjóri lækninga, á Landspítala munu sameiginlega gegna starfi forstjóra spítalans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. ➤ Gert er ráð fyrir að sú skipanmála gildi til 1. september. BREYTINGAR Á LANSA STUTT ● Hraðakstur Sextíu og fimm ökumenn voru staðnir að hrað- akstri á Ásbraut og í Hlíðarbergi í Hafnarfirði í gær og í fyrradag en þar var ómerkt lögreglu- bifreið sem er búin myndavéla- búnaði. Mælingarnar eru hluti af sérstöku umferðareftirliti í og við íbúðargötur. Meðalhraði hinna brotlegu var 68 kílómetr- ar á klukkustund en þarna er 50 kílómetra hámarkshraði. ● Leiðrétt Í álitspistli Arnar Sigurðssonar í blaði gærdags- ins urðu þau mistök að orðið samgönguráðherra slæddist inn í byrjun greinarinnar. Örn er beðinn velvirðingar á mis- tökunum. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.